Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 27
PISTONS MEÐ GÓÐA STÖÐU Detroit Pistons lagði Indiana Pacers í gær á útivelli, nokkuð örugglega. Lokatölur urðu 83-65 og er Detroit nú komið í 3-2 í ein- víginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næsta leik á heimavelli. Liðið hefur ekki komist í lokaúrslitin síðan 1990 en þá hampaði liðið titlinum eftir fimm leikja einvígi við Portland Trailblazers. Richard Hamilton átti stórleik og skoraði 33 stig, Rasheed Wallace skoraði 22 stig og tók átta fráköst. Hjá Indiana voru Ron Artest og Fred Jones með 13 stig hvor. CASSELL Á LEIÐ UNDIR HNÍFINN Bakvörðurinn snjalli Sam Cassell hjá Minnesota Timberwolves gæti þurft að fara undir hnífinn eftir tímabilið. Hann er meiddur á baki og hefur ekkert spilað með Minnesota í undanförnum tveimur leikjum gegn Los Angeles Lakers í úrslitum vestur- strandarinnar. SHAQ EKKI TIL AÞENU Í SUMAR Tröllið Shaquille O’Neal hjá Los Angeles Lakers mun ekki spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Hann tilkynnti for- ráðamönnum bandaríska liðsins þetta á dögunum en fjölmargir af bestu leikmönnum deildarinnar hafa hellst úr lestinni að undan- förnu. 27ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2004 ■ NBA-KÖRFUBOLTINN Opið 13- 18 mánudaga til föstudaga Síðasti dagur markaðsins er föstudaginn 4 júní OUTLET - MARKAÐUR í Kjarna - Mosfellsbæ fyrir ofan Bónus Vorum með útsölumarkaðinn í Perlunni Mikið úrval af skóm og fatnaði á verðum sem eru ótrúleg Nike - Adidas - Asics o.fl 70% afsláttur af útsöluverðum á Banjo barnafatnaði 50% afsláttur af útsöluverðum á öllum öðrum verðum Evrópukeppni kvennalandsliða: Stórsigur á Ungverjum KNATTSPYRNA Íslendingar sigruðu Ungverja 5-0 í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða á laugardag. Með sigrinum treysti Íslands stöðu sína í öðru sæti rið- ilsins en Íslendingar eiga í bar- áttu við Frakka og Rússa um sæti í lokakeppninni sem fram fer á Englandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið mætti ákveðið til leiks og pressaði það ungverska frá uppafi. Þetta gaf góða raun og á tólftu mínútu skoraði Margrét Lára Viðarsdótt- ir fyrsta markið. Olga Færseth skoraði annað mark Íslendinga úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikhlé og bætti við tveimur mörkum á fyrsta korterinu í síð- ari hálfleik. Margrét Lára setti fimmta markið á 62. mínútu. Eftir sigurinn hafa Íslendingar þrettán stig í öðru sæti, fimm stigum meira en Rússar og tveim stigum minna en Frakkar en Ís- lendingar eiga eftir að leika við þessar þjóðir á heimavelli. Næsti leikur verður við Frakka á Laugardalsvelli á miðvikudag. Franska liðið er mjög sterkt enda í níunda sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í mars. Frakkar áttu þrjá leikmenn í heimsliðinu sem lék gegn heims- meisturum Þjóðverja fyrir tíu dögum í tilefni af 100 ára afmæli FIFA, varnarmanninn Corinne Diacre, miðjumanninn Stéphanie Mugneret-Béghé og sóknarmann- inn Marinette Pichon. Það bætir stöðu Íslendinga nokkuð að Pichon leikur ekki með Frökkum á miðvikudag. ■ STAÐAN Í 3. RIÐLI Frakkland 5 5 0 0 22:1 15 Ísland 6 4 1 1 23:6 13 Rússland 5 2 2 1 11:6 8 Ungverjaland 7 1 1 5 6:24 4 Pólland 7 0 2 5 6:31 2 LEIKIR SEM EFTIR ERU 2. júní Ísland - Frakkland 22. ágúst Ísland - Rússland 26. sept. Frakkland - Rússland 3. okt. Pólland - Frakkland 3. okt. Rússland - Ungverjaland OLGA FÆRSETH OG ÞÓRA HELGADÓTTIR VORU Í SVIÐSLJÓSINU Olga Færseth, sem skoraði þrennu gegn Ungverjum, faðmar hér markvörðinn Þóru Helgadóttur en hún varði vítaspyrnu í leiknum. Æfingalandsleikir gegn Englendingum um hvítasunnuhelgina: Einn sigur og tvö töp KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta vann einn leik af þremur gegn stöllum sínum frá Englandi en liðin léku þrjá leiki um hvítasunnuhelgina. Enska liðið vann öruggan sigur í fyrsta leiknum á föstudaginn en allt annað íslenskt lið vann annan leikinn með níu stigum, 85-76, á laugardag. England vann síðan nauman sigur, 53-58, í þriðja og síðasta leiknum sem lauk aðeins 41 tíma eftir að sá fyrsti hófst. Hildur Sigurðardóttir lék mjög vel með íslenska liðinu um helg- ina og skoraði mest eða 14,7 stig að meðaltali í leik, auk þess að taka 6,7 fráköst og gefa 4,3 stoðsendingar í leik. Það munaði reyndar miklu í síðasta leiknum að stóru stelpurn- ar, Erla Þorsteinsdóttir og Signý Hermannsdóttir, voru greinilega orðnar þreyttar en þær gerðu 65 af 77 stigum sínum í fyrstu tveim leikjunum en hittu aðeins úr tveim af 11 skotum sínum í þeim síðasta. Varnarleikurinn um helgina var nokkuð áhyggjuefni fyrir Ívar Ásgrímsson þjálfara sem þarna stjórnaði liðinu í fyrsta sinn og eins var liðið oft að henda boltan- um frá sér of oft í sókninni. Sóknarleikurinn gekk þó ágæt- lega fyrir utan það og sex leik- menn skoruðu sem dæmi níu stig eða meira í sigurleiknum. Enska liðið kom mörgum á óvart með skynsömum leik og fastari varnarleik en þær íslensku eiga að venjast. Þessir þrír leiki hjálpa íslenska liðinu örugglega vel í að stilla strengina fyrir tvö sterk mót í sumar, Pormotion Cup í Andorra í júlí og Norðurlandamótið í Svíþjóð í ágúst. ■ BESTAR HJÁ ÍSLANDI Flest stig Hildur Sigurðardóttir 44 Erla Þorsteinsdóttir 41 Signý Hermannsdóttir 36 Flest fráköst Signý Hermannsdóttir 29 Erla Þorsteinsdóttir 23 Alda Leif Jónsdóttir 20 Hildur Sigurðardóttir 20 Flestar stoðsendingar Alda Leif Jónsdóttir 13 Hildur Sigurðardóttir 13 Erla Reynisdóttir 9 Flestir stolnir boltar Alda Leif Jónsdóttir 12 Hildur Sigurðardóttir 7 Flest varin skot Erla Þorsteinsdóttir 9 Signý Hermannsdóttir 8 HILDUR GÓÐ GEGN ENGLANDI Hildur Sigurðardóttir lék einkar vel með íslenska liðinu um helgina og skoraði mest allra leikmanna liðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.