Fréttablaðið - 01.06.2004, Side 4
4 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Ætlarðu að fylgjast með EM
í Portúgal?
Spurning dagsins í dag:
Ertu fylgjandi algjöru reykingabanni á
veitingastöðum?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
45%
55%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Þriðjungshlutur í TM skiptir um eigendur:
Straumur keypti hlut Kaldbaks
VIÐSKIPTALÍFIÐ Straumur fjárfest-
ingabanki hf. hefur eignast þriðj-
ungshlut í Tryggingamiðstöðinni
hf. eftir kaup bankans á öllum
hlutabréfum Kaldbaks í TM síð-
astliðinn laugardag. Um er að
ræða 33,03% hlut sem keyptur
var á genginu 17,2 og var kaup-
verðið um 5,3 milljarðar króna.
Félögin voru fyrir söluna öll
tengd innbyrðis því Straumur á
6% í Kaldbaki og TM á 12% hlut í
Straumi. Kaldbakur keypti hlut
sinn í TM í fyrrasumar en sölu-
hagnaður félagsins er talinn nema
um einum milljarði króna.
Þórður Már Jóhannesson, for-
stjóri Straums, sagði í samtali við
Fréttablaðið að TM væri mjög
spennandi fjárfestingarkostur og
framtíðarfjárfesting af hálfu
Straums. „Við sjáum mikil tæki-
færi í þessari fjárfestingu. Trygg-
ingamiðstöðin er stórt og öflugt
fyrirtæki sem býr yfir miklum
tækifærum. Við sjáum fyrir
okkar mikla möguleika til
framtíðar,“ sagði Þórður Már.
Eftir kaupin er Straumur
langstærsti einstaki hluthafinn í
Tryggingamiðstöðinni en félög
tengd Sigurði heitnum Einarssyni
úr Vestmannaeyjum eiga samtals
42,12%. „Markmið okkar er að
eiga gott samstarf við núverandi
eigendur,“ sagði Þórður Már. ■
Öll áhersla lögð á að
sverta andstæðinginn
Stærstur hluti auglýsinga George W. Bush hefur verið árásir á John
Kerry. Kerry hefur sjálfur látið birta 13.000 auglýsingar sem eru árásir á
Bush. Kosningabaráttan gæti orðið sú neikvæðasta í sögunni.
BANDARÍKIN Kosningabaráttan
fyrir forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum í haust gætu orð-
ið þær neikvæðustu í langan tíma
og jafnvel í sögunni að sögn
fræðimanna sem bandaríska dag-
blaðið Washington Post ræddi við.
„Ég geri ráð fyrir að þetta
verði neikvæðasta kosningabar-
átta allra tíma,“ sagði Darrell
West, prófessor og höfundur bók-
ar um auglýsingar í stjórnmálum.
Hann segir að þær neikvæðu
árásir sem kosningabarátta Geor-
ge W. Bush Bandaríkjaforseta
hafi notað nú þegar séu orðnar
fleiri en þær neikvæðu auglýsing-
ar sem beitt var í forsetakosning-
unum, 1992, 1996 og 2000. „Ef þú
berð saman auglýsingarnar fram-
an af kosningabaráttunni eru nær
engar neikvæðar auglýsingar í
fyrstu, meira að segja ekki 1988.“
Í þessu samhengi má geta þess
að kosningabaráttan 1988 hefur
verið sögð ein sú neikvæðasta í
sögunni, ef ekki sú neikvæðasta.
Þá var George Bush eldri í fram-
boði gegn Michael Dukakis og
hefur George Bush yngri verið
sagður hafa verið með í ráðum
þegar ákveðið var hversu nei-
kvæð kosninga-
baráttan yrði.
„Árásirnar á
Kerry í kosninga-
baráttu Bush eru
fleiri en dæmi eru
um í kosningabar-
áttum til þessa,“
sagði Kathleen
Hall Jamieson,
prófessor við
P e n n s y l v a n í u -
háskóla. „Þetta er mjög hátt hlut-
fall árása, sérstaklega af hálfu
sitjandi forseta.“
Shanto lyengar, prófessor við
Stanford-háskóla segir hins vegar
að árásirnar séu engu verri en
þær sem hafa verið notaðar frá
örófi alda.
Þrjár af hverjum fjórum aug-
lýsingum sem Bush hefur birt eru
árásir á Kerry, til samanburðar
eru 27% auglýsinga Kerry árásir
á Bush. Þetta kemur fram í út-
reikningum Washington Post, sem
byggja á upplýsingum frá
Campaign Media Analysis Group,
og kosningastjórnir beggja flokka
hafa staðfest að séu réttir. 49.050
auglýsingum hefur verið beint
gegn Kerry en 13.336 gegn Bush.
Scott Reed, sem stýrði kosn-
ingabaráttu Bob Dole 1996, segir
Bush ekki eiga neitt val. Vegna
þess hversu óánægðir Banda-
ríkjamenn séu með störf hans eigi
hann betri möguleika með því að
sverta Kerry en upphefja eigin
stefnu. ■
Norðurljós selja:
Óskráð félag
kaupir Skífuna
VIÐSKIPTI Róbert Melax lyfjafræð-
ingur hefur fyrir hönd óskráðs fé-
lags fest kaup í öllum hlutum Skíf-
unnar ehf. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Norðurljós-
um. Kauptilboðið er háð fyrir-
vörum, meðal annars um áreiðan-
leikakönnun, en stefnt er að því að
nýir eigendur taki við rekstri Skíf-
unnar í byrjun júlí næstkomandi.
Ekki eru uppi áform um breytingar
á rekstri Skífunnar frá því sem nú
er, samkvæmt því sem segir í
fréttatilkynningunni. Kaupverðið
er ekki vitað og ekki náðist í Róbert
Melax vegna málsins. ■
Réttur í Tyrklandi:
Óhæfur í
málum
ISTANBÚL, AP Réttarhöld yfir 69 grun-
uðum meðlimum al-Kaída í Tyrk-
landi sem kærðir voru fyrir þátt-
töku í sjálfsmorðsárás í Istanbúl
hófust í gær. Réttarhöldin urðu þó
endaslepp þar sem rétturinn komst
fljótt að þeirri niðurstöðu að hann
hefði ekki lögsögu yfir málinu. Til
þess að hægt væri að taka málið
fyrir yrði að skipa annan rétt.
Breytingar á lögum í Tyrklandi í
kjölfar umsóknar um aðild að
Evrópusambandinu hafa valdið því
að þjóðaröryggisréttir eiga að leggj-
ast af. Búist er við því að á næstu
mánuðum muni Tyrkir setja nýjan
rétt sem fæst við hryðjuverk og
önnur slík mál. ■
NÝTUR EKKI FRIÐHELGI Charles
Taylor, fyrrum Líberíuleiðtogi,
getur ekki vænst þess að staða
hans sem þjóðarleiðtoga veiti
honum friðhelgi frá ákæru vegna
stríðsglæpa. Þetta er niðurstaða
stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna sem fjallar um stríðs-
glæpi í Sierra Leone.
RÆÐA NÝLENDUSAMNING Sér-
fræðingar tíu Afríkuríkja sem fá
vatn úr Nílarfljóti settust að við-
ræðum í gær um hvernig nýta
skyldi vatn úr fljótinu. Nú er
vatnsnýtingu stýrt samkvæmt
sáttmála sem Bretar gerðu fyrir
hönd nýlenda sinna 1929 og á að
tryggja hag Egypta. ■
Voru handteknir í sitthvorum landshlutanum með hass:
Vissu ekki af fíkniefnum
í bílnum
LÖGREGLAN Tveir menn með
fimmtán til átján grömm af fíkni-
efnum voru handteknir á leið um
Blönduós á hádegi í gær.
Lögreglunni hafði borist til-
kynning um ferðir mannanna og
að grunu léki á að fíkniefni væru í
bíl þeirra. Þegar þeir voru stöðv-
aðir reyndi annar mannanna að
henda fíkniefnunum út um glugg-
ann á bílnum. Mennirnir kannast
ekki við að hafa verið með fíkni-
efnin né vitað af tilvist þeirra í
bifreiðinni áður en þeir komu til
bæjarins.
Þessir sömu menn voru hand-
teknir á Selfossi tveimur dögum
áður og könnuðust þá heldur ekki
við að fíkniefni væru geymd í bíl
þeirra. Lögreglan á Blönduósi
benti mönnunum á að fylgjast
betur með bílnum sínum svo þar
væru ekki skilin eftir fíkniefni
sem þeir vissu ekki af. ■
ÞRÍR FORSETAR
Kosningabarátta George W. Bush er sögð líkleg til að slá kosningabaráttu föður hans frá
1988 við sem neikvæðasta kosningabarátta sögunnar.
STRAUMUR AÐ STYRKJAST
Þórður Már Jóhannesson, forstjóri
Straums, telur að mikil tækifæri felist í fjár-
festingu Straums í Tryggingamiðstöðinni.
■ MIÐAUSTURLÖND
Fréttablaðið/G
VA
Pakistanar:
Prófa nýjar
eldflaugar
PAKISTAN, AP Viku eftir að ný stjórn
tók við völdum í nágrannaríkinu Ind-
landi og leiðtogar beggja ríkja lýstu
yfir friðarvilja gerðu Pakistanar til-
raunir með meðaldrægar eldflaugar
sem skjóta má að flestum fjölmenn-
ustu borgum á
n o r ð a n v e r ð u
Indlandi.
Pakistanar
segjast hafa lát-
ið Indverja vita
af tilraunum
sínum fyrir-
fram. Þetta eru
þó ekki einu til-
raunir Pakist-
ana með eld-
flaugar því þeir
hafa þróað enn
l a n g d r æ g a r i
flugskeyti sem
þeir munu prófa
í þessum mánuði
eða þeim næsta.
Bæði ríkin
búa yfir kjarn-
orkuvopnum og mátti litlu muna fyr-
ir nokkrum misserum að stríð brytist
út milli landanna. ■
SKOTIÐ Á LOFT
Eldflaugin dregur
1.500 kílómetra en
stutt er í að önnur
langdrægari verður
prófuð.
■ AFRÍKA
■
Þrjár af hverj-
um fjórum aug-
lýsingum sem
Bush hefur birt
eru árásir á
Kerry, til sam-
anburðar eru
27% auglýsinga
Kerry árásir á
Bush.
HASSPLANTA
Sýnishorn af laufblaði hassplöntu.
STYÐJA HEZBOLLAH Stuðningur
Sýrlandsstjórnar við Hezbollah-
skæruliðasamtökin er meiri en
nokkru sinni áður, sagði ísraelski
hershöfðinginn Benny Gantz,
sem stjórnar hersveitum Ísraela
við landamærin að Líbanon.
Hann sagði Sýrlendinga sjá Hez-
bollah fyrir vopnum og óttaðist
aukin átök.
EGYPTAR TIL GAZA Egypsk sveit
kemur til Gaza um miðjan mán-
uðinn til að þjálfa öryggissveitir
Palestínumanna, sagði háttsettur
palestínskur embættismaður.
Með því á að undirbúa brotthvarf
Ísraelshers frá svæðinu.
152676-Nassar-AP
HAMAS-FORINGJA BANAÐ Wael
Nassar, háttsettur foringi í Ham-
as-samtökunum, var einn þriggja
Palestínumanna sem létust þegar
mótorhjól sem hann var á sprakk
í loft upp í árás Ísraelshers. Að-
stoðarmaður Nassars og vegfar-
andi létust einnig.
BANNAÐ AÐ KVÆNAST Hæstirétt-
ur Ísraels hefur neitað beiðni
Yigal Amir, sem myrti Yitzhak
Rabin fyrrum forsætisráðherra,
um að fá að kvænast. Honum er
haldið í einangrun og fylgst með
öllum hreyfingum hans. ■
ENDASLEPP RÉTTARHÖLD
Verjendur grunaðra hryðjuverkamanna í
Tyrklandi hófu málsvörnina með rökum
um að rétturinn mætti ekki hlýða á
málsmeðferðina vegna lagabreytinga.