Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 1
● ragnhildur setti vallarmet Toyota-mótaröðin: ▲ SÍÐA 25 Sigurpáll og Ragnhildur byrja best ● er 46 ára í dag Linda Vilhjálmsdóttir: ▲ SÍÐA 22 Reiknar með innrás Hugrún Harðardóttir: ▲ SÍÐA 34 Átti ekki von á fyrsta sætinu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju efna í kvöld til fundar á Kaffi Reykjavík. Fulltrúar flokkanna, þjóðkirkj- unnar og Fríkirkjunnar halda erindi um stefnu sína. Fundurinn verður á 2. hæð Kaffi Reykjavíkur og hefst klukkan 20.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VAXANDI ÚRKOMA í höfuð- borginni þegar líður á daginn. Fyrri- partinn er aðalúrkoman við suðaustur- ströndina. Skýjað norðan til. Sjá síðu 6. 1. júní 2004 – 147. tölublað – 4. árgangur SPENNA Óvissan um framtíð ríkisstjórn- ar Ariels Sharon forsætisráðherra þykir hafa aukist um helgina. Sjö klukkustunda, spennuþrungnum ríkisstjórnarfundi, þar sem rætt var um brotthvarf frá Gaza, lauk án niðurstöðu. Sjá síðu 2 SVERTA Á VÍXL Stærstur hluti auglýsinga Bush hefur verið árásir á John Kerry. Kerry hefur sjálfur látið birta 13.000 auglýsingar sem eru árásir á Bush. Kosningabaráttan gæti orðið sú neikvæðasta í sögunni. Sjá síðu 4 STRAND HERNESS Ljóst er að fjárhags- legur skaði vegna strands Herness hleypur á annað hundrað milljónum. Vikurfarminum var dælt á land. Ekki er búið að ákveða hvort gert verður við skipið. Sjá síðu 6 BRESTIR Í SAMSTARFINU Sjálfstæð- ismenn segja andstöðu Framsóknar hafa komið í veg fyrir skattalækkanir á þessu þingi. „Þurfum að kanna það svigrúm sem við höfum,“ segir þingflokksformaður Fram- sóknar. Sjá síðu 8 36%50% Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 BAGDAD, AP Fresta þurfti ákvörðun um hver yrði forseti Íraks í tíð bráðabirgðastjórnar landsins sem verður við völd fram yfir kosning- ar í landinu í árs byrjun. Talið er að deilur milli meirihluta þeirra sem sitja í framkvæmdaráði Íraka annars vegar og Banda- ríkjamanna hins vegar hafi orðið til þess að ekki var gengið frá út- nefningunni í gær eins og gert var ráð fyrir. Írakar vilja fá Ghazi Mashal Ajil al-Yawer sem forseta en hann er í forsæti fyrir framkvæmda- ráðinu, Bandaríkjamenn vilja fyrrum utanríkisráðherrann Adn- an Pachachi. Al-Yawer hefur gagnrýnt Bandaríkjastjórn harkalega fyrir að tryggja ekki nægilega vel ör- yggi írasks almennings. „Þeir her- námu landið, leystu upp öryggis- sveitir og skildu landamæri Íraks eftir opin fyrir hverjum þeim sem vildi koma hingað,“ sagði hann. Pachachi lék stórt hlutverk í samningu bráðabirgðastjórnar- skrár sem Bandaríkjamenn hafa lýst mikilli ánægju með. Hann flýði Írak við valdatöku Baath- flokksins 1968 og hefur góð tengsl við Bandaríkjastjórn og Sam- einuðu þjóðirnar. ■ Bandaríkjamenn og Íraka greinir á um forsetaefni: Val forsetans tefst MANNDRÁP Stúlka á tólfta ári lést af stungusárum sem hún hlaut á heimili sínu við Hagamel í fyrr- inótt. Móðir stúlkunnar hefur verið úrskurðuð í gæsluvarð- hald, grunuð um að hafa ráðið stúlkunni bana þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Móðirin er einnig grunuð um að hafa lagt til fjórtán ára sonar síns sem komst undan stórslasaður og gat látið vita um atburðinn. Tilkynning barst til lögreglu kl. 5.21 í gærmorgun um ungan pilt með stungusár. Þegar lög- regla kom á heimili drengsins var stúlkan úrskurðuð látin en móðirin var flutt alvarlega slös- uð á sjúkrahús. Hún er talin hafa reynt að svipta sig lífi eftir að hafa lagt til barna sinna með eggvopni, þar sem þau lágu sofandi í rúmum sínum. Gengust mæðginin undir aðgerð en þau voru bæði mjög alvarlega slösuð. Síðdegis í gær var móðirin úrskurðuð í gæslu- varðhald til 14. júní næstkom- andi og var henni jafnframt gert að sæta geðrannsókn. Vegna áverka sinna er móðirin vistuð tímabundið á gjörgæsludeild. Lögregla lokaði Hagamel við Hofsvallagötu snemma í gær- morgun og stóð rannsókn yfir á vettvangi fram á kvöld. Merkti lögreglan blóði drifna slóð pilts- ins frá heimili hans við Hagamel að fjölbýlishúsi við Kaplaskjóls- veg þar sem hann lét vita um at- burðinn. Samverustund var haldin í Neskirkju í gærkvöldi vegna hins hörmulega atburðar og munu prestar heimsækja skóla- félaga stúlkunnar í dag til að veita þeim stuðning. Sjá nánar á síðu 2. Á VETTVANGI VIÐ HAGAMEL Fjölmennt lið rannsóknarlögreglumanna kom að vettvangsrannsókn við Hagamel í gær, þar sem móðir er talin hafa lagt til barna sinna með eggvopni með þeim afleiðingum að stúlka á tólfta ári lést og fjórtán ára piltur stórslasaðist. Í gærkvöldi höfðu verið lagðir blómvendir við vettvanginn í samúðarskyni. HEIMILIÐ FARIÐ Dustin Stuever kannar það sem eftir er af heimili ömmu sinnar. Hvirfilbyljir: Níu létust BANDARÍKIN, AP Í það minnsta níu létust af völdum óveðurs sem gekk yfir miðvesturríki Banda- ríkjanna. Hvirfilbyljir jöfnuðu hús við jörðu og þeyttu hjólhýsum á loft á sama tíma og rafmagnið sló út hjá á annað hundrað þúsund manns vegna óveðursins. „Þetta er það versta sem ég hef lent í,“ sagði Howard Lincoln, íbúi í Marengo. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Bandaríkjanna náði hvirfilbylur sem gekk yfir bæinn 273 kílómetra hraða. ■ Ellefu ára stúlka stungin til bana Móðir stúlkunnar grunuð um verknaðinn og úrskurðuð í gæsluvarðhald. Fjórtán ára bróðir stúlkunnar komst særður undan. Móðirin talin hafa reynt að svipta sig lífi eftir verknaðinn. ALLT Í HERS HÖNDUM Íraskir vegfarendur ganga fram hjá hermönnum á vettvangi sprengjuárásar í Bagdad. ● fegurðardrottning íslands 2004 Eyjólfur Guðmundsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Vitleysa að rjúka til að úða ● fasteignir ● hús o.fl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.