Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 10
10 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR FÁNINN Á LOFTI Filippseyskur drengur heldur fána þjóðar sinnar á lofti í tilefni fánadags þjóðarinnar. Fánadagurinn er haldinn ár hvert til þess að hjálpa til við að kenna æsku landsins um söguleg gildi þjóðarinnar og mikilvægi þeirra. NAJAF. AP Átök milli herskárra sjía og bandarískra hermanna sem blossuðu í nágrenni Najaf upp á sunnudag stóðu enn í gær. Tveir bandarískir hermenn og einn Íraki höfðu týnt lífi í átökunum í gær. Herskáu sjíarnir eru fylgis- menn klerksins Muqtata al-Sadr en á fimmtudaginn var gert frið- arsamkomulag við al-Sadr. Þá samþykkti al-Sadr að fjarlægja bardagamenn sína af götum Najaf gegn því að bandarískar her- sveitir hættu öllum árásum kring- um Najaf. Daglegar erjur síðan að sam- komulagið var kynnt hafa hins vegar grafið undan því. Um 150 lögregluþjónar sem senda átti frá Bagdad til Najaf til að efla örygg- isgæslu þurftu að snúa við, að því er virðist vegna skorts á vistum. Gæti það valdið töfum á sameigin- legum öryggisviðbúnaði sem tal- inn er nauðsynlegur í borginni þegar bardagamenn al-Sadr snúa aftur til síns heima. ■ Frumvörpin dagaði uppi Alls voru 123 lög samþykkt á fyrsta ári kjörtímabilsins á Alþingi. Á þriðja tug lagafrumvarpa fengu ekki afgreiðslu. Þau sem aftur verða flutt fyrir þingheim í haust fá nýtt upphaf. ALÞINGI Mörg mál 130. löggjafarþings bíða haustsins. Forsætis- ráðherra setti fram frumvarp um breyt- ingu á lögum á sölu ríkissjóðs á hluta- bréfum Landssímans. Það náði þriðju um- ræðu en var ekki af- greitt. Fjármálaráð- herra átti umdeilt frumvarp um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hefði það verið sam- þykkt þyrfti ekki að greina opinberum starfsmönnum frá ástæðu uppsagnar. Frumvarp- ið stóð mjög í stjórnarandstöð- unni og var látið bíða til haustsins svo hægt væri að ljúka þingi. Umhverfisráðherra vildi brey- ta lögum um umhverfismat sem og skipulags- og byggingarlögum en uppskar ekki. Eins verður samgöngumálaráðherra að bíða með lagasetningu vegna þriðju kynslóðar farsíma. Pétur H. Blöndal vildi fella niður greiðslu starfsmanna til verkalýðsfélaga sem þeir eigi ekki aðild að en fékk ekki af- greitt. Hjálmar Árnason var fyrsti flutningsmaður framsókn- armanna fyrir styrktarsjóði til handa efnilegum námsmönnum og leyfi ökumanna til að taka hægri beygju á rauðu ljósi sem einnig bíða haustsins. Eitt þverpólitískt frumvarp um lækk- un aldurstakmarks til áfengis- kaupa var komið í aðra umræðu þegar því var frestað. Um tveir tugir lagafrumvarpa stjórnarandstöðunnar bíða betri tíma. Frumvarp stjórnarandstöð- unnar um vændi sem konur innan Framsóknarflokksins studdu bíð- ur haustsins. Eins féll frumvarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Samfylkingu, sem vill sjá lausar stöður seðlabankastjóra auglýst- ar opinberlega, um sjálft sig. For- maður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, var flutnings- maður lagafrumvarps um lækkun virðisaukaskatts sem einnig bíð- ur og Guðjón A. Kristjánsson fór fyrir hópi sem vildi leyfa fram- leiðslu léttvína úr náttúrlegum hráefnum. Kolbrún Halldórsdótt- ir lagði fram frumvarp um heim- ild lögreglu til að setja nálgunar- bann á þann sem grunaður er um heimilisofbeldi en náði ekki til þingheims. gag@frettabladid.is Þrír teknir af lífi: Nauðguðu lítilli stúlku KÚVEIT, AP Þrír karlmenn voru tekn- ir af lífi í Kúveit fyrir að nauðga og myrða sex ára stúlku. Mennirnir voru hengdir og lík þeirra höfð til sýnis fyrir almenning, talið er að um 3.000 manns hafi virt lík mann- anna, tveggja sádiarabískra bræðra og eins Kúveita, fyrir sér. Stúlkan hvarf 1. maí 2002 og lík hennar fannst tveimur dögum síðar. Þá hafði hún verið misnotuð kyn- ferðislega, stungin fimm sinnum í brjóstkassann og skorin á háls. Fyrir ári síðan ákváðu stjórnvöld í Kúveit að sýna lík glæpamanna opinberlega til að letja fólk frá ofbeldisglæpum. ■ LÞINGI Misræmi var milli svara fjármálaráðherra og forsætisráð- herra við fyrirspurnum um fjölda starfslokasamninga á síðastliðn- um áratug, samkvæmt því sem fram kemur í fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur þingmanns. Í svari forsætisráðherra við fyrirspurn veturinn 2001–2002 var greint frá alls 285 starfsloka- samningum á tímabilinu 1995– 2002. Í svari fjármálaráðuneytis- ins við fyrirspurn frá því í vetur kemur fram að alls hafi 46 starfs- lokasamningar verið gerðir síð- astliðin áratug. Ásta spyr hvað valdi þessu misræmi. Í svari frá fjármálráðuneytinu kemur fram að það stafi af því að fyrirspurnirnar voru ekki sam- bærilegar; sú sem fjármálaráð- herra fékk takmarkaðist við yfir- menn opinberra stofnana og starfsmenn í stjórnunarstöðum. Fyrirspurnin til forsætisráðherra náði á hinn bóginn til allra starfs- manna, yfirmanna jafnt sem ann- arra. Auk þess voru 77 starfsloka- samningar sem getið var í svari forsætisráðherra sundurliðaðir og kostnaður við hvern þeirra talinn fram. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR – hefur þú séð DV í dag? Jackson sagður hafa svívirt þriggja ára dreng ÖLVAÐUR Á STOLNUM BÍL Ölv- aður maður tók bíl ófrjálsri hendi í Vestmannaeyjum og ók á honum út á golfvöll. Lyklarnir höfðu verið skildir efir í bíln- um. Leigubílstjóri sá til bílsins klukkan fimm í morgun og hljóp farþegi ökumanninn uppi á hlaupum. LÖGÐU Á FLÓTTA Styggð kom að fjórum ungum mönnum þegar þeir mættu lögreglu á Reykja- nesbrautinni á sjötta tímanum í gærmorgun. Mennirnir óku út fyrir veg og hlupu út í hraunið. Lögregla hljóp mennina uppi og kom í ljós að þeir voru ölvaðir og á stolnum bíl. Ökumaðurinn reyndist aukinheldur próflaus. Mennirnir eru á aldrinum 15 til 28 ára. GEIR H. HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA. Fyrirspurnir voru ekki sambærilegar. Fjöldi starfslokasamninga hins opinbera: Misræmi milli ráðuneyta STAÐIÐ VÖRÐ Vopnaðir bardagamenn sjía standa vörð um skemmdan vegg í grafreitnum í Najaf. Veggurinn skemmdist í átökum milli bandaríska hersins og bardagamanna sjía. Áframhaldandi átök í Najaf: Grafa undan friðarsáttmála NOKKUR STJÓRNARFRUMVÖRP SEM EKKI FENGUST AFGREIDD ■ breytingar á einkamálalögum og þjóðlendulögum (dómsmálaráðherra) ■ um fullnustu refsinga (dómsmálaráðherra) ■ breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (fjármálaráðherra) ■ um skattskyldu orkufyrirtækja (fjármálaráðherra) ■ um tollalög (fjármálaráðherra) ■ breytingar á lögum um ársreikninga (fjármálaráðherra) ■ breytingar á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf. (forsætisráðherra) ■ breytingar á lögum um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði (iðnaðarráðherra) ■ breytingar á lögum um lax- og silungsveiði (landbúnaðarráðherra) ■ breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum (umhverfisráðherra) ■ breytingar á skipulags- og byggingarlögum (umhverfisráðherra) ■ breytingar á samkeppnislögum (viðskiptaráðherra) ■ breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (Framsóknarflokkur) ■ breytingar á lögum um fyrirtæki á orkusviði (Sjálfstæðisflokkur) ■ um uppbyggingu bráðadeilda Landspítala - háskólasjúkrahúss (Sjálfstæðisflokkur) ■ breytingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar (Sjálfstæðisflokkur) ■ breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt (Sjálfstæðisflokkur) ■ breytingar á útvarpslögum, lögum um Ríkisútvarpið og lögum um tekjuskatt og eignarskatt (Sjálfstæðisflokkur) ■ breytingar á lögum um Ríkisendurskoðun (Sjálfstæðisflokkur) ■ breytingar á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna (Sjálfstæðisflokkur) ■ breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (Einar Kr. Guðfinnsson) GEIR HAARDE Átti umdeildasta frumvarp vetrarins. GUÐNI ÁGÚSTSSON Náði ekki fram breyting- um á lax- og silungs- veiðilögum. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Fékk lögunum um umhverfismat ekki breytt. STURLA BÖÐVARSSON Er enn í basli með þriðju kynslóð farsíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.