Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 22
22 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ AFMÆLI
Helen Keller dó fyrir 36 árum íWestport, Connecticut, þá 87
ára. Þrátt fyrir að vera bæði blind
og heyrnarlaus varð hún fræg
sem rithöfundur.
Hún fæddist árið 1880 í Ala-
bama en veiktist á ung af skarlat-
sótt með þeim afleiðingum að hún
missti bæði heyrn og sjón. For-
eldrar Helen fengu kennara til sín
sem kenndi henni tjáskipti með
snertingu og notkun stafrófsins.
Þrátt fyrir að hafa enga tilfinn-
ingu fyrir skrifuðu máli og aðeins
örlitla fyrir töluðu máli liðu ekki
nemar nokkrir dagar áður en hún
lærði fyrsta orðið, vatn. Helen út-
skýrði seinna upplifunina, hún
komst að því að vatn væri þetta
dásamlega kalda sem færi flæð-
andi yfir höndina á henni.
Helen lærði síðan fleiri og
fleiri orð og að lokum var orða-
forðinn nægur og hún byrjaði að
lesa orð skrifuð upphleypt á töflu.
Hún gaf út ótal bækur hélt
fyrirlestraröð um Bandaríkin
með hjálp túlks. Fyrir starf sitt í
þágu blindra og heyrnarlausra
var henni veitt frelsisorða árið
1968 af forseta Bandaríkjanna,
Lyndon B. Johnson
Helen skrifaði eitt sinn að líf
hennar hefði verið hamingjusamt
sökum þess að hún ætti yndislega
vini og hefði haft nóg af skemmti-
legum verkefnum að vinna að.
Einnig skrifaði hún að sjaldan
leiddi hún hugann að takmörkun-
um sínum og aldrei hefðu þær
gert hana dapra. ■
■ ANDLÁT
Björg Magnúsdóttir Thoroddsen lést
fimmtudaginn 27. maí.
Guðrún Jónsdóttir, Hrafnistu, áður Ljós-
heimum 16, Reykjavík, lést föstudaginn
28. maí.
Jón E. Guðmundsson, myndmennta-
kennari og brúðuleikhúsmaður, lést
föstudaginn 28. maí.
Helga Birna Þórhallsdóttir, Langholts-
vegi 108b, Reykjavík, lést miðvikudaginn
26. maí.
Marinó Jónsson, Höfðahlíð 1, Akureyri,
lést þriðjudaginn 18. maí. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Sigurður B. Magnússon, fyrrum skip-
stjóri og útgerðarmaður, (Siggi á Nýja
landi), Faxabraut 13, Keflavík, áður
Kirkjuteigi 1, lést föstudaginn 28. maí.
Þórunn Jónsdóttir, fyrrum kennari,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til
heimilis á Sléttuvegi 13, er látin.
■ JARÐARFARIR
10.30 Unnur Sigurðardóttir, Laufásvegi
25, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
11.00 Guðmundur Sigurður Sigurjóns-
son, Fagrabæ 1, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Árbæjarkirkju.
13.30 Árni Jón Halldórsson, Akurgerði
22, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju.
13.30 Stefanía Gísladóttir verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Ríkey Ingimundardóttir myndlistarkona
er 62 ára.
Jörundur Áki Sveinsson knattspyrnu-
þjálfari er 33 ára.
Jón Jósep Snæbjörnsson söngvari er
27 ára.
Linda Vilhjálmsdóttir, rithöf-undur, er 46 ára í dag. Hún
býst við innrás frá fjölskyldu
sinni í tilefni dagsins og verður
því vel undirbúin.
„Ég held alltaf lítið fjölskyldu-
kaffi því að ég er búin að upp-
götva það í gegnum árin að þau
koma hvort sem er,“ segir Linda.
„Þannig að það er eins gott að
vera búin að skella í eina eða tvær
kökur.“
Linda sá sér til óvæntrar
ánægju í afmælisdálki sjón-
varpsvísisins á dögunum að jafn-
aldra hennar væri 44 ára en ekki
46. Það iljaði henni mikið um
hjartarætur. „Ég var rosalega
glöð og hugsaði með mér að ég
væri ekki nema 44 ára. Ég lifði á
því í tvo daga,“ segir hún.
Aðspurð segir Linda að sumar-
ið sé eins og opin bók hjá sér og
ekkert frí hafi verið ákveðið. „Ég
hef verið að bíða eftir að Alþingi
Íslendinga ljúki svo ég geti kom-
ist til sólarlanda eða eitthvað ann-
að. Davíð hefur stjórnað lífi mínu
undanfarna daga þannig að ég hef
ekki getað pantað neinar ferðir
heldur setið og slefað yfir tilboð-
unum á netinu.“
Linda á sér mörg eftirminnileg
afmæli en það fertugasta var
vafalítið það sérstæðasta. „Þegar
ég var fertug ákvað ég að halda
ekki upp á afmælið heldur gifta
mig í staðinn og gerði það með
pomp og prakt þann 6. júní. Ég
uppgötvaði að ég væri orðin svo
gömul að ef ég ætlaði að gifta mig
með stæl í kjól og hvítu og vera
eins og prinsessa þá væri þetta
síðasti séns.“
Þennan mánaðardag 54 árum
áður átti sér stað annar merkur
atburður þegar bandamenn réð-
ust inn í Normandí á D-deginum
fræga. Linda á aftur á móti von á
annars konar innrás í dag og er
við öllu búin.
freyr@frettabladid.is
AFMÆLI
LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR
■ heldur upp á 46 ára afmælið sitt
í dag. Hún er viðbúin innrás frá
fjölskyldu sinni.
RON WOOD
Gítarleikari Rolling Stones er 57 ára í dag.
Ron er ennþá í fullu fjöru með hljómsveit-
inni en sveitin fór í mikla tónleikaferð um
heiminn á síðasta ári.
1. JÚNÍ
HELEN KELLER
Hún gat sér gott orð sem rithöfundur og
fyrirlesari þrátt fyrir mikla fötlun. Hún lést
fyrir 36 árum.
Heyrnarlaus og blindur rithöfundur
HELEN KELLER
■ Gaf út bækur og hélt fyrirlestra
þrátt fyrir fötlun sína.
1. JÚNÍ 1968
Fjölskylduinnrás á afmælisdeginum
Sumarstarfsemi Árbæjarsafnshófst í gær, á annan í hvítasunnu.
Hestvagn var á ferð um safnsvæðið
auk þess sem messað var í gömlu
safnkirkjunni. Sérstök leikjadagskrá
var fyrir börnin og teymt undir þau
við Árbæinn. Húsfreyjan í Árbæ
bakaði lummur í tilefni dagsins og
handverksfólk var á baðstofulofti við
tóvinnu og roðskógerð. Veitingasala
var í Dillonshúsi, þar sem boðið var
upp á ljúffengar og þjóðlegar kaffi-
veitingar. Karl Jónatansson spilaði á
harmóníku við Árbæ og Dillonshús.
Að sögn Gerðar Róbertsdóttur
deildarstjóra verður dagskráin í
sumar fjölbreytt eins og venjulega
og reynt verður að hafa eitthvað fyr-
ir alla. „Við verðum með mikið
barnastarf í sumar og leggjum áher-
slu á að sinna börnunum vel. Við
erum bæði með sérstaka leikjadaga
og svo erum við með gamaldags leik-
föng úti á svæði, stultur, húllahring,
kassabíla og fleira dót,“ segir Gerður.
„Það sem er nýtt hjá okkur í sum-
ar er að við ætlum að vera með
grænmetismarkað á föstudögum
eftir hádegi. Þá er ókeypis inn á
safnsvæðið. Við höfum alltaf verið
með grænmetismarkað á haustin og
það hefur alltaf verið voða skemmti-
legt og skapast markaðsstemning
hérna. Við höfum fengið frábæra
grænmetisbændur til að skammta
grænmeti og það verður allt lífrænt
ræktað,“ segir hún og hlakkar mikið
til sumarsins. ■
SÖFN
ÁRBÆJARSAFN
■ Sumarstarfsemi Árbæjarsafns hefst á
annan í hvítasunnu. Þá verður safnið
opið kl. 10-17.
ÁRBÆJARSAFN
Sumarstarfsemi safnsins verður fjölbreytt. Sérstakir viðburðir eru alla sunnudaga og á
laugardögum er leikjadagskrá fyrir börn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÞORBJÖRN PÉTURSSON
Gullsmára 9, Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 26. maí,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. júní kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast
hans er bent á hjúkrunarheimilð Sunnuhlíð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Svanhvít Guðmundsdóttir
Guðrún J. Þorbjörnsdóttir, Jón Vilhjálmsson
Guðmundur Þorbjörnsson, Ingibjörg Þorfinnsdóttir
Oddrún Þorbjörnsdóttir, Gunnar Jónasson
Svanþór Þorbjörnsson, Petrína Ólafsdóttir
Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Stefán Daði Ingólfsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Sumarstarfsemi Árbæjarsafns að hefjast
LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR
Linda er að byrja á nýrri skáldsögu en
vill ekkert gefa upp um innihald hennar.