Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.06.2004, Qupperneq 10
Eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu var kjörsóknin í Evrópu- sambandskosningum frekar dræm eða um 43 prósent. Kjós- endur í mjög mörgum hinna 25 Evrópusambandslanda kusu frek- ar um innanlandsmál, heldur en Evrópumálin. En hvernig var þessu háttað í Finnlandi, í landinu sem hefur að mínu mati tekið for- ystuna í Evrópusambandsmálun- um innan Norðurlandanna? For- ystu sem undirstrikast af því að Finnland er eina landið á Norður- löndunum sem tekið hefur upp evrópska gjaldmiðilinn evruna. Því má segja að Finnland sé ekki hálfvolgt í Evrópusambandinu, eins og Svíþjóð og Danmörk. Finnskir stjórnmálamenn eru flestir mjög áhugasamir um Evr- ópusambandsmálin og telja að sambandið sé mikil lyftistöng fyr- ir Finnland til langs tíma litið. Eins og ég nefndi í grein minni í Fréttablaðinu 20. apríl sl. hefur Paavo Lipponen, fyrrum forsætis- ráðherra Finnlands og formaður Sósíaldemókrataflokksins, verið einn harðasti stuðningsmaðurinn í Evrópusambandsmálunum og hann gerir sér enn vonir um að hreppa toppleiðtogasæti innan ESB. Það er eins með Finna og al- menning í hinum Evrópusam- bandslöndunum að áhuginn á Evr- ópusambandsmálunum hefur ver- ið frekar lítill. En kosningaþátt- takan nú bendir þó til þess að áhugi finnsks almennings sé að glæðast í þessum efnum. Nú var kosningaþátttakan 41 prósent, en var aðeins um 30 prósent í kosn- ingunum 1999. En þrátt fyrir auk- inn áhuga í kosningunum nú hafa Finnar um allt annað en stjórnmál að hugsa um sumarmánuðina, þegar þorri landsmanna nýtur sumarsælunnar við finnsku vötn- in, og hálf milljón finnskra sumar- bústaða vítt og breytt um landið við strendur vatnanna segir sína sögu í því sambandi. Og þó Finnar fylgist ekki heldur með stjórn- málaþrasinu á Íslandi, þá eru þeir engu að síður áhugasamir um Ís- land, og þá fyrst og fremst um umverfi landsins og mjög margir vilja sækja landið heim. Í því sam- bandi hef ég sjálfur stuðlað að slíkum heimsóknum og hef ég far- ið með þrjá finnska ferðahópa til Fróns. Alveg eins og í Evrópusam- bandskosningunum 1999, þá skip- tu þrír stærstu stjórnmálaflokk- arnir í Finnlandi flestum þingsæt- unum á milli sín nú, fengu 11 sæti af 14 mögulegum. Á Evrópusam- bandsþinginu sitja 732 þingfull- trúar frá 25 löndum og hlutur Finna er aðeins 14 þingsæti. Sýn- ast mér þingsætin skiptast á milli landanna eftir íbúatölunnii í hver- ju landi fyrir sig. Í Finnlandi búa rúmar fimm milljónir manna og í hlut landsins koma 14 þingsæti á Evrópusambandsþinginu. Manni dettur þá í hug að velta fyrir sér hve mörg þingsæti Íslandi fengi, gerðist landið aðili að Evrópusam- bandinu. Í Evrópusambandskosn- ingunum í Finnlandi vekur nú at- hygli að atkvæðadrottningin, með yfirgnæfandi sigur yfir aðra frambjóðendur, er Anneli Jäätteenmäki með 149.105 at- kvæði. Eins og kunnugt er varð Anneli að segja af sér starfi for- sætisráðherra Finnlands síðasta sumar, eftir að hafa gegnt emb- ættinu í aðeins tvo mánuði, en hún var fyrsti kvenforsætisráðherr- ann í sögu landsins. Aðdragandi afsagnarinnar voru „leyniskjöl“ af fundi Bush og Lipponen í Was- hington vegna komandi innrásar í Írak, sem Anneli „veifaði“ í finnsku þingkosningunum vorið 2003. Upplýsingarnar höfðu lekið frá fyrrum aðstoðarmanni Finn- landsforseta til hennar. Finnskur almenningur virðist styðja Ann- eli, þrátt fyrir niðurlægjandi af- sögn hennar úr forsætisráherra- embættinu síðasta sumar. Fjöl- mörg dæmi sýna að almenningur í hinum ýmsu löndum er oft tilbú- inn að fyrirgefa stjórnmálamönn- um margvísleg afglöp, ef kostir þeirra vega þyngra en afglöpin, samanber kvennafar Bills Clint- ons, svo dæmi sé nefnt. Það er ljóst að stjórnmálaum- ræðan dettur ekki í neitt dúnalogn á Íslandi eða Finnlandi í sumar, en stundum dettur manni í hug að stóru málin gleymist, sérstaklega þegar maður er minntur á stærri vandamálin. Jón Ormur Halldórs- son skrifaði í Fréttablaðið 9. júní sl. um utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Hann skifaði m.a. að hag- fræðingurinn Jeffrey Sachs, telji að bjarga megi einni milljón mannslífa (aðallega börnum) á ári með því að veita þremur milljörð- um dollara til baráttu gegn malar- íu. Þessi upphæð nemur um það bil tveimur prósentum af kostnað- inum við stríðið í Írak. Svona töl- ur ættu vissulega að vekja alla menn til alvarlegrar umhugsunar. ■ Sigurinn unninn? Áður fyrr var staðan sú í þjóðfélaginu að ekki giltu sömu reglur fyrir alla. Það varð til þess að fólk fór að berjast fyrir jöfnum rétti og fyrir því að litið yrði framhjá kyni, kynþætti og kynhneigð svo að hver ein- staklingur yrði metinn að eigin verðleik- um. María Margrét Jóhannsdóttir á frelsi.is. Kristinn í boltann Kristinn R. Ólafsson í Madríd er einn stórkostlegasti fjölmiðlamaður landsins. Það er hneisa að RÚV skuli ekki hafa sent hann til Portúgal til að lýsa fótbolta- leikjunum. Ég er viss um að það hefðu orðið æðislegar lýsingar og mun gáfu- legri en þessi endalausa froða sem velt- ur úr görmunum sem nú eru í þessu. Af hverju þurfa þeir alltaf að vera að tala. Þetta er ekki útvarp strákar. Gunnar Lárus Hjálmarsson lýsir því á www.this.is/drgunni hversu þreyttur hann er á froðukenndum fótboltalýsingum. Tekið á útskúfun Það er orðið löngu orðið tímabært að við hugsum ekki bara um þá sem eru út- skúfaðir heldur lítum til þeirra sem út- skúfa. Við byrjum þá herferð með því að líta í eigin barm og tökum síðan virkan þátt í þróun samtímans. Björk Vilhelmsdóttir fjallar um neyslusamfélagið og þá sem verða undir í lífsgæðakapphlaupinu á www.vg.is/postur/. Má almenningur ekki eig’ann? Þeim sem finnst óeðlilegt, og í raun ótækt, að fyrirtæki í eigu hins opinbera skuli vera í beinni samkeppni við fyrirtæki á markaði og veiti áhættufé í óarðsaman rekstur sem ekki hefur fengist fjármagnaður í einkageiranum, eins og Orkuveitan hefur gerst sek um upp á síðkastið, eiga væntanlega ekki orð yfir nýjasta útspili stjórnarformanns fyrirtækisins: Hugmyndum um að Orkuveitan kaupi Landssíma Íslands - fyrirtæki sem hefur beð- ið þess í nokkurn tíma að komast á almenn- an markað og er í harðri samkeppni. Brynjólfur Stefánsson á deiglan.com. Það er af sem áður var Alla tíð hefur það þótt hin mesta niðurlæg- ing að verða að segja sig á sveitina. Kannski hefur það breyst eitthvað hin síðari ár, enda hefur fjöldi þeirra sem njóta greiðslna úr al- mannatryggingakerfinu aldrei verið meiri og fer fjölgandi og sífellt fjölgar þeim sem fara út af vinnumarkaðnum. Gestur Guðjónsson á www.suf.is Lesendur bíða spenntir Lesendur verða að bíða enn um sinn eft- ir greininni „Fólkið hefur talað“ sem ég ætlaði að skrifa eftir að hafa lesið leiðara Morgunblaðsins á mánudag. Þar var Styrmir Gunnarsson að kvarta undan þeirri tegund manna sem kallast „álits- gjafar“. Hann hefur sjálfur skrifað um pólitík í Moggann í fjóra áratugi – en það telst líklega ekki vera álitsgjöf? Styrmir lagði svo út af þremur aðsendum grein- um sem birtust í blaðinu um helgina og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri „fólkið“ loks farið að tala. Mér sýndust greinarnar bera öll merki þess að vera skrifaðar inni á flokkskontór. Egill Helgason á www.strik.is. En má fólkið fara í þjóðbúninginn? Allar fullyrðingar um að setja verði sér- stakar skorður við að hingað til lands flytjist litað fólk ber því að fordæma. Sérstaklega ber m.a. að gjalda varhuga við þeim rökum gegn innflutningi fólks, sem þannig er af náttúrunnar hendi, að menning þess sé svo ólík okkar að hún geti haft skaðleg áhrif á íslenska menn- ingu. Hafa ber í huga að íslensk menn- ing á sér alveg framtíð þó að ekki verði gripið til þess heimskulega ráðs að ein- angra hana frá umheiminum. Þórður Sveinsson skrifar á www.mir.is. Skynsamar konur Í Englandi voru það kvennahreyfingar sem komu að grasrótarbaráttunni og kenndu körlunum í öðrum starfshópum, eins og friðarhreyfingunni, að ákvarð- anataka innan hópanna verður að fara fram þannig að allir séu sáttir. Kvenna- hóparnir höfðu engar stjörnur og enga leiðtoga heldur unnu þær saman á an- arkíska vísu og hélst þannig á sínu fólki. Sigurður Harðarson segir fólki hvað hann lærði á námskeiði um borgaralega óhlýðni á www.helviti.com/punknurse/. Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sam- mála henni. Formaður nefndarinn- ar, Davíð Þór Björgvinsson pró- fessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjöl- breytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frek- ar þegar „...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska út- varpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar...“ Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalög- um sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. For- sætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félags- ins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifarík- ari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjöl- miðlum leiði til fábreyttrar fjöl- miðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðis- flokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildar- mönnum sínum í helstu yfirmanna- stöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigenda- valds sem er miklu sterkara en eig- endavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almanna- útvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt að- hald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri regl- ur sem tryggja sjálfstæði rit- stjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópu- ráðið mælir sterklegast með þess- ari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geð- þóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neyt- endur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverj- ir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofn- unar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifa- mikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrir- tækjum sínum. Baugur og Norður- ljós koma að sjálfsögðu upp í hug- ann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishöml- ur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppn- isstofnun verði stórlega efld og úr- ræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Sam- keppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjöl- miðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldis- fullu geðþóttalög forsætisráðherr- ans. ■ „Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukk- an sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur til miðnættis.“ Svo segir í 3. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fána- tíma en úrskurðurinn á sér stoð í 7. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldar- merkið. Ástæða þess að þetta er tíundað hér er frétt sem birtist á mbl.is á dögunum þess efnis að lögreglumenn í eftirlitsferð um vesturhluta Reykjavíkur hafi séð fána á stöng klukkan tvö að nóttu og tekið hann niður eins og lög gera ráð fyrir. Einnig sagði að talsvert væri um að fólk hirti ekki um að draga fánann niður á tilsettum tíma og yrðu lögreglumenn því að gera það fyr- ir það. Það er náttúrlega ekki hægt að horfa upp á fána í stöng, löngu eftir að bannað er að flagga. Í fréttinni sagði raunar einnig að fyrirtækið mætti eiga von á innheimtuseðli frá lög- reglunni næstu daga en ómögulega gekk að fá staðfestingu á því, þrátt fyrir samtöl við starfsmenn þriggja deilda Lögreglunn- ar í Reykjavík. Þeir tjáðu mér raunar að aldrei hefði verið sektað fyrir brot á fána- lögum og töldu ólíklegt að svo yrði í þetta sinn. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína voru sjálf lög- in. Hvers vegna ætli þau séu svona? Hvers vegna má fáni ekki vera við hún eftir mið- n ætti? Við því fengust ekki nákvæm svör en nokkrir vísir og mætir menn sem ég ræddi við töldu að ástæðan væri fyrst og fremst sú að fánanum væri sýnd ákveðin virðing með að draga hann að og af húni með sérstökum athöfnum á tilteknum tímum. Þeir töldu líka að jafnan sæist fán- inn ekki nógu vel að næturlagi og því til lít- ils að flagga honum og ennfremur sögðu þeir að með því að draga hann reglulega niður væri tryggt að fólk hugsaði vel um fánana sína og því síður hætta á að slitnir og upplitaðir fánar sæjust um borg og bý. (Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja mis- skilning, að þeir vísu og mætu menn sem ég ræddi við eru ekki sömu vísu og mætu menn sem forsætisráðherra fékk til að véla um þjóðaratkvæðagreiðsluna margræd- du.) Allt eru þetta ágætis rök, nema þá helst þau að fáninn sjáist illa eða ekki yfir hánóttina. Það á í öllu falli ekki við um bjartar sumarnætur eins og nú ríkja. Hvað væri nú að því að sjá stöku fána í stöng þó klukkan sé þrjú um nóttu? Varla nokkur skapaður hlutur. Það væri þvert á móti vinalegt að sjá þetta óumdeilda og, að sumra mati, eina sameiningartákn þjóðarinnar á stöku stað á milli miðnættis og sjö á morgnana og sjálfsagt efldi það þjóðernisvitund næturhrafna sem þó yrðu að hafa hugfast að: „Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki,“ eins og segir í lögunum. ■ Er nóttin óæðri deginum? 20. júní 2004 SUNNUDAGUR10 Fjórar leiðir Samfylking- arinnar um fjölmiðlun BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON MYNDLISTARKENNARI FINNLANDI UMRÆÐAN KOSNINGAR Í EVRÓPU Í Evrópusambands- kosningunum í Finn- landi vekur nú athygli að atkvæðadrottningin, með yfirgnæfandi sigur yfir aðra frambjóðendur, er Anneli Jäätteenmäki með 149.105 atkvæði. Eins og kunnugt er varð Anneli að segja af sér starfi forsætisráðherra Finn- lands síðasta sumar, eftir að hafa gegnt embættinu í að- eins tvo mánuði. ,, SMÁA LETRIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON LES FÁNALÖGIN Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðla- fyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætis- ráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. ,,ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN SAMÞJÖPPUN EIG- ENDAVALDS AF NETINU Atkvæðadrottningin Anneli Jäätteenmäki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.