Fréttablaðið - 20.06.2004, Síða 38

Fréttablaðið - 20.06.2004, Síða 38
Dorrit smellti sér á jakkann Hæð: 193 cm. Augnlitur: Gljáeygður. Starf: Skrifari. Stjörnumerki: Meyja. Ég vil vekja athygli á að Nick Cave er líka meyja. Það er ekkert að því að vera meyja. Hjúskaparstaða: Þurfandi. Hvaðan ertu? Stórborgarbarn úr smábænum Reykjavík. Helsta afrek: Vonandi að hjálpa til við að opna fyrir umræðu um fordóma í þjóðfélaginu. Helstu veikleikar: Að botna ekkert í heimi þar sem allt gengur út á peninga. Helstu kostir: Hefur maður einhverja kosti í sjál- fu sér? Skiptir ekki meira máli hvað maður gerir? Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Simpsons er enn- þá beittasta þjóðfélagsádeilan. Og Spaugstof- an. Merkilegt samt að enginn hafi tekið við. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Tvíhöfði drottnar enn. Og Freysi og félagar á Rás 2 berjast hetjulega gegn ládeyðunni. Uppáhaldsmatur: Eldsmiðjupitsur með snigl- um. Ég ber samt mikla virðingu fyrir sniglum. Uppáhaldsveitingastaður: Zetorinn í Helsinki. Góðir traktorar, vondur matur. Uppáhaldsborg: Helsinki. Uppáhaldsíþróttafélag: Orðin uppáhalds og íþróttir eru mótsögn hvað mig varðar. Mestu vonbrigði lífsins: Að vaxa úr grasi og komast að því að leikskólalögmálin gilda ennþá. Hobbý: Að rokka með Ríkinu. Viltu vinna milljón? Það fer eftir því á hvaða forsendum og úr hvaða vasa. Jeppi eða sportbíll: Nei takk, ég er á hjóli. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Rithöfundur eða rokkstjarna. Ég er enn að stækka en þetta stendur á sér. Skelfilegasta lífsreynslan: Að fæðast. Ég org- aði og grét en enginn hafði samt fyrir því að skila mér tilbaka. Hver er fyndnastur? Annað hvort Örn Árna- son sem Davíð Oddsson eða Davíð sjálfur. Það er hörð samkeppni. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Ég er farinn að verða spenntur fyrir konum í fötum, þar sem þær eru farnar að vera sjaldgæf sjón í sjón- varpinu. Konur í föt! Trúir þú á drauga? Það sem mig langar til að vita er hvort draugur Reagans sé kominn á Höfða. Draug Reagans heim! Hvaða dýr vildirðu helst vera? Snigill. Hinn eilífi ferðalangur með heimilið á bakinu og það er ferðin sjálf sem skiptir máli því tak- markinu verður aldrei náð. Sniglar eru afar rómantísk dýr. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Snigill á Eldsmiðjupitsu. Áttu gæludýr? Ég átti kött sem hét Ramses en ég hef ekki séð hann lengi. Ég vona að hann hafi allavegana fengið á’ann, eins og segir í laginu. Hvar líður þér best? Á dimmum bar í Helsinki, þegjandi með Lapin Kulta í hönd við undirleik harmonikkutónlistar. Besta kvikmynd í heimi: Weapons of Mass Distraction. Segir meira en hundrað orð um það hvernig hlutirnir raunverulega virka. Besta bók í heimi: Brave New World eftir Aldous Huxley. Það eina gagnlega sem ég las í skóla en hún bætir næstum því upp allt hitt. Því miður á hún betur við nú en nokkurn tíma. Næst á dagskrá: Að gera heiminn að betri stað. En ég þarf að fá mér eitthvað að éta fyrst. Líður best á dimmum bar í Helsinki 30 20. júní 2003 SUNNUDAGUR ... fær ÍSÍ fyrir Kvennahlaupið sem hlaupið var í 15 sinn í gær og er fyrir löngu orðið að föstum og árvissum viðburði í lífi kvenna á öllum aldri. HRÓSIÐ „Ólafur Ragnar Grímsson er verndari Grímunnar og því fannst mér þetta viðeigandi klæðnaður,“ segir leikarinn Ólafur Egill Egils- son en jakki hans vakti stormandi lukku gesta á Grímuverðlaunahá- tíðinni. „Ég kom auga á boli með mynd af Ólafi Ragnari í búð Jóns Sæmundar á Klapparstígnum og Jón var svo vinsamlegur að þrykkja spes fyrir mig jakka með mynd af forsetanum. Ég vissi að Ólafur Ragnar tæki þessu ekki illa og Dorrit hló að þessu í bak og fyrir. Henni fannst Ólafur bæði sætur og unglegur á myndinni og er víst búin að panta sér einn jakka sjálf,“ Ólafur Egill var tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki á Grímunni fyrir frammistöðu sína í leikritinu Brim eftir Jón Atla Jónasson. Hann heldur nú utan ásamt Vesturportinu til að sýna verkið. „Við erum að fara á leik- listarhátíð í Frankfurt. Sérstök sendinefnd velur verk eftir ný leikskáld til sýningar á hátíðinni og það að vera valinn er svolítið eins og að komast í úrslitin á EM. Þetta er mikil upphefð fyrir Jón Atla Jónasson og það er allt borg- að undir okkur út en Eimskipafé- lagið studdi okkur líka og ætlar að flytja leikmyndina í heilu lagi með gámi til Frankfurt.“ Í haust býður aðalhlutverk í Þjóðleikhúsinu eftir Ólafi Agli en þar kemur hann til með að leika á móti bekkjarsystur sinni Arn- björgu Hlíf Valsdóttur. Leikarinn hyggur líka á áframhaldandi sam- starf við Jón Atla Jónasson. „Við erum miklir mátar og ég stefni að því að leikstýra litlu verki eftir hann í sumar með hópi ungs fólks sem kallar sig Reykvíska listaleik- húsið. Verkið heitir Krád plíser og er nokkurs konar úttekt á verslun- armiðstöðvarkúltúrnum sem er vel við hæfi því ég hef eytt töluverðum tíma í Smáralindinni í sumar og er þar að leggja lokahönd á leikmynd fyrir söngleikinn Fame áður en ég flýg til Frankfurt.“ ■ LEIKLIST LEIKARINN ÓLAFUR EGILL EGILSSON ■ var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Brimi en heldur nú með leikhópn- um til Frankfurt til að sýna á einni virt- ustu leiklistarhátíð Evrópu. ÓLAFUR EGILL EGILSSON Dorrit Moussaieff var ákaflega hrifin af uppátæki Ólafs Egils á Grímuverðlaununum en hann klæddist þar jakka með mynd af eiginmanni hennar Ólafi Ragnari. Bakhliðin Á VALI GUNNARSSYNI, RITSTJÓRA REYKJAVÍK GRAPEVINE „Þetta er sannkölluð veisludag- skrá, stanslausar uppákomur frá hádegi fram undir morgun,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason hjá Fjörukránni í Hafnarfirði. Vík- ingahátíðinni lýkur í dag með Sól- stöðublóti að hætti ásatrúar- manna. „Sólstöðunni verður hampað að heiðnum sið og mun Hilmar Örn Hilmarsson stjórna blótinu.“ Sólstöðublótið hefst klukkan 19.30 í kvöld en auk þess verður fjöldamargt á dagskrá. „Bardagar verða háðir, sönghópar taka lagið, leiksýningar settar upp og lista- menn höggva í steina og tré.“ Um hundrað útlendingar uppá- klæddir sem víkingar sækja hátíð- ina í ár en auk þeirra eru um 60 ís- lenskir víkingar á svæðinu. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð og heilu víkingafjölskyldurnar sem sækja hana. Áður héldu menn að þetta væri eintómt vopnaglamur, fyllirí og slagsmál en það er öðru nær,“ segir Jóhannes. Á hverju kvöldi hefur verði sungið við varðeld og blásið til dansleiks og verður ekki gerð und- antekning þar á í kvöld. Varðeld- urinn hefst klukkan 20 og dans- leikurinn að því loknu kl. 23. Jóhannes segir gaman að fylgj- ast með ungviðinu í Hafnarfirðin- um þessa dagana enda vinsælt að bera trjásverð og skjöld. „Börnin eru bestu vinir víkinganna og það er gaman að sjá þau koma hingað. Um þessar mundir borða þau kjöt- súpu og grillað lambakjöt í stað hamborgara og pitsu,“ segir Jó- hannes og hvetur hann alla til að láta sjá sig í Hafnarfirði í dag. ■ VÍKINGAHÁTÍÐ SÓLSTÖÐUBLÓT ■ verður að hætti ásatrúarmanna í Hafnarfirði í kvöld á Víkingahátíðinni. Dagskráin er fjölbreytt og geta allir fund- ið eitthvað við sitt hæfi. VÍKINGAR BERJAST Jóhannes segir mikið um að vera í Hafnarfirði í dag. Víkingar berjast, sýna listir sína og syngja. Víkingar eru bestu vinir barnanna ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Við Rauðavatn. 15 milljarða króna. 45 milljarða króna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.