Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 2
2 1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Landsbankinn og Íslenskir aðalverktakar: Fjögurra milljarða lánveiting VIÐSKIPTI Landsbanki Íslands og Ís- lenskir aðalverktakar hafa undir- ritað samninga um lánatöku hinna síðarnefndu að upphæð fjögurra milljarða króna. Um er að ræða endurfjármögn- un langtímalána Íslenskra aðal- verktaka og fjármögnun bankans á veltufjárþörf félagsins. Lands- bankinn mun að auki koma að fjármögnun á öðrum verkefnum fyrirtækisins, til dæmis vegna uppbyggingar byggingarreita fé- lagsins. Samhliða þessu voru und- irritaðir samningar um sölu Landsbankans á hlut sínum í Eign- arhaldsfélaginu AV ehf. til Eign- arhaldsfélagsins Gás ehf, eignar- h a l d s f é l a g s stjórnenda ÍAV. Bankinn eign- aðist hlut í Eign- arhaldsfélagi AV ehf. samhliða f j á r m ö g n u n bankans á yfir- töku starfs- manna ÍAV á fé- laginu vorið 2003. Að þessum viðskiptum lokn- um eru ekki eignatengsl milli Landsbankans og Íslenskra aðal- verktaka og er því lokið umbreyt- ingarferli fyrirtækisins sem hófst í maí í fyrra með kaupum á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðal- verktökum. ■ Jórdönsk ungabörn: Mega heita Saddam Hussain AMMAN, AP Jórdanska þingið felldi frumvarp sem bannar foreldrum að skíra börn sín nöfnum á borð við Osama bin Laden og Saddam Hussein í gær. Er þetta í annað sinn sem frumvarpið er fellt. Þingmenn höfnuðu frumvarpinu á þeim forsendum að það væri ekki lýðræðislegt, auk þess sem ekkert ríki í heiminum hefði sambærileg lög í gildi. Hefðu lögin gefið emb- ættismönnum leyfi til þess að hafna nöfnum sem þeir teldu hafa skaðleg áhrif á almenning. ■ Rannsókn í Afríku: Vítamín hægir mjög á HIV NEW YORK, AP Könnun meðal HIV- smitaðra kvenna í Tansaníu bendir til þess að dagleg neysla fjölvítamíns hægi á ferli HIV- veirunnar og minnki líkurnar á að veiran breytist í alnæmi um allt að helming. Læknar hafa lagt til að fjölvítamín verði not- að í baráttunni gegn alnæmi í Afríku meðan skortur er á lyfj- um gegn veirunni og segja að þannig megi einnig forðast aukaverkanir þar til veiran hef- ur þróast í alnæmi. Kostnaður væri þannig í lágmarki en myndi hjálpa mörgum einstak- lingum sem eru smitaðir af veirunni. Notkun vítamína kem- ur ekki að sama gagni á Vestur- löndum þar sem fólk þjáist síður af vítamínskorti en í Afríku. ■ „Plóma er fyrst og fremst ávöxtur.“ Íslenska verkið Plómur verður frumsýnt á Broad- way í næsta mánuði. Anna Rósa Sigurðardóttir samdi leikritið og leikur auk þess aðalhlutverkið. SPURNING DAGSINS Anna Rósa, er þetta útflutningsátak fyrir íslenskt grænmeti? Sektir i dómsal: Ósæmileg framkoma verjanda DÓMSMÁL Jón Egilsson héraðs- dómslögmaður var sektaður um fjörutíu þúsund krónur fyrir ósæmilega framkomu í réttarsal. Jón var verjandi rúmlega tvítugs manns sem var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir líkamsárás. Dómarinn í málinu segir Jón hafa virt að vettugi ábendingar dómara um að gæta að laganna reglum við spurningar sínar til vitna. Hann greip ítrekað fram í fyrir vitnum og dómara og gerði dómara upp skoðanir. Þá truflaði hann yfirheyrslur fulltrúa ákæru- valdsins yfir vitnum. Maðurinn sem Jón varði var dæmdur fyrir fólskulega árás á mann sem hlaut sex sentímetra langan skurð á enni. ■ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Flott dagbók fyrir hressar galdrastelpur, stútfull af alls kyns skemmtilegu efni og dagbók frá og með 1. júlí '04 til 30. júní '05. Mögnuð dagbók! GENGIÐ FRÁ SAMNINGUM Fulltrúar Landsbanka Íslands og Íslenskra aðalverktaka voru kampakátir þegar gengið var frá samningnum. ALDRAÐIR „Það má augljóslega segja, að um sé að ræða ónóga virðingu fyrir einkamálum aldr- aðra, hvað þessa þætti snertir,“ sagði Viðhjálmur Árnason, pró- fessor í heimspekideild Háskóla Íslands, um atriði sem koma fram í könnun, sem hann og Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent, gerðu á sjálfræði aldraðra á fimm öldrunarstofnunum. Niðurstöð- urnar hafa þau gefið út á bók sem nefnist Sjálfræði og aldraðir. Atriðin sem Vilhjálmur nefnir sem dæmi eru annars vegar svör við spurningum um hvort starfs- fólk bankaði þegar það kæmi inn til fólksins. Innan við 50% svör- uðu, að allir starfsmenn gerðu það. Einnig var spurt hvort starfs- fólk spyrði um leyfi áður en það opnaði hirslur viðkomandi. 55% svöruðu, að allir gerðu það. 9% sögðu að enginn gerði það. Þá kemur fram, að fólk ræður því yf- irleitt ekki hvenær það fer í bað, eða 63% og um 11% svarenda ráða því ekki hverju þeir klæðast. Taka ber fram að 22% svarenda þurfa aðstoð við að klæða sig. Vilhjálmur sagði að spurt hefði verið um frumatriði daglegs lífs. Auk tilhögunar þess hefði fólkið verið spurt hvort það vildi ráða meiru um tiltekin atriði. „Það er ekki ljóst að fólkið kjósi endilega að ráða meiru um þessi atriði heldur en það gerir, miðað við hvernig það svarar,“ sagði hann. „Hins vegar kemur það nokkuð á óvart að ekki skuli tekið meira tillit til óska þess og venja en virðist vera gert, en líka hitt að fólkið sjálft hafi ekki meiri áhuga á að ráða meiru um umhverfi sitt heldur en raun ber vitni. Meðan fólk er heima hjá sér, vill það eðlilega ákveða sjálft, en svo virðist snúið við blaðinu þegar það er komið inn á stofnun, þó að hún sé heimili þess. Þetta viðhorf hefur verið kallað „hlédrægnis- kenningin“ eða hugmyndin um „áhyggjulaust ævikvöld“. Þá virð- ist sem fólk sé komið til þess að láta sjá um sig. Þetta viðhorf sem finna má bæði hjá vistmönnum og starfs- fólki er eflaust ein meginskýring- in á þeim niðurstöðum sem við fengum. En það getur verið bjarn- argreiði við fólk að ganga undir því. Rannsóknir benda til þess að þessi hlédrægniskenning og um- sjárhugmynd flýti fyrir hrörnun. Fólki líður betur ef það er virkara og meiri þátttakendur í sínu um- hverfi. Hluti af því að virða fólk er að virða venjur þess. Sé litið til hluta eins og klæðnaðar, matar- æðis og fleira af því tagi, þá er það spurning um virðingu að koma til móts við venjur fólks á þessum aldri.“ jss@frettabladid.is ÖLDRUNARHEIMILI Aldraðir, sem dvelja á öldrunarstofnunum, kjósa ekkert endilega að ráða meiru heldur en þeir gera, samkvæmt niðurstöðum nýlega birtrar könnunar. Skortur á virðingu fyrir öldruðum Ónóg virðing fyrir einkamálum aldraðra á fimm öldrunarstofnunum og skortur á sjálfræði er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun. Æskilegt er að fólkið taki virkari þátt í sínu daglega umhverfi. BAGDAD, AP Írakar tóku lögform- lega við umsjá Saddams Hussein og ellefu náinna samstarfsmanna hans í gær. Bandaríkjamenn munu þó áfram sjá um gæslu Saddams, þar til Írakar eru tilbún- ir til þess að taka við henni. Búist er við að það geti tekið langan tíma. Þrátt fyrir það þýðir lögform- leg færsla Saddams í hendur Íraka að Saddam er ekki lengur stríðsfangi heldur sakborningur sem réttað verður yfir í samræmi við írösk lög. Þá þýðir tilfærslan að Saddam á rétt á verjanda. Þingfesting í máli Saddams fer fram í dag en búist er við að hann verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Salem Chalabi, sem leiða mun réttar- höldin, hitti Saddam og sam- starfsmenn hans í gær og kynnti þeim réttindi þeirra. Líklegt er þó að réttarhöld yfir Saddam hefjist ekki fyrr en árið 2005. Að sögn þjóðaröryggisráðgjafa Íraks verða réttarhöldin yfir Saddam sanngjörn, auk þess sem þeim verði útvarpað og sjónvarp- að í beinni útsendingu. Hann telur að rétturinn geti komist að þeirri niðurstöðu að dæma Saddam til dauða. ■ SADDAM HUSSEIN Fyrrverandi einræðisherra Íraks var handtekinn í desember. Hann var í umsjá Bandaríkja- manna en Írakar tóku við lögsögu yfir honum í gær. Saddam lögformlega í umsjá Íraka: Hugsanlega dæmdur til dauða Bresku sjóliðarnir: Teknir utan íranskra landamæra LONDON, AP Átta breskir sjóliðar, sem íranskar hersveitir segjast hafa handtekið innan landamæra Írans í síðustu viku, segja þeim hafa verið þröngvað inn í íranska lögsögu. Að sögn íranskra stjórnvalda komu sjóliðarnir í óleyfi inn fyrir landamæri landsins. Því vísa sjóliðarnir á bug að sögn varnar- málaráðherra Bretlands. Þeir hafi verið utan landamæra Írans þeg- ar þeir voru handteknir. Þá líta bresk stjórnvöld alvarlegum aug- um að skip og búnaður sjóliðanna er enn í höndum íranskra stjórn- valda. ■ Sádi-Arabía: Skotnir til bana á götum úti RIYAD, AP Lögregluþjónn og tveir vígamenn létust í skotbardaga sem braust út á götum Riyad, höf- uðborgar Sádi-Arabíu, í gær. Slíkt ofbeldi hefur færst í aukana í Sádi-Arabíu á síðustu mánuðum. Atvikið átti sér stað í kjölfar tilboðs stjórnvalda í síðustu viku. Vígamönnum á flótta undan lög- reglu er þar lofað að þeir fái ekki dauðadóm gefi þeir sig fram við lögreglu. Ekki er vitað hvort árásar- menn gærdagsins voru á lista yfir hættulegustu hryðjuverkamenn landsins en leitað hefur verið þeirra vegna fyrri árása.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.