Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 175 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 13 stk. Iðandi líf í Mílanó BLS. 2 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 1. júlí, 183. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.06 13.32 23.56 Akureyri 1.59 13.16 00.30 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Hörður Bragason organisti í Grafarvogs- kirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. „Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af út- lendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bíl- arnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hár- rétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni ein- dregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri.“ ■ Eftirminnileg ferð: Fjólubláir útikamrar á Akureyri heimili@frettabladid.is Stórútsala er nú í Ikea í Holtagörðum því verið er að rýma fyrir nýjum vörum. Þarna eru smáir og stórir hlutir seldir á niðursettu verði þessa dagana og nem- ur afslátturinn frá 10 upp í 40%. Alls eru um 1000 vörutegundir sem falla í þennan útsöluflokk og stöðugt er bætt inn nýjum ef aðrar klárast. Útsalan stendur til og með 18. júlí. Dæmi um útsöluvarning er skóhorn og mjólkurþeyt- ari, hvort tveggja á 990 kr. Miele-ryksugurnar hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir bæði af- köst, formfegurð og þægindi í notkun. Nú eru Miele Tango ryksugur með 1.600 vatta mótor í rauðum lit á tilboði hjá versluninni Eirvík. Ryksugunum fylgir ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta. Ryksugurnar voru á 21.300 krónur en kosta nú 14.910 krónur. Tilboð þetta gildir á meðan birgðir endast. Hægt er að kaupa Miele-ryksugupoka hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Melabúðinni í Reykjavík og hjá Eirvík Suðurlandsbraut 20. Í Fálkahúsinu við Suðurlands- braut 8 í Reykjavík hefst rýming- arsala í dag sem stendur til 12. júlí. Þar er til dæmis hægt að fá ýmsa aukahluti fyrir farsíma eins og fronta, hleðslutæki, hlustur, handfrjálsan búnað í bíl eða á göngu á aðeins fimm hund- ruð krónur stykkið. Margar litríkar gerðir eru til dæmis til af frontum á farsíma og um að gera að koma símanum í lit svona um hásumar. Einnig er hægt að fá símtengi við útvarp þar sem hægt er að hlusta á viðmæl- andann í símanum í bíla- útvarpinu á aðeins fimm hund- ruð krónur. Rýmingarsalan er opin alla daga klukkan 11-18. Hörður Bragason man vel eftir fjólubláu útikömrunum á Akureyri. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR TILBOÐ Rafgirðingaefni, allt til rafgirðinga, hefð- bundnar rafgirðingar, randbeitargirð- ingar, ferðagirðingar tilvaldar í hesta- ferðalagið. Vélar og þjónusta Reykjavík sími 5 800 200. Akureyri sími 461 4040. BMW Z4. Nýskr: 07/2003, 3000cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Dökkblár, Ekinn 11 þ. Verð: 4.950.000. VG-370. B & L. S. 575 1230. www.sportvorugerdin.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA TILBOÐ o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.