Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 40
1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR12 Skagfirðingar eru gestrisnir og njóta þess að taka á móti góðum gestum. Sauðárkrókur verður miðpunktur alheimsins þegar Landsmót UMFÍ fer þar fram. Landsmót er bæði fjöl- breytt íþróttamót sem og menningarviðburður og er einstök upplifun. Það er stutt til Sauðárkróks frá öllum landshornum og aðstaða eins og best verður á kosið, veitingastaðir og verslanir hafa opið langt fram á kvöld og allt er til alls. Sauðárkrókur er góður kostur, skelltu þér þangað og njóttu helgarinnar. Ókeypis er á alla íþróttaviðburði og keppni á Landsmótinu, ókeypis er á allar kvöldvökur sem Landsmótsnefnd sér um og eins er ókeypis á tjaldsvæðið sem er í göngufæri frá íþróttaleikvanginum og miðbæ Sauðárkróks. Frábærir skemmtikraftar koma fram á kvöldvökum Landsmótsins. Ma. Karlakórinn Heimir • Álftagerðis- bræður • Auddi & Sveppi • Geirmundur Valtýsson • Solla Stirða • Á móti sól. • Vox Feminae • Stuðmenn • The National Danish Performance Team 24. Landsmót UMFÍ stærsta íþróttahátíð á Íslandi 8.-11. júlí 2004 á Sauðárkróki LANDSMÓT ...nú líður mér vel VELKOMIN KEPPNISGREINAR - Badminton - Blak - Borðtennis - Bridds - Dans - Dráttarvélaakstur - Fimleikar - Fjallahlaup - Frjálsar íþróttir - Glíma - Golf - Gróðursetning - Handbolti - Hestadómar - Hestaíþróttir - Íþróttir eldri ungmennafélaga - Íþróttir fatlaðra - Judo - Jurtagreining - Knattspyrna - Körfubolti - Lagt á borð - Línubeiting - Pönnukökubakstur - Siglingar - Skák - Skotfimi - Stafsetning - Starfshlaup - Sund - Æskuhlaup H V ÍT T & S V A R T Uppáhaldsbúðin þín? Ég eyði ábyggilega helming launa minna í að skrifa á mig föt hjá Lev- is. Svo er til mikið af skemmtilegu smádóti í Zöru sem ég bara verð að eignast. Hvað er skemmtilegast að kaupa? Mér finnst langskemmtilegast að kaupa bikiní en mesta úrvalið núna er í Top Shop og Miss Sel- fridge. Skórnir í Bianco eru líka flottir, ég fer ekki mikið út fyrir Smáralindina. Einhverjar venjur við innkaupin? Sé það og kaupi það, rosalega einfalt! Ég get verið algjör kaupsjúklingur. Kaupirðu í útlöndum? Já, ég reyni alltaf að komast í H&M verslanirnar og ef ég er stödd í stór- borg er gaman að finna litlu per- sónulegu búðirnar sem ekki eru til á Íslandi. Skemmtilegast finnst mér að versla í New York og ef ég ætti pen- inga væri ég auðvitað á 5th Avenue. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum? Já! Kaupvenjur Chloé Opheliu: Sé það og kaupi það! VISSIR ÞÚ ... ...að ein milljón Bandaríkjamanna byrjar að reykja á hverju ári? ...að Mikki Mús fékk 800.000 aðdá- endabréf árið 1933? ...að í meðalsúkkulaðistykki eru átta skordýrafætur? ...að aðeins ein manneskja af tveim milljörðum mun lifa í 166 ár eða lengur? ...að sjötíu prósent auðveldara er að klippa hár ef það er látið liggja í heitu vatni í tvær mínútur? ...að fjöldi bíla á jörðinni eykst þris- var sinnum hraðar en mannfjöldinn? ...að með því að skella höfðinu við vegg þá brennir þú 150 kaloríum á klukkutíma? ...að þrettán manneskjur deyja á hverju ári vegna þess að sjálfsali hef- ur dottið ofan á þær? ...að 50.000 jarðskjálftar verða á jörðinni á ári hverju? ...að meðalísjaki er tuttugu milljón tonn? ...að meðalmanneskja hringir 1.140 símtöl á ári? ...að rétthent fólk lifir að meðaltali níu árum lengur en örvhent fólk? ...að fjórðungur beinanna í mannslík- amanum eru í fótleggjunum? ...að meðalmanneskju dreymir drau- ma oftar en 1.460 sinnum á ári? ...að meðalmanneskja hlær fimmtán sinnum á dag? ...að flestar kleinuhringjabúðir í heiminum eru í Kanada miðað við höfðatölu? ...að flestar kirkjur á fermetra eru á Jamaíka? ...að þjóðsöngur Grikkja er 158 vers? ...að Búlgarar borða mest af jógúrti í heiminum? Blómið: Gulmaðra Gulmaðra hefur stundum verið nefnd ólúa- gras því Eggert Ólafsson orti um hana: „Maðran örþreyttum léttir lúa.“ Hún er nefnilega ein þeirra jurta sem nota má til lækninga. Te af henni þykir hafa góð áhrif gegn sinateygjum og duft af rót og blöðum stemmir líka blóð úr sárum. Auk þess var rótin notuð til litunar. Gulmaðra vex á þurr- um og sólríkum stöðum. Hún er algeng um allt land og blómgast í júní og júlí. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.