Fréttablaðið - 01.07.2004, Side 17

Fréttablaðið - 01.07.2004, Side 17
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2004 ■ SPÁNN Heilbrigðisstofnun Suð- urlands Fimmtán sóttu um HEILBRIGÐISSTOFNUN Fimmtán sóttu um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. september 2004 þegar heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi verða sameinaðar undir eina stjórn. Umsækjendur eru: Ari Nyysti, Finnlandi, Árni Gunnarsson, Hveragerði, Ester Sveinbjarnadóttir, Reykjavík, Gísli Erlendsson, Reykjavík, Gísli Krogh, Kópavogi, Holberg Másson, Reykjavík, Hugrún Valgarðsdóttir, Reykjavík, Jóhann Ólafsson, Höfn, Jóhann Þorvarð- arson, Reykjavík, Kristbjörn J. Bjarnason, Sauðárkróki, Kristín S. Þórarinsdóttir, Þorlákshöfn, Magnús Skúlason, Kópavogi, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Reykjavík, Stefán Guðmundsson, Þorlákshöfn, Sigurður G. Magnús- son, Reykjavík. Samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu mun þriggja manna hæfnisnefnd fara yfir og meta umsóknir um starf fram- kvæmdastjóra. Þegar fyrir liggur hverjir eru hæfir skilar nefndin heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra mati sínu á umsækjendum en ráðherra skipar síðan í stöðuna til fimm ára. ■ OFURHETJA Í SINGAPÚR? Leikari íklæddur búningi Köngulóarmanns- ins klifrar upp flugumferðarturn í Singapúr. Tilgangurinn var að kynna seinni myndina um ofurhetjuna, Spiderman 2. LIFÐI AF FALL AF FIMMTU HÆÐ Kona sem dvelur á hjúkrunar- heimili í Barcelona slapp ótrú- lega vel þegar hún datt af fimm- tu hæð heimilisins. Konan féll fram af svölum en lenti á þvotta- snúrum á jörðinni og lifði fallið af og hlaut ekki nema fótbrot af fallinu. Slökkviliðsmenn losuðu konuna af snúrunum og komu henni í læknishendur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.