Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Samfylkingin . Mette-Marit. Ómar R. Valdimarsson. Ákvað 14 ára að gerast Snigill „Það er nú ekki hægt að segja að við höfum neinn sérstakan áhuga á fótbolta en stundum dettur maður í þetta í hita leiks- ins þegar einhverjir stórvið- burðir eru í gangi eins og núna,“ segir Tvíhöfðinn Sigur- jón Kjartansson sem mun, ásamt félaga sínum Jóni Gnarr, lýsa úrslitaleik EM í knatt- spyrnu í beinni útsendingu á út- varpstöðvunum Skonrokki 90,9 og Xinu 977. Sigurjón segist aðspurður telja það fullvíst að þeir tví- höfðarnir séu töluvert betri íþróttafréttamenn en þeir sem hafa fulla atvinnu af því að lýsa leikjum og bætir við að þeir séu miklu betur máli farnir en þeir Hans Steinar bjarnason og Val- týr Björn Valtýsson sem alla jafna sjá um kappleikjalýsing- ar á Skonrokki. „Ég hef samt ekki hundsvit á fótbolta og kann hann ekki. Ég var meira að segja einu sinni beðinn að dæma fótboltaleik en varð frá að hverfa vegna kunn- áttuleysis.“ Sigurjón segir að hann og Jón muni gefa fleiri þáttum boltans gaum en gengur og ger- ist og útilokar ekki að þeir muni spá í útlit og fótaburð leika- manna. „Við förum yfir víðara svið en almennt þekkist. Við höfum gert þetta áður og það hefur alltaf mælst vel fyrir.“ Máli sínu til stuðnings bendir Sigur- jón á að þeir hafi lýst úrslita- leikjum í gegnum árin og skemmst sé að minnast lýsing- ar þeirra frá úrslitum HM árið 1998 og EM 2000. Útsendingin hefst klukkan 18.45 sunnudaginn 4. júlí og það er ekki annað að heyra á Sigur- jóni en hann sé býsna spenntur fyrir því að blanda sér aftur í spennuna á vellinum. ■ Eru betri en Valtýr Björn TVÍHÖFÐI Sigurjón Kjartansson segir þá félagana vera miklu betur máli farna en íþrótta- fréttamenn almennt. 46 1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ... fær Vátryggingafélag Íslands fyrir að standa fyrir þjóðarátaki gegn umferðarslysum fjórða árið í röð. HRÓSIÐ Ég ákvað þegar ég var 14 ára og las grein um stofnun Sniglanna að verða Snigill þegar ég yrði stór. Ég byrjaði strax að pæla í því sem stóð í greininni að ná þyrfti 13 undir- skriftum til að komast í hópinn,“ segir Dagrún Jónsdóttir en hún hefur verið í Sniglunum í 13 ár. Um þessar myndir eiga samtökin 20 ára afmæli og segir Dagrún tíma- mótanna minnst með ýmsum hætti. „Við héldum veglega sýningu í vor, vorum með dagskrá 1. maí og nú um helgina höldum við landsmót í Húnaveri.“ Dagný segir ekki aftur snúið eftir að gengið er í félagsskapinn. „Þetta heltekur flesta sem byrja. Jafnvel þó að fólk taki sér frí í ein- hvern tíma þá snýr það aftur að lokum.“ Þegar Dagrún byrjaði 20 ára gömul voru konurnar ekki margar en hún segir að þeim fari sífellt fjölgandi. Sniglarnir halda mikið hópinn, skemmta sér og hjóla saman. „Við tökum upp á ýmsu, höldum árshá- tíðir, jólaböll, landsmót og förum í ferðalög. Eins höfum við barist fyr- ir réttindum bifhjólafólks á Íslandi og unnið að öryggismálum.“ Sjálf er Dagrún forfallinn áhugamaður um Harley Davidson og er dugleg að taka við skemmd- um mótorhjólum til að gera upp. „Ég á elsta ökufæra mótorhjólið á landinu, 1931 árgerð af Harley. Ég starfræki líka Vélhjólaklúbb gaml- ingja en inngönguskilyrðið í hann er að eiga mótorhjól sem er 25 ára eða eldra,“ segir Dagrún og bætir því við að hún sé einræðisherra í þeim 40 manna hóp. Meðalaldur Sniglanna er sífellt að hækka og segir Dagrún ástæð- una fyrir því vera margþætta. „Tryggingarnar eru of dýrar fyrir ungt fólk og eins er þetta tískufyr- irbrigði hjá eldra fólki að keyra um á mótorhjóli. Við erum síðan alltaf að eldast.“ Dagrún segir ofurtöffarastimp- ilinn nánast vera farinn af mótor- hjólafólki á Íslandi og segir hún það hafa verið nauðsynlegt á sínum tíma. „Fyrstu árin var aðallega ungt fólk í Sniglunum og það var hrikalegur töffaraskapur í gangi. Við þurftum hins vegar að laga ímyndina þegar við fórum að vinna í auknu mæli að umferðarátökum og með hinu opinbera. Nú erum við hálfgerð englasamtök.“ Afmælislandsmót Sniglanna verður nú um helgina í Húnaveri og verður blásið til þriggja dans- leikja. Dagskráin hefst í kvöld og mun standa næstu þrjá daga. Fjór- ar hljómsveitir skemmta næstu kvöld, KFUM and the andskotans, Sniglabandið, Exitst og Dark Har- vent. ■ AFMÆLISÁR SNIGLARNIR ERU 20 ÁRA Í DAG. ■ Dagrún Jónsdóttir hefur verið Snigill í 13 ár og segir ekki aftur snúið, sláist maður í hópinn. FÓTBOLTI TVÍHÖFÐI ■ verður með beina lýsingu frá úrslita- leik EM. Þeir hafa ekki hundsvit á fót- bolta en láta það ekki á sig fá. DAGRÚN Hún hefur átt mörg Harley Davidson hjól á ferlunum. Elsta ökufæra hjólið er í eigu Dagrúnar en hún er dugleg við að koma löskuðum hjólum á götuna. í dag Gunnar milli giftir son sinn við Jökulsárlón Sonur Þorgerðar lék sér við Nistelrooy í Portúgal Christina stal senunni í Mílanó 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt:1þolinn,6ósa,7aá,8tt,9auð, 10suð,12rum,14kar,15gá,16al,17 átt,18laus. Lóðrétt:1þótt,2ost,3la,4nauðugt,5 náð,9aur,11vala,13mátt,14kal,17ás. Lárétt: 1 þrekmikilll, 6 reykja, 7 í röð, 8 tveir eins, 9 tóm, 10 daufur kliður, 12 bel- jaka, 14 ílát, 15 líta, 16 verkfæri, 17 stefna, 18 óbundin. Lóðrétt: 1 þó að, 2 mjólkurvöru, 3 tónn, 4 tilneytt, 5 miskunn, 9 for, 11 steinn, 13 kraft, 14 skemmd í túni, 17 goð. Lausn. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum og humarhátíð á Höfn Humarhátíð á Höfn verður haldin um helgina. Markaðstorg verður í Hornabæ, myndlistar- sýning Guðjóns Sigvaldasonar verður opin í Pakkhúsi, hljóm- sveitin Á móti sól mun skemm- ta, Karlakórinn Jökull tekur lagið, sérstök hátíðardagskrá verður á hátíðarsvæðiÝásamt mörgu fleiru. Þeir sem vilja kynna sér dagskrána betur er bent á vefinn hornafjordur.is Goslokahátíð í Vestmanna- eyjum verður haldin um helg- ina. Götuleikhúsið Ottó verður á ferðinni, opnaðar verða sýning- ar fjögurra listakvenna í Gall- erý Prýði, goslokamót Sjóstang- veiðifélags Vestmannaeyja mun fara fram, tónleikar verða í Stafkirkjunni, tríó sænsku söngkonunnar Annette Taranto flytur barokktónlist og margt fleira. Nánari dagskrá er á heimasíðunni vestmannaeyj- ar.is ■ VESTMANNAEYJAR Goslokahátíð verður haldin í Vestmannaeyjum um helgina HÁTÍÐIR HELGARINNAR ■ Humarhátíð verður haldin á Höfn um helgina á sama tíma og Eyjamenn minn- ast gosloka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.