Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 8
8 1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Dreifing herafla Bandaríkjanna: Uppstokkun væntanleg ÞÝSKALAND, AP Bandarísk stjórn- völd hafa tekið dreifingu herafla síns til rækilegrar endurskoðun- ar og munu innan skamms boða endurskipulagningu í þeim efn- um. Stjórnin er að fara yfir stöðu mála í heiminum í ljósi að- steðjandi hættu á nýjum stöðum eftir lok kalda stríðsins. Innan fárra vikna verður Bandaríkja- forseta kynnt skýrsla sem legg- ur til breytta dreifingu herafl- ans og nýjar áherslur. Í skýrsl- unni verður kveðið á um hvar bandarískt herlið verður dregið til baka eða fært til. Að sögn bandarískra yfirvalda hafa end- anlegar ákvarðanir ekki verið teknar í málinu. Ekki liggur fyrir hverjar helstu breytingar verða en lík- legt þykir að þær verði í Evrópu. Í byrjun júnímánaðar var til- kynnt að tveim herdeildum í Þýskalandi yrði skipt út fyrir fá- mennara lið sem auðveldara er að færa á milli staða. Líklegt þykir að Tyrkland verði ný mið- stöð fyrir herafla Bandaríkj- anna utan heimalandsins, en þaðan er auðvelt að flytja menn og vopn til Miðausturlanda. Bandarísk stjórnvöld fullyrða að ekki eigi að draga herlið burt úr Evrópu. ■ Þjóðarbókhlaðan lokuð á kvöldin Formaður Stúdentaráðs segir styttri afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunn- ar bakslag fyrir baráttu stúdenta fyrir betri aðgangi að Háskólanum. Rektor segir þjónustu aukast og Háskólann spara þrettán milljónir. MENNTAMÁL Afgreiðslutími Þjóðar- bókhlöðunnar verður styttur næsta haust vegna sparnaðarað- gerða Háskóla Íslands. Formaður stúdentaráðs segir skertan af- greiðslutíma á næsta skólaári al- gerlega óásættanlega niðurstöðu. Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, segir ekki ætlunina að skerða þjónustu við nemendur heldur auka hana. „Við ætlum að opna húsnæði Háskólans fyrir nemendur og veita þeim þar vinnuaðstöðu utan kennslutíma miklu meira en við höfum getað gert til þessa,“ segir Páll. Það hafi ver- ið erfitt þar sem öryggiskerfi hafi skort en það sé nú komið í lag. „Þetta er miklu ódýrari og hagkvæmari leið fyrir okkur til þess að veita nem- endunum vinnu- aðstöðu heldur en að greiða fjórtán milljónir til bóka- safnsins.“ Páll segir kostnað við aukinn opnunar- tíma bygginga Háskólans kosta rúma eina milljón króna. Jarþrúður Ás- mundsdóttir, for- maður Stúdentaráðs, segir ljóst að Háskóla Íslands munar um þrett- án milljónir. „Að gera þetta svona er þvílíkt bakslag í okkar baráttu. Það má spyrja sig að því í hvað peningarnir eigi að fara. Ég veit að það á eftir að klára ýmsa skrautmuni og skrautgrindur á Náttúrufræðihúsið og að það muni kosta um 20 milljónir. Ég veit að það er verið að íhuga að setja þær upp en það er ekkert verið að spá í það hvort stúdentar þurfi sína lesaðstöðu á kvöldin.“ Páll segir að aðgangurinn að öðrum byggingum Háskólans verði ekki óheftur. „Hann verður alla vega jafnrúmur ef ekki rýmri en hefur verið á bókasafninu.“ Páll segist vonast til þess að geta veitt fleiri nemendum lestrarað- stöðu við Háskólann. Jarþrúður segir mikla eftir- spurn eftir lesrýmum á kvöldin og ekki nóg pláss í byggingum Há- skólans. Þjóðarbókhlaðan sé besta lesaðstaða skólans og ótækt að henni verði lokað á kvöldin. gag@frettabladid.is BRYNDÍS HARÐARDÓTTIR Notar Þjóðarbókhlöðuna mikið. Hún segir aðra aðstöðu ekki sambærilega. Styttri afgreiðslutími: Afturför MENNTAMÁL „Þetta er mikil aftur- för,“segir Bryndís Harðardóttir, annars árs nemi í hagfræði, um styttri afgreiðslutíma Þjóðarbók- hlöðunnar. „Lokunin hefur rosa- lega slæm áhrif.“ Bryndís segir að Oddi sé bygg- ing viðskipta- og hagfræðideildar. „Þar er ekki góð aðstaða til að lesa og einbeita sér í ró og næði. Þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bryn- dís segir að nemendur hafi barist fyrir því að halda byggingunni op- inni fram á kvöld undanfarin ár. „Nú er þetta tekið til baka.“ ■ Sjö milljarða króna halli: Viðskiptahalli við útlönd HAGSTOFAN Halli var á vöruviðskipt- um við útlönd um 3.768 milljónir króna í maí síðastliðnum. Í apríl í fyrra voru viðskiptin óhagstæð um 1.773 milljónir á sama gengi. Fyrstu fimm mánuði ársins var sjö milljarða króna halli á vöruvið- skiptum við útlönd en í fyrra var hann hagstæður um 2,4 milljarða. Útflutningur jókst um 4,4 prósent fyrstu fimm mánuðina en innflutn- ingur um 16,8 prósent á sama gengi. Af 13,6 milljarða króna aukningu á innflutningi fyrstu fimm mánuði ársins er helmingur aukinn inn- flutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum. ■ GUNNAR PÁLL BALDVINSSON Segir menn vana skertri þjónustu í Háskól- anum. Styttri afgreiðslutími: Orðinn vanur MENNTAMÁL „Þetta er skert þjónusta sem er hugsanlega eitthvað sem menn eru orðnir vanir hér í skólan- um,“ segir Gunnar Páll Baldvinsson sem lokið hefur stjórnmála- og sagnfræði og hefur nám í lögfræði næsta haust. „Húsnæðismál Háskólans hafa verið fremur fáránleg. Háskólinn hefur verið að byggja í öðrum til- gangi en til að þóknast nemendum sínum. Oddi, flaggskip Háskólans í lesaðstöðu, er byggður til að lista- verkin sjáist betur og Náttúru- fræðihúsið er fremur hannað sem andlit Vatnsmýrarinnar út á við frekar en að þar sé verið að rýma fyrir lesaðstöðu.“ ■ ARI TÓMASSON Segir að aðstaðan í byggingum Háskólans sé ekki alls staðar eins góð og í Þjóðar- bókhlöðunni. Styttri afgreiðslutími: Mjög slæmt MENNTAMÁL „Mér finnst þetta mjög slæmt,“ segir Ari Tómasson verk- fræðinemi um styttri afgreiðslu- tíma Þjóðarbókhlöðunnar. Ari segir að skólayfirvöld séu í raun að viður- kenna að lengur þyrfti að vera opið með því að hafa opið einn dag í viku til tíu. „Mér finnst mjög skrítið að það sé búið að eyða öllum þessum peningum og árum í að reisa Þjóðar- bókhlöðuna og síðan er ekki hægt að nota hana sem skyldi. Mér finnst þetta sóun á fjármagni.“ ■ SIGRÍÐUR DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður segir aðstöðu fatlaðra nemenda miklu betri í Þjóðarbókhlöðunni en öðrum Háskólabyggingum. Styttri afgreiðslutími: Gegn lögum MENNTAMÁL Sigríður Dögg Guð- mundsdóttir, nemi í stjórnmála- fræði, segir ekki nógu gott að hafa aðeins aðgang að Odda vegna styttri afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar. „Þetta er engan veginn sambærileg aðstaða. Þar er ekki sami friður.“ Sigríður segir að tilhneigingin hjá öðrum háskólum landsins hafi verið að opna sínar byggingar. „Á sama tíma er verið að draga úr þjónustu við nemendur Háskóla Ís- lands. Það er bagalegt,“ segir Sig- ríður. „Í 7. grein laga um Þjóðarbók- hlöðuna segir að hún eigi að stuðla að frumkvæði og sjálfstæði nem- enda í námi. Þetta gengur beint gegn því.“ ■ ,,„Þetta er miklu ódýr- ari og hag- kvæmari leið fyrir okkur til þess að veita nem- endunum vinnuað- stöðu held- ur en að greiða fjórt- án milljónir til bóka- safnsins.“ SVONA ERUM VIÐ ALDURSGREIND INTERNETSNOTKUN 2004 Aldur Allir: 82% 16-24 ára: 98% 25-34 ára: 95% 35-44 ára: 90% 45-54 ára: 83% 55-64 ára: 64% 65-74 ára: 34% Hlutfall þeirra sem notað hafa Internetið síðustu 12 mánuði. Heimild: Hagtíðindi Hagstofu Íslands, 25. júní 2004. Fjölmennt og Geðhjálp skora á ráðherra: Öllum hefur verið sagt upp MENNTAMÁL Öllum kennurum og starfsfólki samstarfsverkefnis Fjöl- menntar og Geðhjálpar um menntun og starfsendurhæfingu geðsjúkra hefur verið sagt upp störfum, að því er fram kemur í frétt frá Geðhjálp. Yfir 100 einstaklingar hafa nú beðið í óvissu um nokkurra mánaða skeið um afdrif menntunar sinnar og starfsendurhæfingar í haust, að því er fram kemur. Þetta ástand hefur skapað öryggisleysi hjá nemendum, kennurum og aðstandendum. Enn hefur ekki verið tryggð fjárveiting til verkefnisins þrátt fyrir viðurkenningu á mikilvægi þess. Í ljósi yfirlýsts velvilja ofan- greindra ráðherra ríkisstjórnar Ís- lands og viðurkenningar þeirra á þessari starfsemi hvetur stjórn Geðhjálpar menntamálaráðherra, félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að tryggja tafarlaust framtíð sam- starfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. ■ FRÁ ÍRAK Horft er til Miðausturlanda við endurskipulag á dreifingu heraflans. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Safnið verður opið á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum til klukkan sjö á kvöld- in. Til tíu eins og áður á miðvikudögum og til klukkan fimm aðra daga vikunnar. Safnið var opið fjögur kvöld í viku til tíu á kvöldin en styttra á föstudögum og um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.