Fréttablaðið - 01.07.2004, Síða 27

Fréttablaðið - 01.07.2004, Síða 27
„Hér á Reykjanesi höfum við nátt- úruperlur sem vert er að skoða og svæðið er ríkt af minjum og sögn- um,“ segir Reynir Sveinsson, vara- formaður Ferðamálasamtaka Suð- urnesja. Tilefnið er nýtt og glöggt útivistarkort af Reykjanesi. Það er gert upp úr loftmyndum og eru fjölmargar fornar gönguleiðir, gömul sel, hellar, veiðivötn og ýmis fleiri áhugaverð svæði merkt inn á. Kortið nær frá Herdísarvík í austri að Sandgerði í vestri; frá Grinda- vík í suðri til Kópavogs í norðri. Það er uppspretta fróðleiks um úti- vist á svæðinu. GPS er hnitað á kortinu þannig að hægt er að fylg- ja öllum leiðum nákvæmlega með GPS-tæki. Einnig verður það í staf- rænu formi á netinu og hægt verð- ur að kalla fram upplýsingar um einstaka staði í farsíma. Útivistar- kortið eykur mjög öryggi fólks sem er á ferð um þessar slóðir. Bæði ætti það að koma í veg fyrir að fólk fari villur vegar og eins að nýtast björgunaraðilum við leitir. Í fram- tíðinni verður svo tengt ýmiskonar ítarefni inn á kortið á netinu. Allar upplýsingar verða inni á reykja- nes.is. Kortið er gefið út af Ferðamála- samtökum Suðurnesja í samvinnu við Loftmyndir ehf. Það er í korta- flokknum Af stað frá Loftmyndum. 6000 heimili á Suðurnesjum fá það að gjöf því eins og Reynir komst að orði: „...besta auglýsingin er sú að heimamenn séu ánægðir með svæðið sitt og láti aðra vita af því sem þar er í boði“. Einnig verð- ur kortið til sölu í bókabúðum og upplýsingamiðstöðvum, bæði bro- tið og óbrotið. Þetta ku vera eina kortið sem gert er nákvæmlega með þessum hætti í heiminum, þannig að Suðurnesjamenn eru sannir brautryðjendur. ■ Uppáhaldsborgin mín 3FIMMTUDAGUR 1. júlí 2004 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou 15. júlí frá kr. 29.990 Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. 29.990 á mann Flug og flugvallarskattar 15. júlí. Verð kr. 49.890 á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. 39.995 á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Sveinstindur - Skælingar. Verð 24.600 kr. og félagsverð 20.800 kr. 01. - 04. júlí UPPSELD 02. - 05. júlí UPPSELD 08. - 11. júlí UPPSELD 09. - 12. júlí 5 laus pláss 15. - 18. júlí UPPSELD 16. - 19. júlí UPPSELD 22. - 25. júlí UPPSELD 23. - 26. júlí 24. - 27. júlí 30. júlí - 2. ágúst 05. - 08. ágúst UPPSELD 06. - 09. ágúst 07. - 10. ágúst 4 laus pláss 12. - 15. ágúst Strútsstígur. Verð 22.200 kr. og félagsverð 18.900 kr. 01. - 04. júlí UPPSELD 02. - 05. júlí UPPSELD 08. - 11. júlí 4 laus pláss 09. - 12. júlí UPPSELD 16. - 19. júlí UPPSELD 17. - 20. júlí 22. - 25. júlí 23. - 26. júlí 5 laus pláss 24. - 27. júlí 27. - 29. júlí 30. júlí - 2. ágúst 5 laus pláss 05. - 08. ágúst 06. - 09. ágúst 07. - 10. ágúst 12. - 15. ágúst 13. - 18. júlí Sveinstindur - Hvanngil 17. - 20. júlí Sveinstindur - Strútur 20. - 23. júlí Strútur - Básar 20. - 23. júlí Gengið um Torfajökulssvæðið UPPSELD STENDUR TIL AÐ FERÐAST INNANLANDS Í SUMAR? Spennandi ferðir um Sveinstind - Skælinga og Strútsstíg í sumar. Innifalið í verði er: rútuferðir, fararstjórn, gisting og trúss. Einnig eru ferðir á önnur svæði. Sjá nánari upplýsingar á www.utivist.is Þegar Andrea Gylfadóttir söng- kona er beðin að nefna uppáhalds- borgina sína á hún erfitt með að gera upp á milli borganna í Norð- ur-Evrópu. „Ég hef farið til ým- issa borga í Bandaríkjunum og þó þær séu spennandi og öðruvísi þá heilla evrópskar borgir mig meira,“ segir hún. „Mér finnst alltaf ljúft að fara til Kaupmanna- hafnar eða Amsterdam og svo eru margar fallegar borgir í Þýska- landi. Í fyrrasumar var í ég til dæmis í Heidelberg og fannst gaman að koma þangað og staður- inn fallegur. Sagan heillar og ein- hver hlýleiki í fólki og byggingum í sameiningu, hlýlegur andi. Ég er hrifin af því að láta mér líða vel og finna fyrir sögunni í kringum mig. Ég hef mjög gaman af því að skoða flottar kirkjur og sögulegar minjar og söfn. „Andreu finnst að margar evrópskar borgir eigi ein- hverjar taugar í sér, jafnvel eins og hún kannist við sig þó hún sé að koma á staðinn í fyrsta sinn,“ en af hverju það er, veit ég ekki.“ ■ Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Arnar Sigurðsson frá Loftmyndum og Reynir Sveinsson, for- stöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, skoða nýja kortið. Útivistarkort af Reykjanesi: Uppspretta fróðleiks um svæðið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Rómantísku borgirnar í Evrópu Golfferðir til Spánar og Tyrklands í haust: Hægt að bóka á netinu Nú er hægt að bóka golfferðir hausts- ins til Spánar og Tyrklands á netinu, samkvæmt upplýsingum á vef Úrvals- Útsýnar, urvalutsyn.is. Þeir sem panta fyrir 30. júlí lenda í potti og eiga möguleika á því að fá fría ferð því tveir heppnir farþegar til hvors lands verða dregnir út. Nöfn vinningshafa verða birt á vef ferðaskrifstofunnar 3. ágúst. Einnig býður Úrval/Útsýn upp á viku- ferð til Matalascanas á tilboðsverði, 75.500 kr. í tvíbýli, í tilefni þessarar nýju þjónustu. Innifalið í því verði er flug, akstur til og frá hóteli erlendis, gisting með hafsýn á Tierra Mar hóteli, morg- un- og kvöldverðarhlaðborð, ótakmark- að golf alla daga nema komu- og brott- farardag, fararstjórn og flugvallarskattur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.