Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 4
4 3. júlí 2004 LAUGARDAGUR Heimsminjanefnd UNESCO: Þingvellir á heimsminjaskrá ÞINGVELLIR Þingvellir voru teknir á heimsminjaskrá Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í gær. Heimsminja- nefnd samþykkti einróma að bæta Þingvöllum á skrána, en hana prýða tæplega 800 staðir sem taldir eru hafa ótvírætt gildi fyrir heimsmenninguna að því er fram kemur í frétt menntamála- ráðuneytisins. Meðal annarra staða sem á heimsminjaskránni eru má nefna pýramídana í Egyptalandi, Taj Mahal hofið og Galapagos- eyjar. Á listanum eru eingöngu staðir sem eru menningarlega mikilvægir eða vegna sér- stæðrar náttúru. Þingvellir eru fyrsti staðurinn á Íslandi sem hlotnast þessi viðurkenning. Að því er fram kemur í frétt menntamálaráðuneytisins getur samþykktin haft talsverð áhrif á Þingvelli, þar sem hann öðlist verðskuldaða viðurkenningu sem einstakur á jörðinni. Þá hafi samþykktin oft aukinn straum ferðamanna til staðarins í för með sér. ■ EFNAHAGSMÁL Hækkun stýrivaxta Seðlabankans úr 6 í 6,5 prósent sem tilkynnt var á fimmtudaginn kom fáum á óvart, enda hafa skilaboð Seðlabankans verið skýr. Útlit er fyrir áframhaldandi hækkanir á næstu misserum, samkvæmt því sem segir í tilkynningu Seðlabank- ans frá í fyrradag. Í tilkynningu um 0,25 prósentu- stiga hækkun fyrir rúmum mánuði var sagt að til stæði að halda hækk- unum áfram nema skýrar vísbend- ingar um lækkun verðbólgu kæmu fram í efnahagslífinu. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir að síðan sú yfirlýsing var gefin hafi tvennt gerst sem skipti máli. „Í fyrsta lagi kom ný mæling neyslu- verðsvísitölu þar sem verðbólga jókst verulega. Síðan birtust árs- fjórðungslegir þjóðhagsreikining- ar og samkvæmt þeim jókst einkaneysla á fyrsta ársfjórðungi um átta prósent frá fyrra ári. Það er mun meiri vöxtur en verið hef- ur og var hann þó verulegur fyrir, þannig að nýjar upplýsingar sem komið hafa benda til þess að það hafi frekar hert á en slaknað í vexti eftirspurnar,“ segir hann. Að sögn Arnórs er enn mikið innstreymi fjármagns í landið og þótt viðskiptajöfnuður hafi tekið neikvæða dýfu upp á síðkastið er ekki mikil hætta á að gengi krón- unnar veikist. Arnór telur að áframhaldandi sterk staða krónunnar sé mikilvægur liður í því að halda verðlagi stöðugu. Fyrr í vikunni hækkaði Seðla- banki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósentustig. Þar höfðu stýrivextir verið eitt pró- sent í um eitt ár en efnahagstölur í Bandaríkjunum benda til þess að þar sé öflug uppsveifla í gangi og vísbendingar um að verðlag sé farið að hækka hraðar en Seðla- bankinn þar í landi sé sáttur við. Arnór bendir á að þótt verð- bólga fari hækkandi víða um heim um þessar mundir virðist sem verðbólgan á Íslandi sé að einhverju leyti annars eðlis þar sem sveiflukenndir verðlags- þættir séu ekki ábyrgir fyrir eins stórum hluta verðbólgunnar hér eins og þar. Arnór segir hækkanir á húsnæð- isverði ráða töluverðu um verð- bólguhækkunina hér á síðustu misserum. „Það er misjafnt hvort menn meta það svo að hækkun á húsnæðisverði sé fyrirboði al- mennra verðlagshækkana eða ekki en það gerðist 1999,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is STÓRAUKIÐ EFTIRLIT Smáskilaboð Kínverja verða hér eftir ritskoðuð. Kínversk stjórnvöld: Smáskilaboð ritskoðuð KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að ritskoða smáskilaboð sem landsmenn senda sín á milli í farsímum að því er BBC greinir frá. Ráðamenn segja að símafyrir- tækjum verði gert að hafa auga með klámfengnum skilaboðum og óheiðarlegum skilaboðum. Mannréttindasamtök hafa þó varað við því að ritskoðunin kunni að verða til þess að eftirlit með andstæðingum stjórnvalda verði aukið. Síðustu árin hafa stjórnvöld eflt eftirlit sitt með rafrænum sam- skiptum fólks, einkum á netinu. ■ Eru stjórnvöld nógu hörð gagnvart Norðmönnum í Svalbarðadeilunni? Spurning dagsins í dag: Er rétt hjá Seðlabankanum að hækka vexti? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 78% 22% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is STAÐIÐ NÆRRI LÍKINU Fjöldi manns varð vitni að morðinu og hvatti vígamennina áfram. Uppljóstrari myrtur: Hvöttu til morðsins VESTURBAKKINN, AP Hundruð manna hvöttu palestínska víga- menn til dáða þegar þeir myrtu mann sem sakaður var um sam- starf við Ísraela og að hafa mis- notað tvær dætur sínar kynferð- islega. Maðurinn var skotinn til bana af meðlimum Al Aqsa písl- arvættissveitanna, frammi fyrir fjölda manns í þorpinu Qabatiya á Vesturbakkanum. Yfirmaður Al Aqsa í þorpinu sagði manninn hafa viðurkennt njósnir fyrir Ítala frá árinu 1989 og að hafa reynt að fá jórdanskan embættismann til liðs við sig. Hann hefði einnig viðurkennt að hafa misnotað dætur sínar um margra ára skeið. ■ Enginn gosórói: Skjálfti í jökli JARÐHRÆRINGAR Jarðskjálfti um fjórir á Richter varð klukkan fjór- ar mínútur í fjögur aðfaranótt föstudags. Hann átti upptök sín við Austmannabungu í Mýr- dalsjökli, við norðausturbrún Kötluöskju. Fjórir minni skjálftar, um tveir á Richter, urðu einnig á svæðinu. Einn þeirra varð stuttu fyrir þann stærsta en hinir fylgdu á eftir. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veður- stofu Íslands, segir engin merki um gosóróa undir Mýrdalsjökli. „Það er ekkert sem bendir til að meira gerist.“ Gunnar segir svona stóra skjálfta ekki al- genga. Síðast hafi það gerst í apr- íl 2002. Ólíklegt sé að einhver hafi fundið fyrir þeim. ■ BÍLL ÚT AF Í LANGADAL Bíll keyrði út af í Langadal. Litlar skemmdir urðu á bílnum og eng- in slys á fólki samkvæmt lögregl- unni á Blönduósi. ÖKUHRAÐI Í SKAGAFIRÐI Mikill hraði hefur verði í umdæmi lög- reglunnar á Sauðárkróki að und- anförnu og kærði hún um 50 öku- menn um síðustu helgi. Lögregl- an segir fólk hætt að virða blá ljós lögreglubílanna og mikið gangi oft á áður en ökumenn taki eftir þeim. Hún segir hraða bíla með stór fellihýsi í afturdragi algenga og ætlar að fylgjast sér- staklega með þeim um helgina. Tryggingastofnun: Lyfjaútgjöld lækka um 142 milljónir LYFJAVERÐ Lyfjaútgjöld Trygginga- stofnunar lækka um 142 milljónir króna á þessu ári, í kjölfar lækk- unar á lyfjaverði frá innflytjend- um frumlyfja sem tók gildi í gær, að mati lyfjadeildar TR. Lyfja- útgjöld á ársgrundvelli lækka um 284 milljónir króna. Að sögn Svanhildar Svein- björnsdóttur í lyfjadeild TR lækka lyfjaútgjöld Trygginga- stofnunar þó ekki milli ára en hins vegar hægir á stöðugum vexti þeirra. „Þrátt fyrir þessa lækkun á lyfjaverði gerum við ráð fyrir að lyfjaútgjöld TR aukist nokk- uð milli ára,“ segir hún, „að teknu tilliti til verðlækkana sem tekið hafa gildi á síðustu tveim- ur mánuðum.“ ■ ÞINGVELLIR Teknir á heimsminjaskrá UNESCO. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Á HRAÐFERÐ UM ÖXNADALINN Ökumaður var tekinn á 142 kíló- metra hraða í Öxnadal í sam- vinnu lögreglunnar í Ólafsfirði og á Dalvík. Hann fær 60 þúsund króna sekt og tvo punkta sam- kvæmt reglugerðarsafni dóms- málaráðuneytisins. ARNÓR SIGHVATSSON Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir undirliggjandi verðbólgu töluverða. Hann segir að áframhaldandi sterk staða krónunnar sé mikilvæg og dragi úr hættu á verðbólgu. Enginn slaki í efnahagslífinu Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ekkert benda til minni spennu í eftirspurn á landinu. Hækkun húsnæðisverðs á stóran þátt í hárri verð- bólgu. Ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé fyrirboði meiri verðhækkana. AUGLÝSING Ólafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á Selfossi, neitar að hafa veitt Gunnars majónes leyfi til þess að reisa þriggja metra háa majónesdós við Suðurlandsveg, rétt vestan Þjórsár. „Það hefur ekkert leyfi fengist hér og hefur ekki verið leitað til byggingarnefndar,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs er óheimilt samkvæmt náttúruverndarlögum að setja upp auglýsingar meðfram vegum og ann- ars staðar utan þéttbýlis. Þó sé heim- ilt að uppfylltum ákvæðum annarra laga að setja upp látlausar auglýsing- ar um atvinnurekstur, þjónustu eða vörur á þeim stað sem slík starfsemi fer fram. Telur Ólafur að majónes- dósin uppfylli ekki þau skilyrði. „Þetta er af þeirri stærð að ég tel að málið heyri undir byggingar- nefnd viðkomandi sveitarfélags,“ segir Ólafur. „Því virðist sem dósin sé ekki löglega uppsett og verður málið skoðað.“ „Það var talað við sýslumann sem sagði að við réðum hvað við gerum inni á okkar landsvæði,“ segir Helen Gunnarsdóttir, eigandi Gunnars-mayonnaise. Þá bendir Helen á að majónesdósin hafi verið flutt austur í lögreglufylgd. „Þetta er líklega bara innanhússmál í sveitinni hjá þeim.“ ■ Þriggja metra majónesdós við Suðurlandsveg: Deilt um hvort leyfi hafi verið veitt MAJÓNESDÓS VIÐ ÞJÓÐVEGINN Sýslumaðurinn á Selfossi segist ekki hafa veitt Gunnars-mayonnaise leyfi til þess að reisa þriggja metra háa majónesdós við Suðurlandsveg. Eigandi fyrirtækisins segist hins vegar hafa fengið leyfi hjá sýslumanni. M YN D /E YR Ú N B JÖ RG M AG N Ú SD Ó TT IR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.