Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 16
Tvö þúsund ókeypis teiknimyndasögur Á þessum degi fyrir 33 árum fannst Jim Morrison látinn í baðkeri í París. Morrison var þá 27 ára og hafði á þeim tíma ákveðið að taka sér nokkra hvíld frá hljómsveit sinni The Doors. Dánarorsök var hjartabilun, líklega vegna ofneyslu áfengis og eiturlyfja, og sögusagnir fóru strax af stað um að söngvarinn hefði verið orðinn þreyttur á frægð sinni og því sett eig- in dauða á svið. Það var þegar Jim var í námi í kvikmyndagerð við UCLA, sem hann kynntist hljómborðsleikaranum Ray Manzarek, sem stakk upp á því að þeir reyndu að semja tónlist við ljóð Jims. Saman stofnuðu þeir hljóm- sveitina The Doors ásamt gítarleikar- anum Robbie Krieger og trommaran- um John Densmore. Nafnið á hljóm- sveitinni kemur frá bók Aldous Huxley um ofskynjunarlyfið meska- lín, The Doors of Perception, en nafn- ið á bókinni kemur úr ljóðlínu eftir William Blake. Hljómsveitin byrjaði að spila á litlum klúbbum í Los Angeles árið 1965 en leiðin lá smátt og smátt upp á við. Fyrsta platan, The Doors, náði toppi vinsældalistans vestanhafs árið 1967 ásamt smáskífunni Light My Fire og gengi næstu platna var ekki síðra. Jim var handtekinn í Miami vorið 1969 fyrir ósæmilega hegðun á sviði og leiddi það til langvinnra málaferla sem lauk með drjúgri fjár- sekt. Tónleikahaldarar urðu í fram- haldi tregir til að fá hljómsveitina til að troða upp, þar sem þeir gátu aldrei vitað á hverju þeir áttu von. Á síðustu árum 7. áratugarins fór Jim að gefa út ljóðabækur og fram- leiddi stutta kvikmynd. Hann flutti svo til Parísar árið 1971 eftir að upp- tökum lauk á síðustu plötu The Doors, L.A. Woman. Fáir aðrir en kona hans og ónefndur franskur læknir sáu líf- lausan líkama hans, sem varð upp- spretta margra sögusagna um að hann hefði ekki í raun látist. ■ JIM MORRISON Sumir telja hann snilldartextahöfund, aðrir telja að hann hafi fyrst og fremst verið dópisti og fyllibytta. Finnst látinn í baði ,,Í síðustu viku tók ég þátt í frum- sýningu Fame á fimmtudeginum, sýndi svo á föstudeginum,” segir leikarinn Ívar Örn Sverrisson. “Á laugardeginum fór ég á leiklist- arhátíð í Þýskalandi með leik- verkið Pabbastrák eftir Hávar Sigurjónsson sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu. Viðtökurnar voru mjög góðar. Leikritið var á ís- lensku en það var túlkur inni í litlu hamstrabúri sem dældi text- anum út á þýsku til þeirra sem vildu í gegnum heyrnartól.” Ívar fór einnig á afar sérstaka rúss- neska leiksýningu þar sem allur textinn var rappaður á rússnesku í klukkutíma. “Það voru tveir leikarar og einn DJ. Ég ákvað að taka sýninguna frekar beint í æð en að hlusta á túlkinn. Því miður gat ég ekki skilið hvað þeir sögðu en ég hitti nokkra Rússa eftir sýninguna sem útskýrðu fyrir mér söguþráðinn. Nú nýt ég þess bara að vera kominn í æfinga- leyfi frá Fame, það er búin að vera mikil törn. Maður verður að passa sig á því að gefa ekki það mikið af sér á sviðinu að ekkert verði eftir til að rækta fjölskyld- una og einkalífið.“ ■ Frumsýning á Fame 16 3. júlí 2004 LAUGARDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT TOM CRUISE Leikarinn og hjartaknúsarinn sem kannski er ekki stór í sentimetrum talið en samt ein stærsta Hollywoodstjarna samtímans er 42 ára í dag. 3. JÚLÍ Baldur Bjarnason knattspyrnumaður er 35 ára. Gabríela Kristín Friðriksdóttir myndlist- arkona er 33 ára. Marsibil Jóna Sæmundsdóttir vara- borgarfulltrúi er 30 ára. Jón Þór Bjarnason, Æsufelli 2, Reykja- vík, lést miðvikudaginn 30. júní. Jónas Þór Klemensson lést laugardag- inn 19. júní. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Tyrfingur Sigurðsson byggingarmeistari, Sunnubraut 6, Kópavogi, lést miðviku- daginn 30. júní. Vignir Norðdahl, Dalsbyggð 20, Garða- bæ, lést þriðjudaginn 22. júní. Útför hef- ur farið fram í kyrrþey. 13.00 Árni Eiríkur Árnason, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Grindarvík- urkirkju. 13.30 Eyjólfur Hannesson bóndi, Núpsstað, verður jarðsunginn frá Bænhúsinu á Núpsstað. 14.00 Jón Arngrímsson, Árgilsstöðum, verður jarðsunginn frá Breiðabóls- staðarkirkju í Fljótshlíð. 14.00 Sigrún Pálsdóttir, Svínafelli, Ör- æfum, verður jarðsungin frá Hofs- kirkju í Öræfum. „Við ætlum að gefa tvö þúsund myndasögublöð í dag,“ segir Pét- ur Yngvi Yamagata í versluninni Nexus en tilefnið er alþjóðlegi dagurinn „Free comic book day“ eða „dagur ókeypis teiknimynda- sagna“. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðastliðin þrjú ár og í dag ætla myndasöguversl- anir um allan heim að gefa fólki fleiri milljónir af nýjum teikni- myndasögum. En þessi dagur hef- ur það að markmiði að kynna myndasöguflóru 21. aldarinnar fyrir sem flestum og vinna gegn stöðluðum hugmyndum um hvað teiknimyndasögur eru. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í al- þjóðlega teiknimyndasögudegin- um í fyrra. „Þá heimsóttu fleiri hundruð manns okkur hingað í Nexus og við fengum íslenska myndasöguteiknara til að halda sýningu á verkum sínum í búðinni en auk þess gáfum við fleiri þús- undir teiknimyndasagna. Í ár höf- um við gefið út sérstakt blað sem nefnist Fabulous. Þar velja ís- lenskir spekúlantar fimm bestu teiknimyndasögur hinna og þess- ara landa og blaðið gefur góða mynd af menningunni sem ríkir í þessum blöðum.“ Pétur segir teiknimyndasög- urnar vera framúrstefnulegan frásagnarmiðil. „Við seljum allt frá Spider-Man til japanskra ást- arsagna,“ segir Pétur en vin- sælasta efnið í búðinni er einmitt ástarsögurnar japönsku. „Það jafnast ekkert á við japanskan húmor en flokkurinn sem við selj- um mest af nefnist Shounen-ai. Þetta eru blöð eftir japanskar konur en sögurnar fjalla um ástir samkynhneigðra karlmanna og eru svona Will og Grace með japönskum húmor.“ Í þeim tvö þúsund blöðum sem verða ókeypis í Nexus í dag kenn- ir ýmissa grasa. „Blöðin byggjast sum hver á kvikmyndum, sjón- varpsþáttunum 24 og svo gefum við blöð með japönskum ástarsög- um og gömlu hasarmyndahetjun- um svo eitthvað sé nefnt. Blaðið Fabulous er líka ókeypis og því hefur verið dreift víðs vegar um höfuðborgina.“ Alli eru velkomnir í Nexus klukkan tvö í dag til að kynna sér teiknimyndasögumenninguna og þiggja ókeypis blöð. ■ TEIKNIMYNDASÖGUR NEXUS ■ Tvö þúsund teiknimyndasögublöð verða gefin í Nexus í dag í tilefni af degi ókeypis teiknimyndasagna. VIKAN SEM VAR ÍVAR ÖRN SVERRISSON LEIKARI ■ Fór á leiklistarhátíð og sá verk rappað á rússnesku. 3. JÚLÍ 1971 JIM MORRISON ■ Deyr í París. DAGUR ÓKEYPIS MYNDASAGNA Pétur í Nexus segir japanskar ástarsögur í anda Will og Grace-þáttanna vera vinsælustu teiknimyndasögurnar um þessar mundir. Fyrir hönd ættingja, Þóra S Bjarnadóttir. Útför hans fer fram frá Hrunakirkju, þriðjudaginn 6. júlí kl.14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit. GUÐMUNDUR EINARSSON Fyrrum bóndi í Reykjadal andaðist þann 27. júní á Heilsustofnun Suðurlands. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Bára Jónsdóttir, Magnús Einarsson, Svandís Jónsdóttir, Leif Österby, Ástríður Helga Jónsdóttir, Sævar Snorrason og afkomendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma HELGA INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR frá Urðarbaki V-Hún lést 20.júní. ÍVAR ÖRN SVERRISSON Lék í Pabbastrák í Þýskalandi eftir frum- sýningu á Fame.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.