Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 8
3. júlí 2004 LAUGARDAGUR Hugmyndir Statoil valda deilum meðal Norðmanna: Deilt um gasnotkun innanlands NOREGUR, AP Hugmyndir norska orkufyrirtækisins Statoil um að byggja tvær gasverksmiðjur í Noregi, aðra nærri Bergen á vest- urströndinni og hina við Tjeld- bergodden í Mið-Noregi, hafa valdið miklum deilum meðal landsmanna. Óánægju gætir meðal almenn- ings. Fjölmargir telja að gasið sé ekki nógu náttúruvænt og vilja því ekki nota það innanlands þó það hafi lengi verið flutt til út- landa. Þá er Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra and- vígur notkun þess innanlands og hraktist stjórn hans frá völdum árið 2000 vegna þess að stjórnin vildi ekki draga úr hömlum við byggingu gasverksmiðja en fyrir því var meirihluti á þingi. Ári síðar komst Bondevik aftur til valda og er enn andvígur bygg- ingu verksmiðjanna. Statoil vill hefja smíði verk- smiðjanna tveggja árið 2008 og er áætlaður heildarkostnaður um 90 milljarðar króna. Fyrirtækið hef- ur kynnt áform sín fyrir eftirlits- stofnunum og hyggst taka endan- lega ákvörðun um bygginguna í fyrsta lagi á næsta ári. Útblástur koltvísýrings mun aukast um níu prósent miðað við núverandi útblástur ef af fram- kvæmdum verður. ■ Hitabylgja: Kostar þrjá lífið MADRÍD, AP Hitabylgja er talin hafa orðið tveimur að bana á Spáni í fyrradag. Mjög heitt hefur verið í mið- og suðurhluta landsins síðustu daga og hefur hitastigið farið vel yfir 40 gráður. Hinir látnu voru báðir eldri borgarar og höfðu átt við heilsu- farsvandamál að stríða. Þá lést tæplega fimmtugur maður á mið- vikudag eftir að hafa farið út að hjóla í hitanum. Heilbrigðisráðherra Spánar hefur ákveðið að leggja 1,17 millj- ónir evra, rúmlega hundrað millj- ónir íslenskra króna, í herferð sem ætlað er að kenna spænskum borgurum hvernig bregðast eigi við hitabylgjunni. ■ FJÁRMÁL „Það er í rauninni búið að borga sýslumannsembættinu í Reykjavík fyrir þjónustu, sem segja má að sé síðan ekki veitt,“ sagði Bjarni Þór Óskarsson hrl. hjá Lögheimtunni ehf. og Intrum á Íslandi ehf. Bjarni Þór á þarna við svokallað aðfarargjald, sem kröfu- hafar þurfa að greiða til að sýslu- mannsembættið geri fjárnám hjá skuldurum. Það getur verið frá 3.500 krónum upp í 11.500 og er ætlað til greiðslu á kostnaði sýslu- manns við að ná fram fjárnámi. Á annan tugþúsunda aðfarar- beiðna liggja hjá sýslumannsemb- ættinu í Reykjavík, þar sem skuld- arar sinna ekki boðun þess til fyrir- töku. Lögmenn gagnrýna þetta ástand harðlega og jafnframt, að lögreglan skuli ekki taka skuldar- ana og færa þá á staðinn, eins og henni beri að gera samkvæmt lög- um. Bjarni Þór benti á að það ástand sem skapast hefði hjá sýslumanns- embættinu í Reykjavík mætti rekja til þess, að þar kæmu þrjú embætti við sögu, sýslumanns, lög- reglustjóra og tollstjóra. Annars staðar væri einn og sami maðurinn yfir þessum málaflokki. „Þetta ástand hefur verið veru- lega til trafala í langan tíma, þar sem ekki hefur verið hægt að fá upplýsingar um eignastöðu þeirra sem skulda. Það hefur gert það að verkum, að þessi mál safnast upp hjá embættinu. Fólk sinnir ekki boðuninni og kemst upp með það. Við eigum fyrir vikið mun erfiðara með að ljúka málum með upp- lýsingum um eignir skuldara eða þá að geta komið því til kröfu- hafanna að viðkomandi eigi ekki neinar eignir og hafi takmarkaða greiðslugetu eða greiðsluvilja eftir atvikum.“ Bjarni Þór sagði mjög algengt að þeir, sem skulduðu, ættu ekki eignir eða væru ekki skráðar með þær á sitt nafn. Upp úr stæði að málum lyki ekki með svokölluðu árangurslausu fjárnámi, sem væri þá skráð í vanskilaskrár. Það væri afar hamlandi skráning fyrir skuldara sem við það fengju ekki lánafyrirgreiðslu. Sú skráning setti því ákveðinn þrýsting á viðkom- andi að greiða skuld sína og fá skráninguna síðan fellda niður. „Þó að engin eign finnist og ekki sé að neinu að ganga hjá skuldara, þá er þó hægt að ljúka málinu með formlegum hætti ef næst til hans. Að minnsta kosti er hægt að upp- lýsa kröfuhafa að viðkomandi ein- staklingur eða fyrirtæki eigi ekk- ert. Menn hætta þá, alla vega að sinni, að reyna frekari innheimtu. Það getur haft skattalegar af- leiðingar, því menn geta þá afskrif- að kröfurnar og bakfært tekju- færslu og fengið jafnvel endur- greiddan virðisaukaskatt.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra í gær. jss@frettabladid.is Ósk Norðfjörð og bikinítískasumarsins Bls. 26-27 Heyrnarlaus dóttir mín vill bara deyja Kerfið hefur gjörsamlega brugðist 16 ára dóttur Halldóru Blöndal. Frá fimm ára aldri hefur líf dóttur- innar verið hreinasta helvíti. Hún var misnotuð af starfsmanni skólans árum saman. Manni sem hún treysti. Hún hefur ítrekað reynt að fyrirfara sér og ekki sér enn fyrir endann á þjáningum hennar. Bls. 14-15 MISNOTUÐ Í SKÓLA FYRIR HEYRNARLAUS BÖRN Örn Arnarson Datt í þaðmeð þjálfaranum á HM Bls. 4 Þorgerður KatrínVill að Geir taki við af Davíð Bls. 30-31 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 147. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Starfsmaður Heyrnleysingja- skólans rústaði líf dóttur minnar HITABYLGJA Örtröð hefur verið á ströndum Spánar í vikunni enda hefur hitinn farið yfir 40 gráður. AP /M YN D KJELL MAGNE BONDEVIK Norski forsætisráðherrann, hægra megin, með slóvenskum starfsbróður sínum. Bondevik er andvígur byggingu gasverksmiðja. INNHEIMTA Lögmenn sem standa í innheimtu eru afar óánægðir með stöðu mála hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. Greitt fyrir þjónustu sem ekki er veitt Fjölmargir kröfuhafar greiða sýslumannsembættinu í Reykjavík fyrir þjónustu sem þeir síðan ekki fá. Vegna þessa er ekki hægt að fá upplýsingar um eignir þrautseigra skuldara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.