Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 2
2 11. júlí 2004 SUNNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Afríska stúlkan sem handtekin var í Leifsstöð eftir að mikið magn kókaíns fannst á henni við leit dvelur nú á sjúkrahúsi þar sem beðið verður þess að þau rúm- lega 300 grömm af kókaíni sem fannst innvortis við röntgen- myndatöku skili sér. Mun stúlkan verða yfirheyrð frekar í framhaldi af því en ekkert er enn vitað um fyrir hvern hún starfaði eða hvert hún ætlaði sér með efnin. Talið er líklegt að alþjóðlegir glæpahringir standi að baki komu tveggja afrískra kvenna hingað til lands með mikið magn fíkniefna. Er það í samræmi við reynslu ná- grannaríkja Íslands og virðist fara vaxandi að glæpasamtök noti sárfátækt fólk frá þriðjaheims- ríkjum til að flytja hörð fíkniefni milli landa. Stúlkan sem hand- tekin var í gær er frá Nígeríu en sú sem handtekin var í júní með fimm þúsund e-töflur reyndist vera frá Sierra Leone. ■ Alnæmisfaraldurinn heftir framþróun ríkja Framtíð fjölmargra ríkja er dökk samkvæmt nýrri skýrslu ef ekki tekst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu alnæmis. 50 milljónir á vinnu- færum aldri deyja úr sjúkdómnum fyrir árið 2010. HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðavinnu- málastofnunin gerir ráð fyrir að allt að 50 milljón manns á vinnu- færum aldri muni láta lífið úr al- næmi á næstu fimm árum. Telur stofnunin að slíkt eigi eftir að hafa alvarleg efnahagsleg áhrif víða um heim og telur mjög brýnt að auka baráttuna gegn þessum skæða faraldri hið fyrsta. Þetta kemur fram í nýrri ítar- legri skýrslu stofnunarinnar sem birt er í dag en þá hefst í Bankok í Taílandi ráðstefna fjölda alþjóðlegra stofnana um alnæmi og þau áhrif sem sjúk- dómurinn hefur. Í skýrslunni er sérstaklega litið til þeirra áhrifa sem alnæmisfaraldurinn getur haft á atvinnulíf margra þjóða og er niðurstaðan sú að þessi gríðarlegi fjöldi sé ekki ein- göngu hræðilegur harmleikur heldur einnig að vel sé hugsan- legt að slíkt geti heft til muna alla þjóðfélagslega og efnahags- lega þróun í mörgum löndum. Tekur skýrslan til 50 landa og sýnir að í dag eru rúmar 36 milljónir atvinnufærra manna sýktar. Um aldurshópinn 15 til 49 ára er að ræða enda er það sá hópur að mati Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar sem vinnur hvað mest og skilar hvað mestu til þjóðarbúsins. Alvarlegast þykir að heilum 24 árum eftir að sjúkdómurinn fyrst uppgötvaðist er baráttan við far- aldurinn á fallandi fæti og ekki er nóg að gert í rannsóknarvinnu til að lækna eða á annan hátt sporna við þessari þróun. Staðreyndin sé sú að sífellt minni fjármunum sé veitt til forvarnarstarfa um heim allan þrátt fyrir að fjöldi smitaðra aukist. Alþjóðavinnumálastofnunin segir ástandið langverst í Afríku en þar búa langflestir þeir sem smitaðir eru af HIV-veirunni. Bendir stofnunin á að þegar hafi sjúkdómurinn haft mikil efna- hagsleg áhrif á fjölda landa í álf- unni og geri þeim enn erfiðara um vik að brjótast úr þeim bönd- um fátæktar sem einkennir mörg afrísk ríki. Sömu sögu má segja af Asíu en tilfelli eru þó mun færri og hafa því ekki haft jafn eyðileggjandi áhrif og raunin er í Afríku. albert@frettabladid.is Vinnuslys í Reykjavík: Féll af svölum LÖGREGLUFRÉTTIR Maður hrapaði ofan af svölum nýbyggingar við Þorláksgeisla í Grafarholti seinnipart gærdags. Fallið var þrír til fimm metrar og lenti hann á höfðinu. Maðurinn var fluttur á slysa- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss. Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn nokkuð slasaður en líðan hans er stöðug. Hann þarf að gangast undir aðgerð. Lögreglan rannsakar málavexti og starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins var kallað á staðinn til að meta hvort skort hafi á öryggis- búnað. Þeirri vinnu er ekki lokið. ■ Rannsóknir á sólvörnum: Ekki allt sem sýnist HEILBRIGÐI Margar af þeim tegund- um sólarvarna sem seldar eru á Vesturlöndum og lofa neytandan- um vörn gegn geislum sólarinnar virka ekki eins og lofað er og veita þannig fólki falskt öryggi. Þetta er niður- staða rann- sóknart íma- ritsins Which! sem er frétta- blað bresku neytendasam- takanna. Í ljós kom að í mörgum tilfellum var ekki að marka þær upplýsingar sem framleiðandi gaf og auglýsti vöru sína með. Fundið var að því að sú sólvörn sem lofuð var á umbúð- um var oft minni en gefið var til kynna. Því hærri sem sólvörnin er (SPF) því betur verndar hún hör- und fólks. Þannig reyndist sólvörn númer 30 í raun aðeins 25 og veitti því minni vörn en ella. Skipti litlu máli hvort um var að ræða þekktar eða óþekktar tegundir í þessu tilliti. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, þetta var falleg vippa. Hef gert þetta áður.“ Sævar Þór Gíslason skoraði jöfnunarmark Fylkis gegn KR í Landsbankadeildinni í gær með skoti utan af kanti sem leit í fyrstu út fyrir að vera fyrirgjöf. SPURNING DAGSINS Sævar, átti þetta ekki vera sending? Þrjú sveitarfélög fyrir austan: Sameining á döfinni SVEITARSTJÓRNARMÁL Líklegt þykir að þrjú sveitarfélög á Fjótsdals- héraði fyrir austan land, Austur- og Norður-Héruð og Fellahreppur, verði sameinuð innan tíðar. Var það samþykkt á sérstökum fundi svei tarst jórn- anna í fyrra- kvöld en íbúar á þessum svæðum samþykktu sam- einingu í kosningum sem fóru fram á sama tíma og kosið var til forseta lýðveldisins. Sameining var hins vegar felld af íbúum Fljótsdals- hrepps með talsverðum mun. ■ Bannað að veita tryggðarafslætti: Síminn ósammála Samkeppnisstofnun BÚÐARHNUPL Í REYKJAVÍK Lög- reglan hafði afskipti af fjórum sem kærðir voru fyrir búðarhnupl síðdegis í gær. Einn þeirra ágir- ntist grillost sem kostaði 285 krón- ur. Einn góðkunningja lögreglunn- ar var einnig á ferð í verslun og var nappaður með fullan poka af dvd-myndum og geisladiskum að verðmæti 50 þúsund krónur. ÞRÍR ÁREKSTRAR Þrjú umferðar- óhöpp urðu í umdæmi Selfosslög- reglu í gær. Tveir árekstrar urðu innanbæjar á Selfossi og einn í Hveragerði. Enginn slasaðist og bílarnir eru ekki mikið skemmdir. EITT ÚTKALL SLÖKKVILIÐS Til- kynnt var um eld í dekkjum í Klettagörðum klukkan þrjú í gær. Þegar slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins kom á staðinn var eldurinn enginn og engin ummerki. Tals- maður slökkviliðsins segir baga- legt þegar útköll sem þessi berist því komi upp eldur meðan bílar slökkviliðsins sinni fölskum útköll- um dragi það úr snerpu þeirra. SAMKEPPNISMÁL Eva Magnúsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála nið- urstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðaði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppn- islög. „Með afsláttarkjörunum hafi fyrirtækið einfaldlega verið að mæta hliðstæðum afsláttar- kjörum sem tíðkast hafi um nokkurt skeið hjá helsta sam- keppnisaðilanum, OgVodafone.“ Síminn uni þó bráðabirgða- ákvörðuninni og bíði endanlegri niðurstöðu samkeppnisráðs. Eva segir Símann telja sér heimilt að taka þátt í virkri sam- keppni með hliðsjón af sterkri markaðsstöðu beggja fyrirtækj- anna. Síminn hafi 60% markaðs- hlutdeild en OgVodafone 40% á landsvísu. „Önnur niðurstaða leiðir til lakari kjara fyrir neyt- endur og fer þ.a.l. gegn markmiði og tilgangi samkeppnislaga.“ Forsvarsmenn OgVodafone kærðu Símann til Samkeppnis- stofnunar 4. júní og úrskurðaði hún til bráðabirgða á föstudag að með auglýsingaherferðinni „Allt saman hjá Símanum“ væri verið að bjóða tryggðarafslætti sem markaðsráðandi fyrirtækjum er bannað að gera. ■ TOLLVÖRÐUR Í LEIFSSTÖÐ Stúlkan sem handtekin var í Leifsstöð með kókaín innanklæða: Beðið eftir að efnin skili sér VARÐ FYRIR FLUGVÉL Tæplega áttræð kona lést þegar hún varð fyrir flugvél. Konan var að hjóla yfir flugbraut á fáförnum flug- velli þegar eins hreyfils flugvél kom inn til lendingar og lenti á henni. Flugbrautin er alla jafna opin almennri umferð en hlið eiga að loka sjálfkrafa fyrir umferð þegar flugvélar eiga leið þar um. FARÞEGUM FJÖLGAR Stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Easy- Jet, segir 2,24 milljónir farþega hafa flogið með flugfélaginu í síð- asta mánuði. Það er 28 prósentum meira en í júní í fyrra. ■ EVRÓPA DÁNARTÍÐNI EYÐNISMITAÐRA Á VINNUMARKAÐINUM TIL 2010 Á ári hverju 10 milljónir manna Á mánuði 840 þúsund manns Á viku 210 þúsund manns Á degi 30 þúsund manns Á klukkustund 1.250 manns Á mínútu 20 manns LANGT LEIDDUR Þrátt fyrir 20 ára baráttu við einn skæðasta sjúkdóm sem mannkynið hefur séð eykst jafnt og þétt þeim tilfellum smitaðra sem uppgötvast. Engin lyf hafa enn komið fram sem eru bæði áhrifarík og ódýr. EVA MAGNÚSDÓTTIR Upplýsingafulltrúi Símans segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnis- stofnunar sem úrskurðaði að Síminn hefði að öllum líkindum brotið samkeppnislög. VARLEGA Í SÓLINNI Sterk sólvörn er að lík- indum ekki eins sterk og kaupandinn heldur sig fá. SAMEINING FRAMUNDAN Íbúar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps samþykktu sameiningu nýlega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.