Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 14
14 11. júlí 2004 SUNNUDAGUR Stefán Baldursson lætur af starfi Þjóðleikhússtjóra um áramót en hann hefur gegnt starfinu í 13 ár. „Þetta hefur verið frábær tími enda er Þjóðleikhúsið sérlega skemmtilegur vinnustaður,“ segir hann. „Helsta markmið mitt á þessum tíma hefur verið að halda uppi gæðastaðli, að gera leikhúsið sem best - og flytja áhorfendum verkefni sem skipta máli. Það hef- ur orðið ákveðin endurnýjun á þessum árum, fasti leikarahópur- inn, 35 manns, hefur orðið æ sterkari. Ég hef vandað mig mjög við að velja unga leikara inn í þennan hóp og saman vinna leik- ararnir og leikstjórarnir að því að þroska sig og list sína. Við höfum keppt að því að búa til framsækið og sterkt nútímaleikhús. Ég tel að okkur hafi tekist það.“ Er sérstök þörf á þjóðleikhúsi? „Það að reka þjóðleikhús er yfir- lýsing um menningarlegt sjálf- stæði. Allar sjálfstæðar þjóðir Evrópu eiga ríkisleikhús. Það er nauðsynlegt að skapa leiklistinni góðar forsendur og vissulega þyrfti að efla styrki til sjálf- stæðra leikhópa ennþá meira en núna er. En það er ómetanlegt að rekið sé stórt ríkisleikhús, sem er flaggskip leiklistarinnar í land- inu, og þar skapaðar kringum- stæður til að gera það besta sem íslenskt leikhúsfólk getur gert. Sú forréttindastaða sem við höf- um rekstrarlega skapar samt ekki sjálfkrafa góðan árangur. Þess vegna þarf leikhúsið alltaf að vera gagnrýnið á sjálft sig, leitandi og krefjandi í þörf fyrir að eflast og þróast. Þjóðleikhúsið er svo miklu meira en skemmtistaður, það er á vissan hátt andlegur háskóli þjóðarinnar og mannræktarstöð fyrir áhorfendur og nýsköpunar- vettvangur og rannsóknarstöð fyrir leikara og listamenn en um leið er það líka bæði sirkus og ævintýri. Þetta er makalaus sam- setning og með þessu listformi getur maður fengið svo miklu áorkað. Allt gott leikhús fjallar um mannleg samskipti og það getur verið sterkt tæki í barátt- unni gegn fordómum og vana- hugsun. Leikhúsið er áttaviti sem hjálpar fólki að rata í gegnum lífið.“ Aldrei slakað á listrænum kröfum Hefurðu stundum þurft að slaka á listrænum kröfum til þess að mæta óskum áhorfenda? „Þjóðleikhúsið hefur borið gæfu til þess að vera frá fyrsta degi al- þýðuleikhús á Íslandi. Allir landsmenn sækja Þjóðleikhúsið og því þarf verkefnavalið að vera fjölbreytilegt. Ég tel okkur aldrei hafa slakað á listrænum kröfum. Þótt við sýnum stundum verkefni sem teljast vera af létt- ara taginu þá erum við að vinna þau af sama listræna metnaði og hádramatískar sýningar. Stund- um viljum við sem erum í leik- húsinu vera enn framsæknari en við erum og taka stór listræn stökk en auðvitað þýðir það ekki. Við þurfum að fara þetta skref fyrir skref því ef stökkin verða of stór verða áhorfendurnir eftir og hætta að mæta. En svo er þetta líka svo óútreiknanlegt og leikrit sem til skamms tíma þóttu gefin kassastykki eru það ekki endilega lengur því viðhorf og smekkur hafa breyst svo mik- ið. Á þessum árum, sem ég hef verið hér, hafa margar vinsæl- ustu sýningarnar verið há- dramatísk átakaverk sem til skamms tíma hefðu ekki þótt álitleg kassastykki. Þetta er sig- ur leikhússins. Ég tel mér trú um að við sem vinnum við leikhúsið eigum sjálf mikinn þátt í því að þróa og þroska smekk almenn- ings. Annað sem hefur áunnist í leikhúsinu á síðustu árum er að kenna íslenskum áhorfendum að leikhús er ekki bara texti og bók- menntir. Leikhúsið er sjálfstætt listform þar sem sjónræni þátt- urinn skipar stóran sess.“ Leikur í hæsta gæðaflokki Stefán segir mikinn áhuga vera á íslenskri leiklist erlendis: „Eitt af því sem ég hef lagt mikla áherslu á er að kynna íslenska leiklist er- lendis. Við höfum að meðaltali farið einu sinni á ári með leiksýn- ingu á leiklistarhátíðir í Evrópu en alltaf eru að berast boð um slíkt. Við vorum að koma af stórri hátíð í Wiesbaden í Þýskalandi og sýning okkar á Pabbastrák eftir Hávar Sigurjónsson vakti mikla athygli. Það er mikilvægt fyrir listamennina okkar að geta mátað sig við kollega sína erlendis, sjá hvar þeir standa og vekja athygli hins almenna áhorfanda og leik- húsfólks á því hvað er verið að gera á Íslandi. Það kemur öllum á óvart að við sem erum svo fá skul- um vera með svona öflugt leikhús. Í Þjóðleikhúsinu er hægt að ganga að ákveðnum gæðum vísum, og þótt hægt sé að deila um ákveðnar leiðir sem leikstjórar fara í ein- stökum verkefnum hér í húsinu er leikurinn nær undantekningar- laust í hæsta gæðaflokki. Við höfum fengið til liðs við okkur erlenda listamenn og þar hef ég valið fólk sem ég veit að kemur með eitthvað nýtt og öðruvísi. Langmesti fengurinn var sam- starfið við Litháen sem hófst fyr- ir um tíu árum. Þá sá ég frábæra leiksýningu í Vilníus, sem Rimas Tuminas hafði leikstýrt. Mér fannst ég verða að fá manninn til Íslands og við gerðum samstarfs- samning við leikhúsið hans. Hann hefur komið hingað fimm sinnum, er gúrú íslenskra leikara og hefur haft gríðarlega víðtæk áhrif. Hann er ætíð fús til að koma þótt flest leikhús í Evrópu séu á eftir honum. Hann segir ástæðuna þá, að leikarahópurinn í Þjóðleikhús- inu sé ótrúlega sterkur og viljug- ur, þori öllu og kasti sér út í allt. Það er gaman þegar maður með þessa miklu leikhúsreynslu er ekki hræddur við að lýsa þessu yfir.“ Slegist um ný leikrit Er hörð samkeppni við önnur íslensk leikhús? „Aðalkeppinauturinn er hitt stóra leikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu, sem er á marg- an hátt með hliðstæðan rekstur og við, þótt við séum með fleira starfsfólk, fleiri sýningar, meira rekstrarfé en líka aðrar og meiri skyldur. Samkeppnin er þó á góð- um og vinsamlegum nótum. Leik- húsheimurinn er ekki stærri en svo að fólk þekkist mjög vel og hefur á vissan hátt samstarf um hlutina. Þegar um ný leikrit er að ræða er samt oft slagur og bar- dagi þegar kemur að því að trygg- ja sér sýningarrétt. Annars finnst mér áberandi á þeim tíma sem ég er búinn að vera þjóðleikhússtjóri hversu miklu meira þarf að hafa fyrir því að markaðssetja sýning- ar. Það er gjörólíkt því sem var fyrir tólf til fimmtán árum. Nú er miklu meira framboð á alls kyns afþreyingu þannig að samkeppnin er hörð.“ Þegar litið er yfir íslenska leikrit- un seinni ára þá finnst manni að hún mætti óneitanlega vera mun meiri og öflugri en hún er. „Það Ég hef aldrei viljað gangast undir já- kvæða mismunun heldur falið þeim einstaklingum verkefni sem ég tel hæfasta til þess hverju sinni. Ég hef aldrei ráðið leikstjóra eftir kynferði heldur út frá mannkostum og hæfi- leikum. Hvað nýja leikstjóra varðar hef ég frekar ýtt und- ir konurnar, því að ég hef aldrei ráðið karlleikstjóra í verkefni, sem ekki hefur verið búinn að sýna hæfni sína sem leikstjóri með at- vinnufólki í öðrum leikhús- um eða leikhópum meðan ég hef ráðið nokkrar konur til leikstjórnar, sem hér hafa þreytt frumraun sína með atvinnuleikurum. ,, - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 21. júlí júlí á STEFÁN BALDURSSON „Allt gott leikhús fjallar um mannleg samskipti og það getur verið sterkt tæki í baráttunni gegn fordómum og vanahugsun. Leikhúsið er áttaviti sem hjálpar fólki að rata í gegnum lífið,“ segir Stefán, sem lætur af störfum um áramót. Stefán Baldursson lætur af störfum þjóðleikhússtjóra um næstu áramót. Hann segist hafa viljað búa til framsækið og sterkt nútímaleikhús og telur að það hafi tekist Skila Þjóðleikhúsinu með góðri samvisku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.