Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 35
Makaskipti eru óneitanlega rússnesk rúlletta. Spurningin er bara hversu mörg hólf eru tóm í byssu hvers og eins og hvað verður fyrir skotinu ef kúla reynist í hólfinu. Ef sambandið er traust eru líkurnar á skoti minni en ella og ef sambandið skiptir manneskjurnar ekki höf- uðmáli er skaðinn kannski ekki svo mikill ef kúla reynist í hólf- inu. En það má ekki gleyma því að sambönd snúast oftar en ekki um fleiri en tvær manneskjur! Ekki má gleyma börnum, vinum og ættingjum. Makaskiptum fylgir óhjá- kvæmileg hætta. Þegar par er saman í kynlífi þarf að stilla saman strengi tveggja einstak- linga, en þegar það er komið út í fjóra eða fleiri er það orðið miklu flóknara og hættan á að slegin verði einhver feilnóta eykst stórlega, en það sem kannski er hættulegast er þegar tilfinningar fara að vera með í spilinu. Hvað ef annar makinn verður stórhrifinn af þessu, en hinn ekki? Hvað ef karl og kona úr sitthvoru parinu heillast mjög hvort að öðru? Kynlíf er náttúrlega alltaf best með þeim sem maður þekkir vel og hefur stundað kynlíf með lengi, þannig að makaskipti eru talsvert taugatrekkjandi; verð- ur meiri spenna en unaður. Og ef fólk ætlar að fara að hittast oft og þá sama fólkið, er ekki ólíklegt að tilfinningar fari að koma inn í myndina. Því eru lík- urnar á að allir stígi í takt svo sáralitlar. Þetta getur gengið, og sumir eru mjög heillaðir af þessum lífsstíl og ánægðir, en hættan er alltaf fyrir hendi og þá verður ekki aftur snúið. Af- brýðisemi spilar þar stóran þátt og myndin af því sem gerðist lifir í höfði beggja. Ef annar að- ilinn er ekki sáttur við að hafa þessa mynd, en hinn vill meira, þá er komið upp alvarlegt vandamál og voðinn vís. Sumir kalla þetta víðsýni, aðrir firr- ingu. Þetta hentar ábyggilega sumum en ég mæli ekki með þessu sem valkosti eða lausn. Miklu vænlegra er að bæta sambandið og kynlífið á annan hátt. Það er heldur ekkert undar- legt að rannsóknir á svingurum (swingers) sýni mikla ánægju með þennan lífsstíl, því þeir eru virkir í honum. Þeir eru virkir því þeir hafa ekki enn orðið fyr- ir skoti. Þeir föllnu og særðu í þessu sambandi eru ekki virkir svingarar og lenda því ekki í úr- takinu. Það er umhugsunarefni hvað varð um hina og hvaða áhrif þetta hafði á þá, þeirra sambönd og fjölskyldur þeirra. thordis@frettabladid.is Allt frá því við kynntumst og vorum gift, ég og eiginkonan mín fyrrverandi, vorum við nokkuð samtaka í okkar villtustu fantasí- um, sem snerust einmitt um það að bjóða fleirum til sængur; til að byrja með öðrum konum. Við stunduðum skemmtistaðina grimmt og tókst oftar en ekki að lokka með okkur konur sem vildu sænga með okkur báðum. Konan mín hafði alltaf haft hvat- ir til annarra kvenna og satt að segja skemmti ég mér stórvel við að horfa á ástarleiki hennar með hinum ýmsu konum og stundum fá að taka þátt í leiknum sjálfur. Svo gerist það þegar við vorum í sumarfríi og leigðum okkur bústað í gegnum vinnuna mína að í næsta bústað voru viðkunn- anleg hjón á okkar aldri. Það er skemmst frá því að segja að þessa viku sem við eyddum í bústaðnum vorum við í miklu og nánu samneyti við þessi nágrannahjón og til að byrja með ansi gaman. Vín var haft um hönd flest kvöld og fljótlega fóru ferð- irnar í heita pottinn að verða frjálslegri og kynferðisleg spenna var áþreifanleg í loftinu. Svo var það eitt kvöldið að pottadaðr- ið fór úr böndunum og endaði í kynsvalli fram á morgunn. Kon- an mín virkilega fílaði sig í þessum leikjum með þeim hjónum og ég man hvað það stakk mig í hjartað að horfa upp á það. Mér fannst einhvern veginn allt öðruvísi að horfa upp á annan mann í samförum með henni, en að sjá hana í erótískum leik með annarri konu. Kvöldið eftir endurtókum við leikinn og svo aftur síðasta kvöldið í bústaðnum. Þetta var vissulega alveg fáránlega skemmtilegt, en ég verð að viðurkenna að eiginkonan var mun æstari í þetta en ég. Veit núna að ég fylgdi henni meira eftir í blindni; kannski til að geðjast henni og gefa mig út fyrir að vera eitthvað sálarlaust kyntröll, sem ég fann alltaf betur og betur að ég var alls ekki. Eftir að múrinn hafði verið brotinn og við gengið saman, en meira óvart, þessa leið að vera með öðrum hjónum í kynlífi okk- ar hjónabands vildi konan gera meira og meira af þessu. Við hittum hjónin úr sumarbústaðnum aftur og héldum við þau nokkuð þéttu sambandi í svefnherberginu, og einu sinni fórum við í stærri orgíu þar sem fleiri pör voru saman komin til þess eins að stunda kynmök hér í borginni. Ætli þetta hafi ekki geng- ið upp í rúmt ár, en þá var mér farið að líða verulega illa og far- inn að sjá að ég réði ekki lengur við niðurbælda afbrýðisemina. Í raun var hjónalíf okkar orðið hjóm eitt því eiginkonan fékk engan veginn nægju sína með mér einum. Ég gat ekki hugsað mér að missa hana en treysti mér ekki lengur í makaskiptin og sagði henni það. Hún tók því alls ekki svo illa í fyrstu og sagðist sjálf vilja hvíla sig á þeim lífsstílnum. Ég trúði henni auðvitað; við höfðum nú einu sinni í upphafi ákveðið þetta líferni í sam- einingu og í fyrsta skipti í langan tíma leið mér vel í hjónaband- inu. Fann ekki lengur til hins nagandi kvíða sem fylgdi afbrýði- seminni. Það leið þó ekki á löngu þar til ég skildi að fíkn hennar í kynlíf með þeim hjónum var ekki byggt á kynhvötinni einni saman, heldur rómantískum tilfinningum til hins mannsins. Ég hafði verið svo blindur, eða í svo mikilli afneitun, að sjá ekki hvernig þau létu við hvort annað og hversu mikill innileiki var í kynmökum þeirra og keleríi þær stundir sem við vorum með þeim. Sá þegar ég leit yfir farinn veg að þau tvö voru alltaf mest saman og fíkin í hvort annað, meðan við hin konan vorum meira eins og aukahjól á vagninum og oft bara áhorfendur á kynferð- islegar athafnir konunnar minnar og mannsins hennar. Skilnaður varð óhjákvæmilegur. Bæði viðurkenndu að vera ástfangin af hvort öðru. Sögðust hafa haldið leiknum áfram vegna þess að hann var með samþykki allra aðila og þannig gætu þau komið í veg fyrir að særa okkur makana sína og splun- dra ekki upp heimilum og fjölskyldulífi. Þau tóku svo saman eft- ir skilnaðinn, en ég sit eftir og sleiki sárin. Missti konuna mína í hendur annars manns vegna gáleysis og kæruleysis þegar ég fylgdi henni í að framfylgja því sem ég hélt að gæti verið tiltölu- lega saklaus fantasía og vona bara að ég bíði þess einhvern tím- ann bætur. Eitt er þó öruggt og það er að ég mun aldrei aftur hætta mér út í makaskipti. Hef ekki einu sinni áhuga né löngun lengur. Makaskiptin eyðilögðu líf mitt. SUNNUDAGUR 11. júlí 2004 19 Mikilvægt er að fólk hrósi hvort öðru fyrir litlu hlutina sem það ger- ir fyrir hvort annað í daglega lífinu. Þannig viðheldur það sterkri sjálfs- mynd hjá hvort öðru. Það er líka afar mikilvægt að fólk hreyfi sig, stundi útivist og heilbrigt líferni því slíkt er styrkjandi fyrir líkamsvit- und og kynhvöt. Þá er áríðandi að gera sig sterkari en neysluheiminn. Að geta lokað augunum og ýtt í hug- anum neysluheiminum til hliðar. Vera bara við tvö sem eigum hvort annað og erum svo mikilvæg fyrir hvort annað því við veitum hvort öðru öryggi og stuðning í lífinu. Við eigum að njóta þess að sameinast í því. Og ef eitthvað sérstakt bjátar á, eins og vandamál við að fá fullnæg- ingu eða of brátt sáðlát, ætti hik- laust að leita til kynlífsráðgjafa eða lesa sér til um dugandi ráð og lausn- ir. Er stinningarlyfið Viagra kostur sem þú mælir með í slíkum tilvik- um? Nei, og mér finnst þessi gríðar- lega ofneysla á Viagra dálítið hlægi- leg því karlmenn geta vitaskuld fullnægt konum án þes að nota til þess typpið. Reyndar hafa margir karlar talað um hvernig þeir fóru að upplifa nánd og tilfinningalega dýpt á miðjum aldri, eða þegar fókusinn var ekki lengur sá eini að skvetta úr typpinu. Það er til alls kyns tækni til að lækna stinningarvanda og of brátt sáðlát, en Viagra er lúxus- vandamál hvíta, ríka mannsins. Hann kaupir sér auka spennutæki en verður þræll þess og hleypur á eftir aukaverkununum, í stað þess að gefa sömu summu til fátækra þjóða sem eiga ekki fyrir eyðnilyfj- um, eða styðja SOS-börn. Svo forgangsatriðin eru kannski orðin afbrigðileg hjá miðaldra Ís- lendingum? Ég mæli með að fólk grúski svo- lítið í þroskasálfræði því að á miðj- um aldri fara verkefnin meira að snúast um að gefa eitthvað af okkur, jafnvel þótt börnin séu að komast á legg. Maður sér marga gera þetta fallega; snúa sér að sjálfboðastarfi og öðru til að láta gott af sér leiða. Það finnst mér vera göfgun á þessu skeiði þegar maður fer að hafa minna af börnunum sínum að segja. Sigmund Freud talaði um göfgun sem varnarhátt til að breyta kyn- hvöt í listsköpun og beina henni í frjóan jarðveg í stað þess að horfa bara í klofið á sér. Í kynhvötinni býr nefnilega kraftur sem beina má í fallegan farveg. Þannig má segja að öll sú handavinna og tréverk sem liggur eftir eldri íslenskar konur og karla sé göfguð kynhvöt. Ást og sköpun eru eitt en við þurfum að blanda hana skynsemi og nota þenn- an stóra heila sem okkur var gefinn í að rækta hjónabandið svo þar sé ekki bara arfi og einhver vitleysa. Því maðurinn er breyskur og í hon- um berjast í sífellu þessi stríðandi öfl; eyðilegging og sköpun. Fjölskylduráðgjöf kirkjunnar býð- ur upp á meðferð fyrir hjón og sam- búðarfólk. Allir sem vilja bæta sam- band sitt, jafnvel þótt vandamál séu ekki til staðar, eru velkomnir. Burt- séð frá trúarbrögðum eða kynhneigð. thordis@frettabladid.is Makaskipti eru úrkynjun. Þau eru partur af klámneyslunni og minna á fall Rómarveldis, en á því stigi neysluhyggj- unnar erum við nú stödd. Makaskipti hafa ekkert með ást eða kærleika að gera. ,, Kynlíf er náttúrlega alltaf best með þeim sem maður þekkir vel og hefur stundað kynlíf með lengi, þannig að makaskipti eru talsvert taugatrekkjandi; verður meiri spenna en unaður. Líkurnar á að allir stígi í takt eru sáralitlar. Hættan er alltaf fyrir hendi og þá er ekki aftur snúið. ,, Fyrrum svingari segir sögu sína: Lífi mínu rústað Reynir Harðarson sálfræðingur: Rússnesk rúlletta með miklar líkur á skoti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.