Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 4
4 11. júlí 2004 SUNNUDAGUR Rúmur þriðjungur styður ríkisstjórnina: Stuðningur við stjórnina dalar enn SKOÐANAKÖNNUN Ríkisstjórn Íslands nýtur stuðnings 34,5 prósent kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins en 65,5 prósent þeirra sem af- stöðu tóku eru andvígir stjórn- inni. Stuðningur við ríkisstjórn- ina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá því í maí þegar 30,9 prósent sögðust styðja stjórnina. Í tveim könnunum blaðsins í júní naut stjórnin stuðnings um 40 prósent kjósenda og hefur stuðningur við stjórnina því dalað nokkuð frá síðustu könnun. Framan af vetri var stuðning- ur við ríkisstjórnina álíka mikill og andstaðan við hana sam- kvæmt könnunum Fréttablaðs- ins. Í könnun blaðsins frá í mars sögðust 51,5 prósent styðja stjórnina en 48,5 voru henni andvígir. Mánuði síðar, í könnun sem gerð var eftir að fjölmiðla- frumvarp forsætisráðherra var kynnt, hafði stuðningur við stjórnina fallið niður í 39 prós- ent og í könnun sem gerð var seint í maí náði stuðningur við ríkisstjórnina lágmarki þegar 30,9 prósent voru henni fylgjandi. Athyglisvert er að bera stuðning við ríkisstjórnina nú saman við könnun sem Gallup gerði í júní árið 2000 en þá var einnig rúmlega ár liðið frá þing- kosningum. Þá sögðust 63 prós- ent þeirra sem afstöðu tóku styðja stjórnina en einungis 37 prósent voru henni anvígir. ■ Framsóknarflokkurinn minnstur allra flokka Tæplega 60 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í síðustu kosningum hafa yfirgefið hann samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og hann er nú minnsti stjórnmálaflokkur landsins. Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósent fylgi en Vinstri grænir sækja mjög í sig veðrið. SKOÐANAKÖNNUN Framsóknarflokk- urinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknar- flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Al- þingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mæl- ist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokk- urinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síð- ustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku ann- aðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þing- mannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en tals- verður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálf- stæðisflokkurinn fylgis 42,1 prós- ents þeirra sem tóku afstöðu á höf- uðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokk- urinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prós- ent sögðust styðja flokkinn en ein- ungis fimm prósent á höfuðborgar- svæðinu. Frjálslyndi flokkur- inn er einnig mun sterkari á lands- byggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylking- una en 27,1 prós- ent á höf- u ð b o r g a r - s v æ ð i n u . Stuðnings- m e n n V i n s t r i g r æ n n a s k i p t u s t jafnt á milli höfuðborg- a r s v æ ð i s og lands- byggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kem- ur í ljós að þrír f l o k k - anna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylk- ingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálf- stæðisflokksins. Fram- sóknarflokkurinn hef- ur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: „Hvaða lista mynd- ir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?“ og tóku 60,4 prósent afstöðu. ■ Ætti að leggja hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar? Spurning dagsins í dag: Er stefna stjórnvalda í menntamálum skýr? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 37,29% 62,71% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ÁNÆGÐIR PALESTÍNUMENN Sátt í Arabaríkjum vegna stuttorðs úrskurðar Alþjóðadómstólsins í Haag. Varnarmúr Ísraela er ólögmætur. Dómurinn er ekki bindandi. Sögulegur dómur: Arabar sáttir LÍBANON, AP Arabaríki hvetja Sam- einuðu þjóðirnar til að beita sér fyrir því að Ísraelar stoppi bygg- ingu varnarmúra í ljósi úrskurðar um að hann sé ólögmætur. Stuttorðaður úrskurður Alþjóða- dómstólsins í Haag frá föstudegin- um segir að Ísraelar eigi að rífa nið- ur múrinn, greiða þeim Palestínu- mönnum sem hefðu orðið fyrir efnahagslegum erfiðleikum vegna þeirra bætur og skila eignum til þeirra sem misstu þær undir múr- inn. Úrskurðurinn er ekki bindandi. Forseti Líbanons, Emile Lahoud, sagði meðal annars að Sameinuðu þjóðirnar ættu að taka þá sögulegu ábyrgð sem úrskurðurinn væri og vinna að friði og stöðugleika á svæðinu. ■ 32,3% (Seinni hluti maí 2004) D 35,2% S 28,4% B 17,9% F 9,4% V 9,0% 31,3% 20,5% 8,3% 7,5% AFSTAÐA TIL RÍKISSTJÓRNARINNAR NÚ Samkvæmt könnun 9. júlí 2004. FYLGI FLOKKANNA Frá október 2003 til júlí 2004. Andvíg ríkisstjórninni 65,5% Andvíg ríkisstjórninni 37%Fylgjandi ríkisstjórninni 34,5% Fylgjandi ríkisstjórninni 63% AFSTAÐA TIL RÍKISSTJÓRNARINNAR Í JÚNÍ 2000 Samkvæmt könnun Gallup. FYLGI FLOKKANNA Í júlí 2004. Til samanburðar eru úrslit kosninganna 2003. 7,5% B D F S V 17,7% 32,3% 33,7% Könnun 9. júlí 2004 Niðurstöður kosninga 2003 8,3% 7,4% 31,3% 31,0% 20,5% 8,8% Á FUND FORSETA Fjölskylda flutningabílstjórans hitti forseta Filippseyja sem greindi þeim frá því að upp- reisnarmenn hafi þyrmt lífi Angelos. Upp- reisnamennirnir hafa dregið fréttina til baka. Filippseyskur gísl: Enn í haldi ÍRAK, AP Uppreisnarmenn í Írak hafa ekki sleppt filippseyska flutninga- bílstjóranum, Angelo dela Cruz, eins og filippseysk yfirvöld hafa gefið út. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jaze- era í Katar birti viðtal við liðsmann uppreisnarmannanna. Hann sagði að filippseysk stjónvöld yrðu að full- vissa þá um hvarf hersins heim á leið áður en bílstjóranum yrði sleppt. Uppreisnarmennirnir höfðu kraf- ist þess að 51 manns herlið Filippsey- inga yrði kallað heim innan þriggja daga en filippseysk stjórnvöld töldu að lífi Cruz hefði verið þyrmt þar sem herlið þeirra yrði dregið til baka 20. ágúst. ■ ÓVENJU RÓLEGT UM ALLT LAND Það er samdóma álit lögreglumanna um allt land að þessi helgi stefni í að vera óvenju róleg. Lögreglan á Norður- og Austurlandi þakkar það sól og hita og segja lögregluþjónar að fólk nenni ekki einu sinni að keyra hratt, slíkur sé hitinn. Á Suð- urlandi segja menn hinsvegar að súldin geri það að verkum að fólk hafi hægt um sig og sé friðsælt og rólegt. Umferð er töluverð um Vestur- og Norðurland vegna hátíða sem þar eru haldnar en ekki hefur borið á öðru en prúðmannlegri framkomu gesta þeirra. STÍFT EFTIRLIT Á HOLTAVÖRÐU- HEIÐI UM HELGINA Vegna hátíða- haldanna á Norður- og Vesturlandi þessa helgi er umferðin nokkuð þung. Á Vesturlandi eru bæði Írsk- ir dagar á Akranesi og Leifshátíð í Dölum og fyrir norðan er Lands- mót ungmennafélaganna á Sauðár- króki og Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Á Akranesi var einn ölvunarakstur tilkynntur í nótt en að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum. Lög- reglan á Hólmavík tók á annan tug ökumanna fyrir hraðakstur á Holtavörðuheiði og mun hafa stíft eftirlit um helgina. FISKFLUTNINGABÍLL VALT Fisk- flutningabíll valt skammt frá Stykkishólmi í gærmorgun og þurfti að kalla út björgunarsveit til að losa fiskinn af bílnum. Öku- maður slapp ómeiddur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Flokkur verðandi forsætisráð- herra nýtur 7,5% fylgis sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. SKOÐANAKÖNNUN Stjórnarflokk- arnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, njóta sameiginlega fylgis tæplega 40 prósent þeirra sem taka af- stöðu í skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá síðari hluta maí hefur sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna ekki mælst minna í könnunum blaðsins. Frá því í október hafa stjórnarflokkarnir misst fjórð- ung stuðningsmanna sinna en þá nutu þeir sameiginlega fylgis 53,1 prósent kjósenda samkvæmt könnun Frétta- blaðsins. Kjörfylgi flokkanna var litlu minna eða 51,4 prósent. Í mars sýndi könnun blaðsins að sameiginlegt fylgi flokkanna var tæplega 51 prósent en mánuði síðar, eftir að fjölmiðla- frumvarp var kynnt, var fylgi flokkanna tveggja samtals 44,3 prósent samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Lægst fór sameiginlegt fylgi flokkanna í 35,9 prósent í lok maí en síðan jókst fylgið á ný og var komið í 45,2 prósent í seinni könnun blaðsins í júní. Þegar eitt ár var liðið á síð- asta kjörtímabil, í júní árið 2000, nutu stjórnarflokkarnir sam- eiginlega um 59 prósenta fylgis samkvæmt skoðanakönnun Gallups. ■ Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna: Hafa misst fjórðung stuðningsmanna FYLGI STJÓRNARFLOKKANNA Frá október 2003 til júlí 2004. 53,1% 39,8% 35,9% 45,2% (Seinni hluti maí 2004)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.