Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 42
26 11. júlí 2004 SUNNUDAGUR EUROTRIP kl. 3.45 og 8 B.I. 12 DREKAFJÖLL kl. 2 M/ÍSL. TALI TROY kl. 10.10 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 2 SÝND Kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 SÝND Kl. 5.50 og 8 SÝND Kl. 10.15 B.I. 16 SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur FORSÝND kl. 5 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 MORS ELLING kl. 6 METALLICA: SOME KIND OF MONSTER kl. 10.20 HHH1/2 kvikmyndir.is Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrota- snillingur sem nokkru sinni hefur REYNT glæp aldarinnar. MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 kl. 3.30, 5.45, 8 & 10.15 B.I. 12 kl. 3, 5.45 og 8.15 SÝND kl. 3, 5.40 og 8 kl. 4, 8 og 10 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.is HHH Kvikmyndir.com Frábær, gamansöm og spennandi ævin- týramynd sem byggð er á sígildu skáld- sögu Jules Verne. Með hinum hressa og sparkfima Jackie Chan en með honum leika líka Steve Coogan, Arnold Schwarzenegger, John Cleese, Rob Schneider, Owen Wilson og Luke Wilson. HHH S.V. Mbl. HHH H.J. Mbl. Sigurvegari CANNES og EVRÓPSKU KVIKMYNDA- VERÐLAUNANNA. bráðfyndið meistarastykki „Dásamlega áhrifamikil og fyndin!“ - Donald J. Levit, FILM THREAT „Guðdómlega fjarstæðukennd gamanmynd!“ - Peter Howell, TORONTO STAR" SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8, 10.30 Frábær rómantísk gamanmynd með Kate Hudson úr How to lose a guy in 10 days og John Corbett úr My big fat Greek wedding Frá leikstjóra Pretty Woman PÉTUR PAN kl. 1.50 og 3.50 M/ÍSL. TALI DAY AFTER TOMORROW kl. 12 og 3 Frá framleiðanda Spiderman r fr l i i r HHH S.V. Mbl. SÝND kl. 12, 2, 3, 5, 6, 8 og 9 POWERSÝNINGAR kl. 11 LÚXUS: 2.30, 5.30, 8,30 og 11.30 Power sýning kl. 11 & 12 Frá framleiðendum Runaway Bride og Princess Diaries Í GAMANMYNDINNI SÝND kl. 2 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 M/ENSKU TALI SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 HHHHH SV MBL. „Afþreyingar myndir gerast ekki betri.“ HHHH ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Sunnudagur JÚLÍ Opið: mán.–fim. 9–23.30 fös. 9–00.30 lau.–sun. 10–00.30 Sunnumörk 2 (nýja verslunarmiðstöðin í Hveragerði) Leikkonan Gwyneth Paltrow komgestum í veislu í New York í opna skjöldu á dögunum. Stúlkan var í kjól sem sýndi berar axlir og bak og þar gátu allir séð und- arlega hringlaga bletti sem leik- konan gerði engar tilraunir til þess að fela. Húðsérfræð- ingar segja að svona blettir myndist þegar fólk lætur sjúga óæskileg efni úr húð sinni. Gestir í veislunni sögðu að hún liti út eins og geimvera. Ethan Hawke blandaði sínu einka-lífi inn í framhald myndarinnar Before Sunrise sem er væntanleg í bíó. Myndin heitir Before Sunset og segir frá því þegar bandaríski ferða- maðurinn Jesse hittir aftur frönsku konuna Celine sem hann átti yndis- legan sólarhring með í fyrri mynd- inni. Celine er aftur leikin af frönsku leikkonunni Julie Delpy. Í myndinni segist Jesse vera fastur í ástlausu hjónabandi vegna barna þeirra. Eins og flestir vita skildi hann við leikkonuna Umu Thurman fyrr á árinu. Angeline Jolie er kominn meðnýjan kærasta. Sá heitir Michel Comte og er ljósmyndari. Þau hafa verið óað- skiljanleg frá því að þau kynntust á Cann- es-kvikmyndahátíð- inni síðustu. Jolie virðist ekkert vera að reyna að fela samband þeirra og þau ráfa nú um götur Hollywood á bleiku skýi. ■ ■ KVIKMYNDIR  21.00 Bar 11 sýnir Dark City frá 1998 og Omen, The movie. Myndirnar eru ótextaðar. ■ ■ TÓNLEIKAR  10.40 Norskur kvartett í heldur stutta tónleika í Hallgrímskirkju, áður en messa hefst klukkan 11.  17.00 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari koma fram á sumartónleikum í Akur- eyrarkirkju.  20.00 Ragnheiður Gröndal og hljómsveitin Black Coffee heldur tónleika á Kaffi Nielsen á Egils- stöðum. Leikin verða ýmis blús-, djass- og popplög ásamt lögum eftir Ragnheiði.  20.00 Kammerhópurinn Quattro Musicanti heldur tónleika í Reyk- holti. Kvartettinn skipa þau Ragn- hild Hadland sópransöngkona, Linda Saglien Svensen, sem leikur á trompet, Per Kristian Svensen básúnuleikari og Terje Hadland sem spilar á píanó. Á efnisskránni er barokktónlist  20.00 Þýski orgelleikarinn Christi- an Schmitt leikur á tónleikum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru liður í dagskránni Sumarkvöld við orgelið. ■ ■ LISTOPNANIR  Fyrsti dagur sýningarinnar Bókverk – Bókalist í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Sýningin er á eins- tökum, handgerðum bókum, þar sem form og innihald helst í hendur. Fimmtíu verk eru á sýn- ingunni eftir 34 aðila. ■ ■ SKEMMTANIR  14.00 Söfnin í Aðalstræti á Akur- eyri, Minjasafnið og Nonnahús, efna til fjölskylduskemmtunar í til- efni Safnadagsins. Líflegt verður á safnasvæðinu og margt áhuga- vert í boði jafnt utan dyra sem innan. ■ ■ MARKAÐIR  13.00 Úti/inni Markaður í Klink & Bank. Á boðstólnum verða ýmis varningur, veitingar og uppá- komur. Allir mega mæta með sitt hafurtask og setja upp sinn eigin bás án endurgjalds meðan hús- rúm leyfir. Magnað maður, magnað! Þó bíósumarið sé rétt hálfnað þori ég að fullyrða að Spider-Man 2 verði aðalsumarmyndin í ár. Hún toppar allt sem á undan er gengið og það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að þær sumar- myndir sem enn hafa ekki skilað sér í hús skáki Spider-Man 2. Þetta er einfaldlega frábær mynd, spennandi, fyndin, falleg og gerð af svo mikilli og djúpri virðingu fyrir Köngulóarmanninum sem teiknimyndasöguhetju að hrein unun er að horfa á. Peter Parker, vinur okkar, er þó síður en svo í góðum málum þegar hann mætir til leiks. Það er nefnilega ekki tekið út með sæld- inni að vera ofurhetja og Könguló- armaðurinn tekur svo mikinn tíma og orku frá honum að hann er að klúðra náminu og fjarlægj- ast sína nánustu. Peter er sem sagt andlegt flak og það kemur harkalega niður á hetjunni þar sem hann virðist vera að missa yf- irnáttúrulega köngulóarhæfileika sína hægt og bítandi vegna þung- lyndis. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma þar sem hinn ofurgáfaði vís- indamaður Otto Octavius tekur upp á því að sturlast og ganga ber- serksgang með fjóra tröllslega stálarma á bakinu. New York, eins og hún leggur sig, er því í stór- hættu og Spider-Man þarf á öllu sínum kröftum, óskiptum, að halda eigi hann að geta bjargað borginni sinni, ástvinum sínum og síðast en ekki síst sjálfum sér. Það er því nóg að gerast í þess- ari framhaldsmynd og það verður að segjast eins og er að maður hefur sjaldan séð jafn mikinn metnað settan í handritsgerð teiknimyndasöguhetjumyndar. Sagan er pottþétt og rímar full- komlega við það sem gerðist í fyrri myndinni og traustur grunn- ur er lagður að frekara framhaldi. Það er því greinilegt að Sam Raimi hefur lagt upp með ákveð- na heildarhugsun og haldi hann áfram á þessari braut verður Spider-Man einn besti og eftir- minnilegasti kvikmyndabálkur sögunnar. Þrátt fyrir hraða keyrslu og geggjaðar tæknibrellur sem gera það af verkum að áhorfandann svimar stundum af því að sveifla sér á milli skýjakljúfa með hetj- unni er persónusköpuninni gefin góður tími og handritið er skrifað með ákaflega mikilli virðingu fyr- ir Spider-Man blöðunum þannig að þeir sem hafa átt Lóa að vini síðan í barnæsku fá ofboðslega mikið fyrir sinn snúð en einn hel- sti galdur myndarinnar er sá að hún skemmtir bæði þeim sem þekkja sögu Spider-Man fram og aftur ekki síður en þeim sem eru bara að koma til að sjá gott bíó. Þessi fer beint á stall með Empire Strikes Back. Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant. Þórarinn Þórarinsson [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN SPIDER-MAN 2 SPIDER-MAN 2 Leikstjóri: Sam Raimi Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Kirsten Dunst, Alfred Molina FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.