Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 46
Fegurðardrottning leysir af rokkara 30 11. júlí 2004 SUNNUDAGUR „Ég hef átt í smá vandræðum með hnéð á mér og í þetta skiptið gafst það bara upp,“ segir María Þórð- ardóttir dansari en hún fer með hlutverk rokkara í söngleiknum Fame í Smáralind. María náði að frumsýna verkið en varð svo fyrir óhappi á annarri sýningu. „Það rann til hjá mér liðþófi og hnéð læstist í upphafsatriðinu,“ segir María, sem þurfti að skjögra út af sviðinu eftir þessa sársaukafullu reynslu. „Baksviðs reyndi ég að sparka mér í lið því stundum gengur hnéð til baka, en það gekk ekki í þetta skiptið, og ég þurfti að kalla til sýningarstjórann og var send beint upp á spítala.“ Leikhópurinn hélt þó út sýning- una án Maríu og daginn eftir var Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir (Ungrú Ísland) fengin til að fara í hlutverk rokkarans. „Þetta var eiginlega alveg hræðilegt og ég hélt bara að þau væru að djóka þegar ég var beðin um þetta,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Ég þurfti að læra allt handritið og all- ar stöður Maríu á einum sólahring meðfram vinnunni minni og end- aði með að æfa mig á línunum í kaffipásum. Svo þurfti ég líka að læra á trommur sem var frekar erfitt á svona skömmum tíma en um leið og ég hafði samþykkt að kíla á þetta var brunað með kjuð- ana beint heim til mín. Þar æfði ég mig á pottunum í eldhúsinu og þetta var frekar hlægilegt allt saman. Eftir á er þetta búið að vera mjög skemmtilegt enda studdi hópurinn mig ótrúlega mikið,“ segir Ragnhildur. Eftir hjólastól, hækjur og að- gerð fer María aftur á svið í dag. „Ég er mjög þakklát Ragnhildi og hef heyrt að hún hafi staðið sig ótrúlega vel,“ segir María sem ætlar að reyna að fara hægt af stað. „Maður á það til að gleyma sér upp á sviði en ég byrja á að leika og fer svo inn í danssenurn- ar eftir tvær vikur. Ég er reyndar mjög fegin því að þetta atvik átti sér stað þarna en ekki á frumsýn- ingu eða úti í Skotlandi þar sem ég verð í vetur í leiklistarnámi,“ seg- ir María að lokum og Ragnhildur segist ekki útiloka að eftir þessa reynslu setjist hún aftur við trommusettið þegar María heldur utan í haust.“ ■ SÖNGLEIKUR FAME ■ Dansarinn María Þórðardóttir var send beint upp á spítala eftir upphafs- atriði á annarri sýningu Fame og Ungfrú Ísland, Ragnhildur Steinunn, fékk sólar- hring til að setja sig inn í nýtt hlutverk. ROKKARAR Frægðin er ekki tekin út með sældinni. klst. í hleðslu 1,5 www.gitarskoli.com Laugavegi 32 sími 561 0075 Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is               !    "#!  $!   %!$ !   ■ Ég henti fötunum mínum í tösku, hljóp upp tröppurnar í Flugleiðavélina og eftir nokkrar klukkustundir var ég kominn í Hvíta húsið í Washington með fylgdarliði Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Hann vantaði fífl í hópinn og þeir ákváðu á síðustu stundu að hringja í mig. Davíð fór á fund með Bush, mér var hins vegar vísað inn í eldhúsið. Við eldhúsborðið sat feitlaginn, fölur maður og sötraði kaffi. Ég kynnti mig, sagðist vera íslenska fíflið en hann tók lítið undir kveðju mína. Ég settist hjá honum og hellti mér í bolla, eftir stutta stund vorum við farnir að spjalla. Hann sagðist vera fíflið hans Bush. Það eru ömurleg örlög, bætti hann við. Það var ekkert að gera, ég sit bara hérna inni í eldhúsinu allan daginn, drekk kaffi og ét kleinuhringi. En þú, ert þú bissí. Nei, ég er bara afleysingafífl, fíflið sem sér um forsætisráð- herrann yfirleitt fékk leið á hangsinu og fór að smíða sumar- bústaði í sjónvarpinu. Ah, það er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera, sagði ameríska fíflið, mig hefur alltaf dreymt um að vera smiður. Þarna sátum við, fífl tveggja landa, sátum og fitnuðum af sæt- um kleinuhringjunum. Jæja, við getum sjálfum okkur um kennt, sagði ég til þess að vera hress. Af hverju, spurði ameríska fíflið. Ja, við kusum þetta yfir okkur, er það ekki. Sá ameríski hristi hausinn, nei, ekki við, við kusum ekki einu sinni Bush, kosningar eru ekki hátt skrifaðar í þessu landi. Ég sagði ekki neitt. Mig langaði ekki að hann fengi neikvæða mynd af Íslandi, það væri leiðin- legt ef fólk hætti að koma í hvala- skoðun og svona. ■ ÉG ER FÍFLIÐ ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR „Hann vantaði fífl í hópinn og þeir ákváðu á síðustu stundu að hringja í mig.“ Disney majónes Risastór majónesdolla, sem komið var upp rétt hjá Þjórsárbrúnni, hef- ur nokkuð verið í fréttum þar sem ekki var einsýnt að leyfi hafi feng- ist fyrir uppsetningu hennar. Nú á dögum tóku vegfarendur eftir að breyting hafði orðið á dósin- ni, sem er þrír metrar á hæð. Ein- hver hafði tekið sig til og málað orð- ið Disneyland, líkt og þetta væri auglýsing eða vegvísir til Dis- neylands á Íslandi. Ekki er vitað til að slíkur skemmtigarður sé til á landinu og vonandi hefur þetta ekki orðið til að fólk villist af leið. ■ MAJÓNESDÓSIN UMTALAÐA Einhver hefur tekið sig til og breytt útliti dósarinnar nokkuð. Vonandi mun þó engin taka þennan nýja vegvísi alvarlega. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Á Akranesi. Helgi Björnsson. Magnús Skarphéðinsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.