Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 11. júlí 2004 býr enginn til höfund en það er hægt að hjálpa höfundum að læra að skrifa fyrir leikhús,“ segir Stefán. „Við höfum unnið að því hörðum höndum árum saman. Við erum með ráðgjöf og leiklistar- ráðunaut og bjóðum höfundum tímabundin starfslaun ef þeir hafa spennandi hugmyndir. Við höfum líka verið með höfunda- námskeið og höfundasmiðjur. Við erum á ýmsa lund að reyna að örva fólk til að skrifa. Ég held að þrátt fyrir allt sé ótrúlega mikið skrifað af leikritum og að jafnaði höfum við verið með þrjú til fimm íslensk leikrit á ári. Það er hátt hlutfall ef miðað er við önnur lönd.“ Ræð ekki leikstjóra eftir kynferði Nokkur umræða hefur orðið um stöðu kvenna innan leikhússins og jafnvel hafa heyrst raddir sem segja að íslenskt leikhús sé strákaleikhús. Um þá staðhæf- ingu segir Stefán. „Það er eins og hvert annað rugl. Staða kvenna í íslensku leikhúsi hefur alla tíð verið sterk og ótrúlega sterk í samanburði við aðrar þjóðir. En auðvitað er þetta vandi sem öll leikhús í heiminum glíma við, að karlmennirnir eru fyrirferða- meiri en konurnar. Ég hef mark- visst unnið gegn þessu en auðvit- að geta komið einstaka ár, þar sem kringumstæður og verkefni verða til þess að meira ber á karl- mönnunum. Stjórnunarlega er staða kvenna góð í leikhúsinu og á leikarasamningi í Þjóðleikhús- inu eru yfirleitt jafn margar kon- ur og karlar, sem ekki er algengt í öðrum þjóðleikhúsum álfunnar. Stundum er talað um að erfiðara sé að finna konunum hlutverk og það er staðreynd að það þarf að hafa meira fyrir því, en ef maður er meðvitaður um vandann, eins og ég tel mig hafa verið, þá er hægt að finna þrælgóð verk með flottum kvenrullum. Á þeim árum sem ég hef verið leikhús- stjóri hafa um tuttugu karlmenn leikstýrt en fjórtán konur. Þetta er nokkur munur en samt ekki áberandi mikill. Ég hef aldrei viljað gangast undir jákvæða mismunun heldur falið þeim ein- staklingum verkefni sem ég tel hæfasta til þess hverju sinni. Ég hef aldrei ráðið leikstjóra eftir kynferði heldur út frá mannkost- um og hæfileikum. Hvað nýja leikstjóra varðar hef ég frekar ýtt undir konurnar, því að ég hef aldrei ráðið karlleikstjóra í verk- efni, sem ekki hefur verið búinn að sýna hæfni sína sem leikstjóri með atvinnufólki í öðrum leik- húsum eða leikhópum meðan ég hef ráðið nokkrar konur til leik- stjórnar, sem hér hafa þreytt frumraun sína með atvinnuleik- urum. Ég tel mig hafa starfað og breytt samkvæmt bestu vitund og hef látið listræn sjónarmið ráða ferð. Eitt af því sem maður lærir fljótt í leikhússtjórastarfi er að það getur gustað um mann og maður verður að læra að of- túlka ekki gagnrýni eða nöldur og kippa sér ekki of mikið upp við slíkt. Maður verður að fara sínu fram af heiðarleika og einlægri sannfæringu um að maður sé að breyta rétt.“ Hefurðu einhverja skoðun á því hver eigi að taka við þjóðleikhús- stjórastöðunni af þér? „Ég hef vissulega skoðun á því en gef hana ekki upp. Þetta er gríðar- lega kröfuhart starf, sem alls ekki hentar öllum en ég treysti því að eftirmaður minn muni halda áfram því metnaðarfulla starfi, sem byggt hefur verið upp.“ Á leið til Kaupmannahafnar Ný verkefnaskrá Þjóðleikhússins mun líta dagsins ljós í haust og Stefán ber ábyrgð á henni. Hann segist vera langt kominn með að skipuleggja hana ásamt listræn- um ráðgjöfum sínum. Vinsæl verkefni frá síðasta leikári verða áfram á fjölunum: Þetta er allt að koma, Edith Piaf og Dýrin í Hálsaskógi, sem öll gengu fyrir fullu húsi til loka leikárs. Þegar spurt er um ný verkefni segir Stefán: „Fyrstu frumsýningar haustsins verða Böndin á milli okkar, sem er nýtt leikrit eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir. Síðan er nýtt rússneskt leikrit, Svört mjólk, eftir kornungan höfund Vasílij Sígarjov, en leikritið hefur vakið gríðarlega athygli í Evrópu. Kjartan Ragnarsson leikstýrir. Melkorka Tekla Ólafs- dóttir mun síðan leikstýra ítölsku leikriti, Nítjánhundruð, eftir Al- essandro Baricco. Þetta er magn- að verk sem hefur verið kvik- myndað með hundruðum leik- enda en Jóhann Sigurðarson ætlar að leika öll hlutverkin. Þetta eru fyrstu nýju verkin í haust og síðan kemur í ljós hvað annað við bjóðum upp á.“ Þegar þú lætur af störfum verða breytingar á þínu lífi. Ætlarðu þá að snúa þér að leikstjórn? „Já. Ég hef heldur haldið mig til hlés sem leikstjóri þessi leikhús- stjóraár, aðeins leikstýrt einu verki annað hvert leikár og hafn- að öllum tilboðum erlendis frá. Úti í Evrópu eru leikhússtjórarnir yfirleitt að leikstýra 2–3 leikritum á ári en ég hef kosið að gefa sem flestum öðrum tækifæri. Ég hef þegar fengið fyrirspurnir og til- boð um ýmis verkefni. Ég vann mikið erlendis sem leikstjóri áður en ég tók við Þjóðleikhúsinu. Á næsta ári verð ég í Kaupmanna- höfn og víðar að leikstýra, en ég vil ekki ræða það nánar á þessu stigi.“ Hefðirðu viljað vera lengur í starfi þjóðleikhússtjóra? „Ég hef verið að vinna með frá- bæru fólki og þetta hefur verið skemmtilegur tími. Starfið er hins vegar þess eðlis að mér finnst ekki rétt að sami einstaklingur sé í því lengur en tíu, tólf ár í svona litlu samfélagi, þótt annað tíðkist meðal stórþjóða. Auðvitað mun ég sakna starfsins en þetta er orðið gott í bili og mér finnst ég vera að skila Þjóðleikhúsinu með góðri samvisku til eftirmanns míns og framtíðarinnar.“ kolla@frettabladid.is Mazda6 SDN TS sjálfskiptur ver› 2.430.000 kr. Ger›u samanbur› Komdu vi› hjá okkur og prófa›u Mazda6 fia› er opi› alla virka daga kl. 9-18 ABS-diskahemlar EBD-hemlajöfnun DSC-spólvörn og stö›ugleikakerfi Sjálfvirk loftkæling Aksturstölva Sóllúga Hra›astillir (cruise control) Rafdrifnar rú›ur a› framan og aftan Rafdrifnir og upphita›ir hli›arspeglar Fjarst‡r›ar samlæsingar me› fljófavörn Velti- og a›dráttarst‡ri Útvarpsstillingar í st‡ri Upphitu› framsæti Le›urklætt st‡ri firiggja punkta öryggisbelti og stillanlegir hnakkapú›ar í öllum sætum Fjórir öryggisbú›ar a› framan ISOFIX-barnastólsfestingar í aftursæti Öryggispú›ar vi› hli›arglugga Armpú›i milli framsæta me› tvískiptu hólfi Armpú›i í aftursæti me› glasahaldara Farmfestingar í farangursr‡mi Útvarp/geislaspilari, 4 hátalarar 16" álfelgur Mottur Sta›albúna›ur í Mazda6 TS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.