Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 11
■ NÝJAR BÆKUR 11SUNNUDAGUR 11. júlí 2004 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 52 93 0 7/ 20 04 www.urvalutsyn.is Fáðu ferðatilhö gun, nánari upp lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðin n á netinu! Beint leiguflug til Verona og Salzburgar á laugardagsmorgnum í vetur og í fyrsta sinn páskaferð í beinu flugi. Úrvals-Útsýnar í Austurríki og á Ítalíu Ítalía er vinsælasti áfangastaður skíðafarþega Úrvals-Útsýnar og brekkurnar í Selva og Madonna munu bíða þín snæviþakktar á komandi vetri. Nýjung okkar í ár er Austurríki í morgunflugi til Salzburgar, með úrvali af frábærum skíðastöðum sem þó eru Íslendingum að góðu kunnir. 3. janúar til Salzburgar er uppseldur og örfá sæti eru laus í flug 12. og 19. febrúar. Sérferðir á Skíði: • „Jólaferð“ til Selva 22. desember - 3. janúar • „Ein með öllu“ til Madonna, Lech og Zell am See 13. - 22. janúar Tryggðu þér strax sæti í beinu flugi. Þú getur keypt flugsæti hjá okkur og bókað gistingu sjálf/ur eða keypt pakkaferð með þjónustu okkar. 1000 manns hafa tryggt sér skíðaferð í beinu flugi næsta vetur! Bókaðu strax! Hjá Máli og menningu er komin útí kilju bókin Áform eftir Michel Houllebecq, handhafa Evrópuverð- launanna í bók- menntum 2002, í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Bók- in fjallar um Michel sem hefur ofnæmi fyrir samskiptum við annað fólk en unir sér við klám og skyndikynlíf. Í Taílandi kynnist hann Valerí, sem starfar hjá ferða- skrifstofu og takast með þeim ástir. Hjá Máli og menningu er komin útí kilju Killiansfólkið eftir Einar Kárason. Um er að ræða nýja og endurskoðaða útgáfu skáldsagn- anna Heimskra manna ráð, frá 1992 og Kvika- silfur frá 1994. Bókin segir frá Sigfúsi Killian bílapartasala á L æ k j a r b a k k a , skrautlegri fjöl- skyldu hans og samferðarmönnum. Hjá Vöku-Helgafelli er komnar út íkilju bókin Örlög eftir Stephen King í þýðingu Guðna Jóhannes- sonar. Bókin seg- ir frá Dolores Claiborne, mið- aldra konu sem situr fyrir framan lögreglustjórann í heimabæ sínum og útskýrir af hvernig hún myrti eiginmann sinn 30 árum fyrr. Lögreglan hefur hins vegar meiri áhuga á andláti vinnuveitanda Dolores daginn áður. Hjá Vöku-Helgafelli er komin út íkilju bókin Eymd eftir Stephen King í þýðingu Karls Th. Birgissonar. Bókin segir frá samskiptum rithöf- undar við geð- sjúka konu sem heldur honum föngnum. Rithöf- undurinn Paul Shelton lendir í bílveltu og er bjargað af Annie Wilkes sem reyn- ist vera einlægur aðdáandi bóka hans. Hún flytur hann heim til sín og verður í senn hjúkrunarkona hans og fangavörður. Hjá Máli og menningu er komin útbókin Kvenspæjarastofa númer eitt eftir Alexander McCall Smith. Þetta fyrsta bókin í vinsælum bresk- um glæpasagna- flokki í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdótt- ur. Fyrir skemm- stu fékk höfund- urinn British Book Awards sem besti höf- undur ársins 2004 fyrir allan bókaflokkinn um þennan knáa kveneinkaspæjara. Sagan segir frá Precious Ramotswe, slyngasta kvenspæjara í Botsvana og jafnvel þótt víðar væri leitað. Hún er hyggin og úrræðagóð og með góðri hjálp vinar síns herra J.L.B. Matekoni ásamt traustri handbók um spæjara- störf, mikilli mannþekkingu og ærnu brjóstviti leysir hún hin fjölbreytileg- ustu mál sem fólk leitar til hennar með. Hvernig ertu núna? Ofsalega léttur og kátur eftir velheppnaða frum- sýningu Hæð: 182 cm Augnlitur: Brúnn Starf: Leikari og leikstjóri Stjörnumerki: Naut Hjúskaparstaða: Í sambúð með ynd- islegri konu Hvaðan ertu? Breiðholtinu Helsta afrek: Að búa til strákinn minn Helstu veikleikar: Hvers kyns nautn- ir Helstu kostir: Einlægni Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Laugar- dagskvöld með Gísla Marteini Uppáhaldsútvarpsþáttur: Poppland á Rás 2 Uppáhaldsmatur: Hamborgara- hryggurinn hennar mömmu Uppáhaldsveitingastaður: Holtið Uppáhaldsborg: Reykjavík Uppáhaldsíþróttafélag: Fram og Manchester United Mestu vonbrigði lífsins: Hafa ekki ennþá komið Hobbý: Það er svo margt. Get nefnt fótbolta, golf, sumarbústaðaferðir, leikhús og tónleika Viltu vinna milljón? Væri alveg til í milljón en spila aldrei í lotteríi Jeppi eða sportbíll: Nettan jeppa. Þeir eru öruggari. Ekki á 100 tommu dekkjum Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikari Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég bregst fólki Hver er fyndnastur? Kjartan Guð- jónsson leikari er ótrúlega fyndinn. Svo er hann líka svo fallegur Hver er kynþokkafyllst? Sú sem hef- ur afslappað sjálfstraust og fallegt bros Trúir þú á drauga? Nei, til þess er ég of jarðbundinn Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ljón Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rotta Áttu gæludýr? Nei, átti kött þegar ég var yngri og fílaði hann ekki. Hann fór alltaf þegar maður kallaði á hann. Blessuð sé minning hans Hvar líður þér best? Í heitum potti úti á landi Besta kvikmynd í heimi: Deer hunter Besta bók í heimi: Ég les skammar- lega lítið. Sjálfstætt fólk fannst mér frábært, eins og öllum sjálfsagt Næst á dagskrá: Ná mér niður eftir söngleikinn Hárið í Austurbæ Ætlaði alltaf að verða leikariBakhliðinÁ RÚNARI FREY GÍSLASYNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.