Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 11. júlí 2004 17 FLÍSADAGAR 25 til 40% afsláttur af flísum Opið í dag 11–16 Milano-line Dvergshöfða 27 · 110 Reykjavík 511 16 60 Tæland á útsölu 2 vikur í september frá Lúxustilboð í Tælandi: 2 vikur í sept. á 5 stjörnu lúxushóteli frá Hópferðir með íslenskum fararstjóra: Leyndardómar Tælands og 5 stjörnu strandhótel: 16 dagar á aðeins Nílarsigling og Kaíró: 16 dagar á aðeins Beijing og helstu undur Kína: 16 dagar á aðeins 219.990 kr. í tvíbýli Lj ós m yn d K U O N I Velkomin í ævintýraheim Nýr og glæsilegur ferðabæklingur frá KUONI 2004-2005 Nákvæmar ferðalýsingar á heimasíðu okkar. Holtasmára 1 • 201 Kópavogi Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 87.990 kr. á mann í tvíbýli Pantið bækling í síma, með faxi eða á heimasíðunni og við póstsendum samdægurs Ný og endurbætt heimasíða full af frábærum ferðamöguleikum www.kuoni.is Örfá ferðadæmi í sumar og haust: 108.490 kr. á mann í tvíbýli 169.990 kr. á mann í tvíbýli 184.900 kr. á mann í tvíbýli 219.990 kr. á mann í tvíbýli Deilt um myndir af drottningu Breska póstþjónustan hefur fyrirskipað litlu galleríi í London að eyðileggja myndir af listaverki sem sýnir frímerki með mynd af Elísabetu II Bretadrottningu þar sem hún sést með gasgrímu. Verkið er eftir James Cauty en hann er meðlimur rokkhljómsveitar sem gengur ýmist undir nafn- inu KLF eða K Foundation. Myndirnar af drottningar- frímerkinu eru mótmæli lista- mannsins við þátttöku Breta í Íraksstríðinu. Á síðasta ári var listamanninum hótað lögsókn vegna verksins og eftirprent- ana sem hann setti á markað. Listamaðurinn ákvað að hætta framleiðslu en þá höfðu 150 myndir þegar verið seldar. Nokkrar myndir er enn í eigu galleríeigandans sem segist vilja leysa málið á friðsamlegan hátt. Hann vill halda myndun- um, því það sé synd að eyði- leggja listaverk. Hann bætir þó við: „Ef valið snýst um að eyði- leggja myndirnar eða að ég verði læstur inni í Tower of London þá kýs ég fremur að eyðileggja þær.“ ■ Þegar leikarinn Marlon Brando lést var fullyrt að hann hefði ver- ið svo til gjaldþrota. Nú hefur komið í ljós að þetta á ekki við rök að styðjast. Dánarbú hans er metið á rúmlega 20 milljónir dollara sem er dágóð summa. Helsta heimildin um bágan fjár- hag leikarans kom úr óbirtri ævi- sögu, Brando in Twilight, eftir Patriciu Ruiz, en þar mun því haldið fram að lögfræðikostnað- ur ýmiskonar hafi komið leikar- anum á kaldan klaka. Leikarinn mun hins vegar hafa átt tölu- verðar eignir á Tahítí sem gleymdist að taka tillit til, auk húss hans í Los Angeles. Brando var ógiftur þegar hann lést 1. júlí, en erfingjar hans eru átta börn hans sem hann átti með fjórum konum. ■ MARLON BRANDO Dó ekki fátækur maður eins og heimspressan hélt. Brando var hreint ekki gjaldþrota ELÍSABET BRETADROTTNING Breska póstþjónustan vill að myndir sem sýna hana á frímerki með gasgrímu verði eyðilagðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.