Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 1
● spilar 300. leikinn í kvöld Birkir Kristinsson: ▲ SÍÐA 15 Tímamót á tvennan hátt MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR FRAM Í FOSSVOGINN Tveir leikir verða í Landsbankadeild karla klukkan 19.15. ÍBV tekur á móti Grindavík og Fram sækir Víkinga heim. Þrír leikir verða í Landsbankadeild kvenna klukkan 20: Valur - FH, Fjölnir - KR og Þór/KA/KS - Stjarnan. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNINGASVÆÐI NÁLGAST Fer að rigna í höfuðborginni og nágrenni um eða uppúr hádegi. Þurrt lengst af norðantil og austan. Sjá síðu 6. 13. júlí 2004 – 189. tölublað – 4. árgangur TÆPLEGA 50% SÁTTIR EF HER- INN FÆRI Rúmlega helmingur lands- manna yrði ósáttur við að herinn færi úr landi, samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Sjá síðu 2 FUNDAÐ VEGNA SVALBARÐA- DEILU Sjávarútvegsráðherra mun í dag funda með forsvarmönnum Landssam- bands íslenskra útvegsmanna vegna deilna íslenskra og norskra stjórnvalda um fisk- veiðiréttindi kringum Svalbarða. Sjá síðu 2 KOSNINGUM FRESTAÐ? Heimavarna- ráðuneyti Bandaríkjanna vill opna fyrir þann möguleika að fresta kosningum ef hryðju- verkamenn láta til skarar skríða. Sjá síðu 4 ÓÁSÆTTANLEG FRAMÚRKEYRSLA Ríkisendurskoðun segir framúrkeyrslu í fjár- lögum mun algengari á Íslandi en í nágranna- löndunum. Árleg framúrkeyrsla fjárlagaliða hjá ríkinu sé óásættanleg. Sjá síðu 8 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 15 Sjónvarp 20 Þórey Ploder Vigfúsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Passar mataræðið ● heilsa Dr. Eric Gaidos: ▲ SÍÐA 19 Fann örverur á Vatnajökli ● gætu lifað á mars Face North: ▲ SÍÐA 22 Tískumógúlar fylgdust með ● ferillinn gæti byrjað í gallabuxnaauglýsingum ÞJÓÐARATKVÆÐI Einstaklingur sem telur á sér brotið getur hugsan- lega höfðað mál gegn íslenska rík- inu verði nýja fjölmiðlafrum- varpið samþykkt á Alþingi og þannig sneitt hjá þjóðaratkvæða- greiðslunni, að sögn Daggar Páls- dóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að fjölmiðlafrumvarp ríkis- stjórnarinnar brjóti í bága við stjórnarskrána. Dögg var einn þeirra lög- manna sem komu fyrir allsherj- arnefnd í gær og gáfu álit sitt á því hvernig túlka beri stjórnars- krána með hliðsjón af nýju fjöl- miðlafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Dögg segir að löggjafarvaldið sé hjá Alþingi og forseta. „Eftir að lagafrumvarp hefur verið sam- þykkt á Alþingi reynir á forseta sem hinn aðila löggjafarvaldsins. Synji hann því samþykki skal boða til þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt skýru orðalagi 26. greinar stjórnarskrárinnar,“ seg- ir Dögg. „Lagafrumvarp sem ekki hefur farið í gegnum þann laga- setningarferil sem stjórnarskráin segir fyrir um er ekki orðið var- anlega að lögum. Í 26. grein stjórnarskrárinnar er ekki gert ráð fyrir því að lög sem forseti hefur synjað staðfestingar séu felld úr gildi með neinum öðrum hætti en í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ segir Dögg. Sigurður Líndal lagaprófessor telur þau vinnubrögð sem ríkis- stjórnin hefði viðhaft í fjölmiðla- málinu brot á stjórnarskrá og seg- ir þau „stjórnarskrársniðgöngu“. Jón Steinar Gunnlaugsson telur að „Alþingi fari með löggjafar- vald á Ísland nema það sé með berum orðum af því tekið í stjórn- arskránni“. ■ MANNSHVARF Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var reynt að þrífa burt blóð í íbúð mannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóð- ur, áður en rannsókn lögreglu hófst. Niðurstöðu DNA-rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð og jeppabifreið mannsins er enn beðið. „Við erum náttúrlega bara að vinna að okkar rannsókn,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög- reglunni í Reykjavík. Hann vildi hvorki játa því né neita hvort sést hafi til mannsins við grunsamlega iðju á sunnudaginn fyrir rúmri viku, daginn áður en tilkynnt var um hvarf konunnar. Heimildir herma að þá hafi sést til mannsins við heimili hans í Stórholti þar sem hann burðaðist með eitthvað fyrirferðarmikið og innpakkað og kom fyrir í jeppabifreið sinni. Hilmar Baldursson, lögmaður mannsins sem nú situr í gæslu- varðhaldi, segist ekki vera farinn að fá rannsóknargögn að ráði frá lögreglu. „Það fer nú samt sjálf- sagt að styttast í það,“ sagði hann og gerði ráð fyrir því að fá ein- hver gögn um eða upp úr miðri viku þegar niðurstöður DNA- rannsóknar sem fram fór í Noregi lægju fyrir. Taldi hann að niður- stöðu yrði jafnvel að vænta í dag eða á morgun. Tilgangur DNA- rannsóknarinnar er að skera úr um hvort blóð sem fannst á rann- sóknarvettvangi sé úr konunni sem saknað er. Sumir íbúar í næsta nágrenni við staðinn þar sem rannsókn lög- reglu fer fram í Stórholti segja töluvert ónæði af nábýlinu við vettvanginn. Einn greindi til dæmis frá því að um síðustu helgi hafi safnast saman í garðinum við húsið drukknir unglingar og látið mynda hvert annað fyrir framan staðinn. Umræddur nágranni var orðinn nokkuð þreyttur á athygl- inni sem beinist að íbúðargötu hans og velti fyrir sér hvort lög- regla færi ekki að telja tímabært að taka niður gula borða og annað sem auðkenndi vettvang rann- sóknarinnar. Þar fengust hins veg- ar þær upplýsingar að lögreglan yrði við rannsóknir í Stórholtinu í nokkra daga til viðbótar. Ekki fékkst staðfest hjá lög- reglu að reynt hafi verið að þrífa burt blóð í íbúð eða bíl mannsins sem er í gæsluvarðhaldi, áður en rannsókn málsins hófst. olikr@frettabladid.is Reynt var að þrífa blóðið í íbúðinni Reynt var að þrífa burt blóð í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára gamallar konu frá Indónesíu. Konunnar er enn saknað en vísbendingar í íbúð og bíl mannsins benda til að voveiflegir atburðir hafi átt sér stað. Halldór Ásgrímsson: Enginn þrýst- ingur innan flokksins STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa orðið var við neinn sérstakan þrýsting innan þingflokks Fram- sóknar til að draga fjölmiðlafrum- varpið til baka. Hann viðurkennir þó að skiptar skoðanir séu um það innan flokksins. „Það eru hins veg- ar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að um það séu skiptar skoðanir.“ Sjá nánar á síðu 10. Á SIGLINGU VIÐ GRAFARHOLT Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður í Lambhaga við Úlfarsfell, á lítinn vélknúinn bát sem hann notar stöku sinnum til að sigla um Úlfarsá. Hafberg segist geta siglt allt að einn kílómetra upp ána. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hæstaréttarlögmaður um þjóðaratkvæðagreiðslu: Höfða mætti mál á hendur ríkinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.