Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 21
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Forsetinn getur ekki undirritað brellulögin Í grein hér í blaðinu þann 20. maí síðastliðinn sagði ég einboðið að forseti Íslands myndi skjóta fjöl- miðlafrumvarpinu til þjóðarinnar í almenna atkvæðagreiðslu, - af- greiddi Alþingi duttlunga forsæt- isráðherra sem lög. Það gekk eftir eins og alþjóð veit, meðal annars vegna þess að haftalög sjálfstæð- ismanna brjóta gegn stjórnar- skránni og alþjóðasamningum, svo sem tjáningarfrelsinu, eignar- rétti og jafnræðisreglu. Brellulög Davíðs breyta hér engu. Nýju lögin forsætisráðherr- ans fela ekki í sér aðrar nýjungar en nýju fötin keisarans, hann er nakinn. Hafi forsetinn ekki treyst sér til að undirrita fyrri lögin getur hann ekki heldur undirritað hin síðari sem eru nákvæmlega þau sömu, með örlitlum breyting- um sem engu skipta um eðli, inn- tak og afleiðingar laganna. Í ofangreindum pistli benti ég ennfremur á að umræðan í samfé- laginu hefði þróast á þann veg að ef forsetinn hefði skrifað undir lög, eftir allt hafaríið sem á undan gekk, yrði málskotsrétturinn end- anlega álitinn dauður bókstafur og ónothæfur fyrir þá forseta sem síðar munu gegna embættinu. Ég taldi fullljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki áhuga á að af- nema þennan rétt forsetans og grafa með skóflu Davíðs Oddsonar. Sama staða er uppi núna. Takist forsætisráherra að hafa ákvörðun forsetans, um að þjóðin fái að taka afstöðu til fjölmiðla- laganna í atkvæðagreiðslu, að engu, verður málsskotsrétturinn þar með að engu hafður. Þau rök að alþingiskosningar verði haldar í millitíðinni halda ekki vatni enda eru menn þá ein- ungis að kjósa stjórnmálaflokka til þings og munu ekki fá að taka beina afstöðu til fjölmiðlalaganna sem þjóðin hefur þó skýlausan rétt til samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar sem er skýr og auðskiljanleg öllum þeim sem kunna að lesa. Þar segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi stað- festingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu“. Það þarf enga lögspekinga til að skilja þessi ein- földu orð. Lögin eiga einfaldlega að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsætisráherrann, þótt vold- ugur sé, hefur ekki heimild til að nema þennan skýra rétt þjóðar- innar. Geri hann það verður að fara með málið fyrir dómstóla hér innanlands og til alþjóðastofnana dugi það ekki til að fá ráðherrann til að sjá að sér. ■ 13ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2004 Skaða ekki Sjálfstæðisflokkinn Þegar Styrmir Gunnarsson fór til Banda- ríkjanna haustið 1967 komst hann að því að sitthvað var öðruvísi í raunveruleikan- um en stuðningsmenn [Víetnam-]- stríðsins heima og heiman héldu fram. Styrmir gerði ritstjórunum grein fyrir því sem hann komst að í Ameríkuferðinni en þeir kusu að halda sama kúrsi áfram en feta sig afar hægt í átt að sannleikanum til að skaða ekki hagsmuni Sjálfstæðis- flokksins. Það var ekki fyrr en 1973 sem opinbert endurmat Morgunblaðsins á Ví- etnamstríðinu hófst fyrir alvöru. Steinþór Heiðarsson á murinn.is Skortir framsýni Svo virðist sem R-listann skorti alla framsýni þegar kemur að skipulagsmál- um í Reykjavík. Nýlega var naumlega af- stýrt skipulagsslysi, það tókst þegar hætt var við að taka eitt besta bygging- arland borgarinnar, Geldinganesið undir stórskipahöfn. Þessa dagana er, hins vegar verið að koma í framkvæmd 1240 milljóna skipulagsslysi sem er flutningur Hringbrautarinnar. Margrét Vilborg Bjarnadóttir á sellan.is Kína nútímans Að óreyndu hefði ég ekki trúað því, að eitt land gæti verið í jafnmikilli umsköp- un og við sáum og það land með 1.3 milljarð íbúa. Ég hef það á tilfinning- unni, að verið sé á örskots stund að hrifsa Kína aftur úr grárri fornöld inn í framtíðina. Hvergi nokkurs staðar hef ég séð jafnmikið af nýjum, auðum íbúðum af öllum gerðum og stærðum, sem bíða eftir nýjum íbúum. Heilu hverfin virðast byggð og síðan fyllt af fólki. Í Qingdao var okkur sagt, að þar byggju 7,8 millj- ónir manna á um 10 þúsund ferkíló- metra svæði, 780 manns á ferkílómetra í samanburði við þrjá á hvern ferkíló- metra hér. Hvergi nokkurs staðar hef ég séð jafnstórbrotna vegagerð eða smíði atvinnuhúsnæðis af öllum toga. Björn Bjarnason á bjorn.is Sáttaleið hafnað Sé vilji til staðar mætti svo auðveldlega ganga til þeirrar vinnu að leita þverpóli- tískrar lausnar í [fjölmiðla-]málinu á grundvelli núverandi frumvarps. Í kjölfarið þarf svo að hefja vinnu við almenna end- urskoðun á stjórnarskrá þar sem allir flokkar taka þátt í vinnu við helstu þætti, s.s. málskotsréttinum, aðferðarfræði þjóðaratkvæðagreiðslu o.fl. [...] Á þessum grundvelli fagnaði ég hinu nýja fjölmiðla- frumvarpi. Ég taldi og tel enn að það feli í sér sáttaleið fyrir alla þar sem þverpólitísk nefnd hefði nægan tíma til að yfirfara málin í heild og leggja fram nýjar tillögur um alla þætti. Stjórnarandstaðan hefur hafnað þessari sáttaleið. Hún hengir sig í formsatriði og virðist vilja ríghalda í upp- haflegt frumvarp. Hún vill viðhalda átök- unum en hafnar þeim möguleika að vinna þverpólitískt að lausn þess í fjöl- miðlahópnum. Málið snýst greinilega um allt annað en fjölmiðlafrumvarp Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara AF NETINU G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Hafi forsetinn ekki treyst sér til að und- irrita fyrri lögin getur hann ekki heldur undirritað hin síðari sem eru nákvæmlega þau sömu, með örlitlum breytingum sem engu skipta um eðli, inntak og af- leiðingar laganna. ,,EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.