Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2004 Hópur lögreglumanna á Indlandi hefur ákveðið að safna stærðar- innar yfirvaraskeggi í von um að komast í hóp sérþjálfaðra lög- reglumanna sem berjast á móti glæpum. Lögregluþjónarnir í Morena, í Madhya Pradesh, safna nú skeggi og snyrta í von um að eiga betri möguleika á að komast í 50 manna hópinn. Indverska dagblaðið The Indi- an Express greindi frá því á dög- unum að stór yfirvaraskegg glæpamanna skjóta fórnalömb- um þeirra skelk í bringu. Lög- reglumennirnir vonast nú til að áhrifin virki í báðar áttir og að yfirvaraskegg sín skjóti glæpa- mönnum skelk í bringu. „Þessir menn eru vanir því að fylgjast með vasaþjófum á mót- orhjólum um bæinn,“ segir yfir- maður þeirra í viðtali við dag- blaðið. „Þeir nota líka oft sál- fræðibrellur á glæpamenn til þess að halda þeim í skefjum. Þó svo að byssur og þykk yfirvara- skegg hafi hingað til verið notuð af glæpamönnum til þess að líta ógnandi út, þá er ekkert sem seg- ir að þessi stríðstækni virki ekki líka fyrir okkur.“ Hugmyndin þykir það góð að fleiri lögreglustöðvar hafa áform um að prófa tæknina. Þá fá þeir lögregluþjónar sem safna yfirvaraskeggi sérstaka launa- uppbót. ■ YFIRVARASKEGG Samkvæmt indversku pressunni eru karl- menn með stór yfirvaraskegg, meira ógn- andi en aðrir. Löggur safna ógnandi yfirvaraskeggi Hópur lögregluþjóna á Indlandi vonast til þess að mikið yfirvaraskegg virki ógnandi á glæpamenn. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Í dag eru liðin 19 ár frá því að Karl Bretaprins og Díana prins- essa opnuðu Live Aid tónleikana á Wembley Stadium í London. Live Aid voru tónleikar, skipulagðir til að safna peningum til aðstoðar hungruðum í Afríku. Þeir héldu áfram víðs vegar um heiminn, meðal annars á JFK Stadium í Philadelfíu og enduðu sem 16 klukkustunda risatónleikar sem talið er að yfir milljarður áhorf- enda í 110 ríkjum hafi fylgst með. Live Aid var hugarfóstur Bob Geldof, sem þá var söngvari írskrar hljómsveitar, the Boomtown Rats. Árið áður hafði hann ferðast til Eþíópíu, eftir að hafa fylgst með fréttum þaðan af hræðilegri hungursneyð, sem þá hafði lagt hundruð þúsunda og ótt- ast var að milljónir manna myndu láta lífið. Eftir að hann snéri aftur til London, kallaði hann saman nokkra af helstu tónlistarmönnum Bretlands og Írlands til að taka upp smáskífu, Do They Know It’s Christmas?, til styrktar barátt- unni gegn hungursneyð í Eþíópíu. Þetta varð metsölulag í Bretlandi og smáskífan ein safnaði rúmum 700 milljónum. Sú smáskífa náði einnig efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjun- um og varð hvatning fyrir banda- ríska tónlistarmenn til að koma saman og syngja We are the World. Þar sem hungursneyðin hélt áfram í Eþíópíu og nágrannarík- inu Súdan, kom Geldof með hug- myndina um Live Aid, til að safna peningum og vekja fólk til umhugsunar um þá erfiðleika sem hrjáðu Afríkubúa. Tónleik- arnir voru skipulagðir á einung- is tíu vikum, þar sem meira en 75 hljómsveitir og tónlistar- menn komu fram, þar á meðal allir helstu tónlistarmenn 9. ára- tugarins. ■ Við vorum heimurinn LIVE AID Í PHILADELFÍU Um 100.000 áhorfendur fylgdust með Live Aid tónleikunum í Philadelfíu og um 70.000 mættu á Wembley.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.