Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 22
■ ÞETTA GERÐIST 1099 Krossfararnir hefja lokaárás gegn múslimum í Jerúsalem. 1793 Franski byltingarmaðurinn og rit- höfundurinn Jean Paul Marat var stunginn til bana á meðan hann var í baði. Árásarmaðurinn, Charlotte Coday var tekin af lífi fjórum dögum síðar. 1878 Berlínarþingið skiptir Balkanskag- anum á milli stjórþjóða Evrópu. 1881 Billy the Kid er skotinn til bana í Ft. Sumner, Nýju Mexíkó. 1911 Játvarður, hertoginn af Windsor verður prinsinn af Wales. 1985 Live Aid tónleikarnir eru haldnir í London, Moskvu, Fíladelfíu og Sydney, til styrktar hungruðum í Afríku. 2000 Bandaríkjamenn og Víetnam skri- fa undir viðskiptasamning. ■ ANDLÁT Hjálmar Finnsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar, Vesturbrún 38, Reykjavík, lést laugardag- inn 10. júlí. Magnús Kjartan Ásgeirsson, Lækjarfit 3, Garðabæ, lést laugardaginn 10. júlí. ■ JARÐARFARIR 13.30 Guðmundur Kjartansson, Álfta- mýri 23, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Hafsteinn Jónsson, frá Stapakoti (Innri-Njarðvík), Hlévangi, Kefla- vík, áður til heimilis á Kirkjuvegi 11, verður jarðsunginn frá Njarð- víkurkirkju (Innri-Njarðvík). 13.30 Soffía Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Hjallaseli 55, áður til heimilis í Akralandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigurður Þór Sveinsson, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Jón R. Jóhannsson, Lindarbrekku, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju. 15.00 Svava Ingólfsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Örn Ingólfsson leðursmiður verð- ur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. ■ AFMÆLI Karvel Pálmason, fv. alþingismaður, er 68 ára. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins, er 51 árs. Sóley Elíasdóttir leikkona er 37 ára. Helgi Valur Daníelsson knattspyrnu- maður er 23 ára. „Við viljum halda áfram að undir- strika hvað við erum hress,“ segir Leifur Leifsson skipuleggjandi í hóp á vegum Hins hússins sem vinnur að bættari ímynd öryrkja. Meðal vel heppnaðra uppákoma í sumar er fótboltakeppni þar sem öryrkjar kepptu við fótboltafólk úr KSÍ. „Björgólfur Takefusa, Guðni Bergsson og Eyjólfur Sverrisson voru meðal þeirra sem kepptu í hjólastólum með göngugrindur og hækjur,“ segir Leifur. „Svo voru bæði liðin með blinda markverði, Kristján Finnbogason var í marki KSÍ liðsins fyrir hálfleik en Guðni Bergsson var í marki í seinni hálf- leik og þeir voru báðir með bundið fyrir augun. Í okkar liði var aftur á móti „naturally“ blindur maður sem er auðvitað miklu flottara en hann heitir Jón Hjalti Sigurðsson og við unnum að sjálfsögðu leikinn.“ Lokahóf öryrkjanna verður í kvöld. „Við ætlum að halda Hressifest 2004 þar sem fjölda- margar tónlistarmenn koma fram,“ segir Leifur en Dáða- drengir, Dys, Lokbrá, I adapt, Innvortis, Andrúm, Hermi- gervill og Jón Hallur sjá um tón- listina í kvöld. „Tónleikarnir hefjast klukkan hálf sjö í Hinu Húsinu og við hvetjum alla til að mæta og sýna okkur stuðning,“ segir Leifur sem er mjög ánægð- ur með starfsemina í sumar. „Það var til dæmis mjög hresst sundlaugarpartý fyrir nokkrum vikum þar sem margir mættu á svæðið og fögnuðu með okkur eftir að hafa lesið um þetta í blaðinu. Þetta er verkefni sem hægt er að halda endalaust áfram með og vonandi fáum við að halda starfseminni áfram að ári liðnu.“ Ókeypis er á tónleikana í kvöld og allir velkomnir. ■ Hressifest 2004 í Hinu húsinu ÁFRAM HRESS Þau verða á Hressifest 2004 í kvöld. Ókeypis er inn og fjöldamargar hljómsveit- ir troða upp. Spáð er miklu stuði og því um að gera að kíkja enda ókeypis inn. 14 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR13. JÚLÍ Þann 29. júlí halda Reynir Jóhann- esson, Friðgeir Jóhannesson, Baldvin Kristjánsson og Einar Lee Laverne upp í 6 til 8 vikna áheitaleiðangur að austurströnd Grænlands. Áætluð siglingarleið er um 900 til 1200 kílómetrar. Ef allt gengur upp verða farnir um 30 kílómetrar á dag sex daga vik- unnar. Farið verður á tveimur tveggja manna sjókajökum og munu leiðangursmenn dvelja í tjöldum á leiðinni. Friðgeir er blindur og Einar er lögblindur, er með innan við 10 % sjón. „Það mætast þarna tveir heimar, tveir blindir menn og tveir með sjón. Við þurfum að læra að hugsa upp á nýtt til að geta unnið saman,“ segir Baldvin Kristjánsson fararstjóri leiðang- ursins. Baldvin segir að í leið- angrinum verði ekki hægt að ganga að neinu vísu: „Ég get ekki sagt við blindan mann: „Af hverju lokaðir þú ekki kaffibrúsanum?“ Blindur maður sér ekki það sem ég sé.“ Búnaður leiðangursmanna verður útbúinn hnútum eða á annan hátt svo allir geti áttað sig á hvað sé hvað. Friðgeir hefur velt því fyrir sér að binda spotta í tjaldið á hverjum áningarstað svo hann geti létt af sér aðstoðar- laust án þess að villast. Allir myndu þá þurfa að feta sig eftir spottanum til þess að þeir sem ekki sjá geti vitað hvar hinir hafi létt á sér. Slík dæmi gefa innsýn inn í þau vandamál sem komið geta upp og leiðangursmenn þurfa að leysa í sameiningu við krefjandi aðstæður. Allir þátt- takendurnir taka þátt í daglegum störfum meðan á leiðangrinum stendur. Ekki er vitað til að farinn hafi verið svipaður leiðangur áður. Að- standendur leiðangursmanna vil- ja benda á að blindir og sjónskert- ir geti tekið virkan þátt í samfé- laginu. Háskólinn í Reykjavík stefnir á að notast við reynslusögu þátttak- endanna sem innlegg í kennsluna við Viðskiptadeild skólans. Hægt er að líkja því andrúmslofti sem skapast í slíkum hópi ólíkra ein- staklinga sem settur er saman til að klára ákveðið verkefni við að- stæður sem myndast í viðskipta- lífinu. Það þarf samvinnu allra og vilja svo að hægt sé að ná settu marki. Hægt er að fylgjast með dag- legri framvindu leiðangursins á heimasíðu hans, www.inter- net.is/leidangur, sem og heita ákveðinni upphæð á leiðangurs- menn fyrir hvern kílómetra sem þeir leggja að baki. Sú áheit munu renna til Blindrafélagsins. ■ SIGLINGAR BALDVIN KRISTJÁNSSON ■ stýrir kajakleiðangri að austurströnd Grænlands. Tveir leiðangursmanna eru blindir en tveir alsjándi. Háskóli Reykja- víkur hyggst nota reynslu ferðalanganna til kennslu í viðskiptafræðum. HRESSIFEST VERÐUR HALDIÐ ■ í Hinu húsinu í kvöld á vegum hóps sem vinnur að bættri ímynd öryrkja. Fót- boltastjörnurnar Björgólfur Takefusa og Guðni Bergsson eru meðal þeirra sem hafa tekið þátt í hressilegum skemmtun- um hópsins í sumar. TIL GRÆNLANDS Einar Lee Laverne, Friðgeir Jóhannesson, Reynir Jóhannesson og Baldvin Kristjánsson. Lokað Vegna útfarar Guðmundar Kr. Kjartanssonar verður Lakkrísgerðin “Kólus” lokuð frá hádegi í dag þriðjudaginn 13. júlí. Kólus ehf. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, SNORRI RÖGNVALDSSON Kríuhólum 2, Reykjavík, andaðist á líknardeild landspítalans í Kópavogi föstudaginn 9. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Þ. Snorrason Inga Dröfn Jónsdóttir Guðný H. Jakobsdóttir Guðjón Jóhannesson HARRISON FORD Han Solo, sem heillaði íslenskar konur á besta aldri í Reykjavík um daginn er 62 ára í dag. Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, tengdadóttir, systir og mágkona SVAVA INGÓLFSDÓTTIR lést á líknardeild sjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð að morgni mánudagsins 5. júlí. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 13. júlí og hefst athöfnin kl.15.00. Guðmundur Jón Smárason Margrét Scheving Kristinsdóttir Ingólfur Helgi Jökulsson Ásdís Elfa Jónsdóttir Smári Hermannsson Helgi Örn Ingólfsson Annette Ingólfsson Guðjón Haukur Ingólfsson Sigurlína Sch. Elíasdóttir Jón Haukur Eltonsson Olgeir Einarsson Unnur Skúladóttir Hólmfríður Einarsdóttir Sævar Hafsteinsson Kristinn M. Einarsson Ágústa Jónsdóttir Blindir menn í ævintýrasiglingu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.