Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 12
Hannes í Hvíta húsinu Öllu var tjaldað til þegar Davíð Oddsson fór til fundar við Bush forseta í Hvíta hús- inu í síðustu viku. Með í för og á vettvangi voru sérfræðingar og ráðgjafar úr ráðu- neytum hér heima og sendiráðinu í Was- hington. Einn nánasti vinur og ráðgjafi forsætisráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, var einnig til taks ef þörf væri talin á póli- tískri skyndiráðgjöf þótt ekki væri hann í hinni opinberu sendinefnd og tæki ekki þátt í sjálf- um fundinum. Þegar blaða- og sjónvarps- menn sungu óvænt af- mælissöng- inn fyrir Bush að fundi loknum var Hannes Hólmsteinn mættur í Oval Office, skrif- stofu forsetans, og tók undir. D fyrir Drottinn! Sunnudagsmessur í Neskirkju eru orðnar ómissandi viðkomustaður þeirra sem ekki fá nóg af málefnum líðandi stundar í fjölmiðlum. Séra Örn Bárður Jónsson, sem þar messar, liggur ekki á skoðunum sínum á þjóðmálum og alþjóðamálum. Hafa af því spunnist nokkrar deilur á op- inberum vettvangi en ekki er þó kunnugt um annað en að sóknarbörnin séu sátt við hirði sinn. Engar fréttir hafa borist um klögumál til biskups yfir málfundabragn- um á sumum messunum. Og séra Erni Bárði er talið það til tekna að hann er vel máli farinn og kemst oft hnyttilega að orði. Á sunnudaginn var gerði hann sann- færinguna að umtalsefni með þeim orð- um að enginn maður væri „með hreina samvisku, skotheldar kenningar eða skoðanir.“ Og bætti við: „Ekki einu sinni Jón Steinar (öndvert við það sem hann hélt fram í fréttum í gær) eða aðrir lög- fræðingar eða ráðherrar eða prófessorar eða prestar eins og hann Örn Bárður“. Og hann klykkti út með þessum orðum: „En enginn prestur hefur líklega verið jafn pólitískur og vígslubiskupinn, séra Bjarni Jóns- son, sem sagði víst fólki að setja á kjörseðilinn, D fyrir Drottinn! Slíkt mundi ég aldrei gera!“ Í viðtali við Arnar Hauksson, lækni, í Lyfjatíðindum las ég að Hippocrates, sem fæddur var 456 fyrir Krist, hafi skrifað lærða ritgerð um tíðaverki kven- na, síðan var lítið sem ekkert vikið að þessu fyrirbrigði þar til í sálfræðinni eftir daga Freud og voru þá uppi kenningar um að tíðaverkir og reyndar einnig fyr- irtíðaspenna væru af sálrænum uppruna og algengari hjá milli- stéttarkonum með lélega sjálfs- mynd. Orðrétt úr viðtalinu við Arnar: „Tíðaverkirnir væru yfir- leitt hjá þeim konum sem ættu mæður sem væru með tíðaverki og þær flyttu þessi boð til dætra sinna að blæðingar væru sárs- aukafullar og kvíðvænlegar þannig að dæturnar tækju illa á móti blæðingunum. Þetta væri þannig hópur veikgeðja kvenna sem ættu veikgeðja mæður af veikgeðja ættum. Allt fram und- ir 1940-50 var þetta talinn góður og gildur hluti af skýringum á tíðaverkjum og í kennslubókum í dag stendur ennþá að ein orsök tíðaverkja sé „psychological“ eða sálræn sem er að miklum hluta rangt“. Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessu, ekki síst vegna þess að skilgreining Hippocratesar var rétt, en gríska heitið er „Dysmenorrhoea“ og merkir sársaukafullt rennsli. Helming- ur mannkyns finnur til tvo til þrjá daga í mánuði í áratugi, sumar mjög alvarlega, allar eða að minnsta kosti lang flestar eitt- hvað. Lærðar kenningar um af hverju þessi vanlíðan stafar, gleymast og til verða kenningar um veikgeðja konur. Við getum þó sem betur fer þakkað fyrir að sá tími er liðinn og tíma og fjár- magni er eytt til þess að finna leiðir til að létta konum sásuk- ann og óþægindin. Samt er auðvitað alveg óþarfi að verða hissa eða hugsi yfir þessu. Þetta er bara lýsandi dæmi um hvernig almennt er fjallað um málefni kvenna. Við getum tekið dæmi af vændisum- ræðunni. Á Íslandi er saknæmt að vera vændiskona, kaupandinn er hins vegar alveg bráðsaklaus. Tillaga var lögð fram á Alþingi sl. vetur um að breyta þessu þan- nig að kaup á vændi væri refsi- vert en vændi sem stundað er til framfærslu væri það ekki leng- ur. Flutningsmenn tillögunnar voru allir konur, þó ekki allar konurnar sem sitja á þingi. Það er nú líklega orðið rúmt ár síðan kvikmyndin „Liilja 4-ever“ var sýnd hér á landi. Sú kvikmynd er vægast sagt mjög áhrifarík lýsing á því hvernig ung stúlka er blekkt og síðan hneppt í ánauð og beinlínis gerð út og keypt af dónum. Það er ofar mínum skiln- ingi að Alþingi hafi ekki breytt íslenskum lögum þannig að hlut- skipti vændiskonunnar sem fórnarlambs sé viðurkennt og dónanarnir látnir sæta ábyrgð. En líklegast eymir hér enn eftir af kenningum um veikgeðja konur og svo voru líka önnur lög sem lá meira á að samþykkja. Allar rannsóknir og kannanir sem birtar eru sýna að jafnrétti ríkir ekki á launamarkaði á Ís- landi. Karlarnir finna þó alltaf einhverjar skýringar. Nú síðast af launakönnun í banka, þá sögðu þeir einfaldlega að strákarnir væru í betri störfum. Ekki er lengur hægt að beita fyrir sig mismunandi menntun, því fleiri stelpur útkrifast úr háskólum en strákar og þá verður það, vænt- anlega fyrir algjöra tilviljun, trúi ég, að strákarnir fá bara betri störf. Í samfélaginu er alls staðar mikil samkeppni. Karl- arnir keppa sín á milli, stundum svo að manni verður nánast orð- fall. Mér hefur því stundum dott- ið í hug, þegar ég sit á fundum þar sem ég stundum var eina konan og síðan lang oftast færri konur en karlar að það sé svona þegjandi samkomulag á milli þeirra, karlanna, að á meðan þeir haldi konum skör lægra, þá þurfi þeir þó ekki að keppa við þær. Ef tólf komast að háborðinu og það er þegjandi samkomulag um að hleypa konum ekki þangað þá eru auðvitað meiri líkur á að komast að. Ætli þetta sé nokkuð miklu flóknara en það ? Þegar fyrst var talað um jákvæða mis- munun um ráðningu í störf, sem sé að öðru jöfnu skyldi ráða konu til starfa ef tveir sæktu um (þetta var áður en karlar fóru að láta að sér kveða í „kvennastétt- um“) var ég mjög andvíg slíku fyrirkomulagi. Var þeirrar skoð- unar að það væri óþarft, konur næðu rétti sínum á annan hátt. Síðan eru um þrjátíu ár og ég hef svo sannarlega skipt um skoðun, ég er jafnvel farin að hallast að því að svokölluð launaleynd stan- di launum kvenna fyrir þrifum. Konur verða nefnilega að beita öllum tiltækum vopnum til að kenningar um veikgeðja konur verði settar til hliðar fyrir fullt og allt. ■ N ær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum afframtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Sam-kvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karl- ar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um við- horf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna ann- arsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verð- ur að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Lík- legasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og sam- drætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnu- málin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborg- arsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem at- vinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brott- för F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandarík- jaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórn- völd hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekk- ert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjón- armiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ó- svarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlög- un að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil. ■ 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Íslendingar virðast fremur hugsa um varnarliðið sem atvinnumál en öryggisatriði. Breytt viðhorf til varnarliðsins Veikgeðja konur ORÐRÉTT Orðheppinn Gjör rétt, þol ei órétt. Hrafnkell A. Jónsson héraðsskjala- vörður á Egilsstöðum. Morgunblaðið 12. júlí. Hin leiðin Við höfum beygt af leið og bakkað. Guðni Ágústsson ráðherra skilur ekk- ert í andstöðu samflokksmanna sinna við fjölmiðlamálið. Fréttablaðið 12. júlí. Engir píslarvottar Framsóknarmönnum líkar vel að leika píslarvotta í fjölmiðlamálinu: þeir beri í raun ekki ábyrgð á mál- inu, en séu fórnarlömb Davíðs Oddssonar. Þeirra hlutverk sé það helst að dempa vitleysuna. Svo auðveldlega geta framsóknarmenn ekki skotið sér undan ábyrgð í málinu: þetta er þeirra mál og þeir bera á því ábyrgð. Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur DV 12. júlí. Skipt um skoðun? Mín skoðun er að hafna beri öll- um frávikum frá orðum stjórnar- skrár ef frávik ganga í þá átt að rýra vernd borgaranna fyrir rík- isvaldi. Jón Steinar Gunnlaugsson í bókinni Deilt á dómarana sem út kom árið 1987. DV 12. júlí. Einelti Tilraunin heppnaðist, því að það sannaðist, að einn blaðamanna Fréttablaðsins var á vakt yfir síðunni og síðan hefur DV nýtt sér afraksturinn. Í mínum huga á þetta ekkert skylt við blaða- mennsku, einhverjir kynnu að flokka það undir einelti. Textinn á [heima-]síðunni er auðvitað óbreyttur. Björn Bjarnason ráðherra um „brel- lu“ sína í Kína. bjorn.is 10. júlí. Dagsatt Skjöl sem hefðu getað varpað ljósi á það hvort George W. Bush Bandaríkjaforseti gegndi her- þjónustu í Alabama árið 1972, voru eyðilögð fyrir mistök, að því er fram kemur í bréfi sem banda- ríska varnarmálaráðuneytið sendi The New York Times. Frétt frá AFP fréttastofunni í Was- hington. Morgunblaðið 12. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðana- könnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is Í DAG JAFNRÉTTI KYNJANNA VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Allar rannsóknir og kannanir sem birtar eru sýna að jafnrétti ríkir ekki á launamarkaði á Ís- landi. Karlarnir finna þó alltaf einhverjar skýringar. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.