Fréttablaðið - 13.07.2004, Qupperneq 23
15ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2004
GVENDUR DÚLLARI
Lokað í dag, þriðjudag. Stórútsala hefst á morgun miðv.
kl. 10.00 og stendur yfir í 4 daga.
50% afsl. af öllu
Gvendur dúllari – alltaf betri
Klapparstíg 35, sími. 511 1925
Vilt þú ganga
í blaðberaklúbbinn?
Nú vantar okkur fleiri blaðbera fyrir Fréttablaðið og DV.
Athugaðu hvort það sé laust í þínu hverfi, virka daga eða
um helgar.
Frétt ehf. • Skaftahlíð 24 • Dreifingarsími 515 7520
Á virkum dögum:
104-14 Drekavogur
Hlunnavogur
Njörvasund
Sigluvogur
104-22 Barðavogur
Eikjuvogur
Gnoðarvogur
105-06 Hjálmholt
Skipholt
Vatnsholt
105-23 Brautarholt
Laugavegur
Mjölnisholt
Ásholt
Þverholt
107-02 Reynimelur
107-17 Kaplaskjólsv.
Nesvegur
108-35 Kjarrvegur
Markarvegur
Sléttuvegur
200-02 Kópavogsbr.
Þinghólsbr.
200-17 Hjallabrekka
Nýbýlavegur
Túnbrekka
200-36 Skálaheiði
Álfaheiði
Álfhólsvegur
220-04 Austurgata
Hverfisgata
Mjósund
Mánastígur
Sunnuvegur
Tjarnarbraut
Álfaskeið
220-33 Hringbraut
Strandgata
Suðurgata
233-01 Djúpivogur
Hafnargata
250-02 Garðbraut
270-25 Aðaltún
Hlíðartún
Lækjartún
Um helgar:
101-10 Lindargata
101-11 Frakkastígur
Skúlagata
101-12 Klapparstígur
Njálsgata
101-16 Grettisgata
Vitastígur
101-22 Hávallagata
Hólavallagata
Landakotssp.
Túngata
101-23 Marargata
Unnarstígur
Öldugata
101-27 Eggertsgata
101-29 Fossagata
Hörpugata
Reykjavíkurv.
Skerplugata
Þjórsárgata
Þorragata
101-30 Bergstaðastr.
101-32 Bauganes
Fáfnisnes
Skeljanes
101-33 Bauganes
Baugatangi
Skildinganes
101-39 Bjarkargata
Hringbraut
Suðurgata
Tjarnargata
101-44 Bræðrab.st.
Drafnarstígur
101-48 Freyjugata
101-55 Bergstaðastr.
104-15 Karfavogur
Nökkvavogur
104-21 Karfavogur
Nökkvavogur
Snekkjuvogur
104-22 Barðavogur
Eikjuvogur
Gnoðarvogur
105-07 Flókagata
105-18 Barmahlíð
Mávahlíð
105-19 Drápuhlíð
Mávahlíð
107-04 Einimelur
Hofsvallagata
Melhagi
107-08 Tómasarhagi
107-12 Fornhagi
Kvisthagi
Neshagi
107-14 Faxaskjól
Sörlaskjól
108-01 Álftamýri
108-02 Háaleitisbr.
108-06 Grensásv.
Heiðargerði
Hvammsge.
108-08 Brekkugerði
Skálagerði
108-09 Bakkagerði
Grensásvegur
108-10 Furugerði
Hlyngerði
Seljugerði
Viðjugerði
Blaðberaklúbbur Fréttablaðsins er fyrir duglegasta fólk l
andsins. Allir blaðberar okkar eru sjálfkrafa meðlimir í klúbbnum og fá til-
boð og sérkjör hjá fyrirtækjum eins og BT, Bónusvideo, Pizza 67, tísku-
verlsunum og fleirum. Árshátíð
er haldin einu sinni á ári og blaðberi mánaðarins valinn í hverjum mán-
uði. Vertu með í hópi duglegasta fólks landsins.
Einnig vantar okkur fólk á biðlista
Upplýsingar í síma 515 7520
Ef þú vilt eiga möguleika á að vera í sigurliðinu þá
endilega hafðu samband við okkur.
Milton Keynes Dons FC:
Sækir Ísland
heim
FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Hauka
stendur í stórræðum þessa dagana en
enska knattspyrnufélagið Milton
Keynes Dons FC er statt hér á landi
þessa dagana í boði þeirra. Fáir kann-
ast eflaust við þetta ágæta lið en
ástæðan er sú að hér er á ferð nýtt fé-
lag sem er byggt á grunni hins gamal-
kunna félags Wimbledon. Milton Key-
nes liðsmenn eru í æfingabúðum hér
á landi og munu þeir leika þrjá æf-
ingaleiki í þessari viku. Þeir mættu
Stjörnumönnum á nýjum og glæsileg-
um velli Garðabæjarliðsins í gær-
kvöld og á miðvikudag munu þeir
mæta Haukum á Ásvöllum. Síðasti
leikurinn fer svo fram á föstudag. ■
Franska landsliðið:
Ráðning þjálfara kom á óvart
FÓTBOLTI Franska knattspyrnusam-
bandið réð í gær Raymond Dome-
nech sem næsta landsliðsþjálfara
en hann tekur við af Jacques Sant-
ini sem hætti eftir EM til þess að
taka við Tottenham. Þessi ráðning
kemur töluvert á óvart enda var
fastlega búist við því að menn á
borð við Jean Tigana, Laurent
Blanc og Didier Deschamps
fengju starfið.
Domenech er enginn nýliði í
bransanum enda orðinn 52 ára
gamall. Hann stóð í vörn franska
landsliðsins á sínum tíma og fór
beint í að þjálfa er ferlinum lauk.
Hann stýrði Lyon á árunum 1989-
1994 en eftir það réð hann sig til
starfa hjá franska knattspyrnu-
sambandinu þar sem hann hefur
stýrt U-21 árs liði Frakka. ■
Enska úrvalsdeildin í fótbolta:
Maradona yngri
til Blackburn
FÓTBOLTI Sonur Diego Armando
Maradona er á leiðinni til Black-
burn í ensku úrvalsdeildinni þar
sem hann reynir sig í knatt-
spyrnuskóla félagsins og fram-
kvæmdastjórinn, Greame Sou-
ness, hefur augastað á stráknum.
Þessi 17 ára alnafni föður síns
hefur undanfarið verið hjá fyrr-
verandi liði pabbans, Napoli á
Ítalíu en Napoli er sem stendur í
B-deildinni þar í landi. Diego á
ítalska móður en hefur ekki hitt
föður sinn mikið en móðirin sann-
aði faðerni Armando Maradona í
gegnum dómstóla. Það verður
reyndar ekkert grín fyrir strákinn
að fylgja í fótspor föður síns sem
er að margra mati fremsti knatt-
spyrnumaður sögunnar og var
fyrir fjórum árum kosinn knatt-
spyrnumaður aldarinnar á vef Al-
þjóða knattspyrnusambandsins.
Maradona sem er orðinn 43 ára er
á heilsuhæli í Buenos Aires að
jafna sig eftir ótrúlegt líferni á
undanförnum árum. Nýjustu frétt-
ir frá hælinu eru að karlinn hafi
misst 20 kíló og allt sé á réttri leið.
Nú er að sjá hvort góðar fréttir af
stráknum hans gleðji karlinn. ■
Spilar 300. leikinn
sinn í efstu deild
Tvöfaldur tímamótaleikur Birkis Kristinssonar gegn Grindavík
á Hásteinsvelli í kvöld.
FÓTBOLTI Birkir Kristinsson, fyrir-
liði og markvörður ÍBV í Lands-
bankadeild karla í knattspyrnu,
spilar sannkallaðan tímamótaleik
á Hásteinsvellinum í Vestmanna-
eyjum í kvöld því þessi 39 ára
markvörður nær tveimur stórum
áföngum á ferlinum þegar Eyja-
menn taka á móti Grindvíkingum
í 10.umferð. Það er ekki nóg með
það að þetta sé 300. leikur Birkis í
efstu deild því þessi leikur er
einnig hans 100. fyrir Eyjaliðið í
úrvalsdeild. Birkir verður í kvöld
ennfremur fyrstur í sögunni til að
spila 300 leiki í efstu deild á Ís-
landi sem er mikið afrek í deild
þar sem aðeins eru spilaðir 18
leikir á hverju ári.
Birkir hefur spilað alla leiki
Eyjaliðsins síðan hann kom til fé-
lagsins fyrir tímabilið 1999. Birk-
ir hefur í raun ekki misst úr leik
frá árinu 1985 þegar tekin eru inn
í myndina ár sem hann hefur spil-
að hér á landi en hann spilaði 198
leiki í röð áður en hann fór út í at-
vinnumennsku til Noregs 1996.
Birkir hefur þegar því spilað 16
heil tímabil (18 leikir) og er þegar
á góðri leið með því að bæta því
sautjánda við í sumar. Leikjamet-
ið hans Gunnars Oddssonar, frá
2001, féll í fimmtu umferð og það
verður að teljast ólíklegt að meti
Birkis verði ógnað í framtíðinni.
Það er ekki nóg með að það þurfi
að spila að minnsta kosti 17 heil
tímabil því Birkir er hvergi nærri
hættur og ef marka má frammi-
stöðuna í sumar á hann nóg eftir.
Birkir er auk þess leikjahæsti ísl-
enski landsliðsmarkvörðurinn frá
upphafi með 73 landsleiki, 32
leikjum meira en næsti maður
sem er Bjarni Sigurðsson með 41
leik. Árni Gautur Arason hefur
spilað 37 landsleiki og á því enn 36
leiki í að jafna met Birkis.
Birkir lék sinn fyrsta leik í
efstu deild með liði KA á Akureyr-
arvelli 22. júní 1984 þegar Blikar
komu í heimsókn. Breiðablik vann
leikinn 1-0. Birkir spilaði einnig
næsta deildarleik gegn Fram en
varð síðan fyrir því að fótbrotna í
bikarleik gegn Val og spilaði því
ekki meira sumarið 1984. Birkir
gekk til liðs við Skagamenn fyrir
tímabilið 1985 og spilaði þar
næstu þrjú ár allt þar til að hann
fór til Fram. Birkir lék síðan með
Fram í átta ár eða þar til að liðið
féll sumarið 1995. Frá 1996 til
1998 var Birkir í atvinnumennsku
með Brann í Noregi og Norrköp-
ing í Svíþjóð en snéri síðan til
æskuslóðanna í Vestmannaeyjum
1999 þar sem hann hefur spilað
síðan við mjög góðan orðstír. ■
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
10 11 12 13 14 15 16
Þriðjudagur
JÚLÍ
RAYMOND DOMENECH
Var ráðinn landsliðsþjálfari Frakka í knatt-
spyrnu í gær.
LEIKUR:
19.15 ÍBV og Grindavík leika í
Landsbankadeild karla í fótbolta.
19.15 Víkingur og Fram leika í
Landsbankadeild karla í fótbolta.
19.15 Valur og FH leika í Lands-
bankadeild kvenna í fótbolta.
19.15 Fjölnir og KR leika í Lands-
bankadeild kvenna í fótbolta.
SJÓNVARP:
20.15 Sterkasti maður heims á Sýn.
Hrikaleg átök.
21.10 Fákar á Sýn. Þáttur um hesta
og hestamenn.
21.45 Mótorsport 2004 á Sýn. Þátt-
ur um íslensku torfæruna.
22.15 Íslensku mörkin á Sýn. Öll
mörkin í Landsbankadeildinni.
23.05 Fótboltakvöld á Rúv. Öll
mörkin í Landsbankadeildinni.
LEIKINN EINS OG PABBI SINN
Sonur og alnafni Diego Armando Mara-
dona er á leiðinni til Blackburn en hér
leikur hann sér með boltann.
LEIKIR BIRKIS MEÐ EINSTÖK-
UM FÉLÖGUM Í EFSTU DEILD:
KA (1984) 2 leikir / 3 mörk á sig
ÍA (1985-1987) 54/ 72
Fram (1988-1995) 144/ 188
ÍBV (1999- ) 99/ 104
Úrslit í leikjum Birkis í efstu deild:
Leikir 299 (99 með ÍBV)
Sigurleikir 146 (45)
Jafnteflisleikir 55 (24)
Tapleikir 97 (30)
Leikjametið í efstu deild:
Birkir Kristinsson 299
Gunnar Oddsson 294
Sigurður Björgvinsson 267
Andri Marteinsson 246
Júlíus Tryggvason 243
Þormóður Egilsson 239
Heimir Guðjónsson 233
Pétur Ormslev 231
Sigursteinn Gíslason 229
Guðmundur Steinsson 228
SÖGULEG STUND HJÁ BIRKI Í KVÖLD
Birkir Kristinsson verður í kvöld fyrsti leik-
maðurinn í sögu íslenskrar knattspyrnu til
að leika 300 leiki í efstu deild.