Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 10
13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
NEYTENDUR Komið getur upp sú staða
í reikningshaldi Orkuveitu Reykja-
víkur að viðskiptavinir skuldi pen-
inga á einum stað, en eigi inni ann-
ars staðar vegna ofáætlunar, t.d. á
heitavatnsnotkun. Dragist greiðslur
vegna skuldar safnast á hana vextir
og gjöld, en viðskiptavinir fyrirtæk-
isins fá ekki vexti á inneign sína.
Orkuveitan rekur rafmagns-, hita-,
vatns- og boðveitu.
Eysteinn Jónsson, sviðsstjóri
sölusviðs Orkuveitunnar, segir
sjálfsagt mál að láta inneign á einu
sviði ganga upp í skuld á öðru, en
fólk verði hins vegar að bera sig
eftir því. „Við prófuðum að hafa
þetta sjálfvirkt, en þá kom í ljós að
menn voru með ýmislegt annað,
s.s. sameiginlega bílskúra skráða á
eigið nafn og vildu alls ekki láta
rugla þessum hlutum saman,“
sagði hann og bætti við að inneign-
ir væru greiddar út færi fólk fram
á það. „Oft á tíðum vill fólk samt
láta inneign ganga upp í næstu
reikninga.“
Eysteinn segir greiðslu vaxta á
inneignir verða flókna í fram-
kvæmd því þá þyrfti Orkuveitan að
standa skil á fjármagnstekjuskatti,
auk þess sem fyrirtækið hafi í raun
lítinn áhuga á að geyma fyrir fólk
peninga. Hann sagði inneignir ligg-
ja óhreyfðar þar til fólk léti heyra
frá sér, en þó væri fólk sem ætti
inni fjárhæðir um lengri tíma látið
vita. ■
Ekki rætt að draga
frumvarp til baka
Halldór Ásgrímsson sagði að það hafi ekki verið rætt á þingflokksfundi hvort draga
ætti fjölmiðlafrumvarpið til baka í kjölfar gagnrýni á málsmeðferðina innan flokks-
ins. Segir enn skiptar skoðanir innan flokksins. Ekki sammála lagaprófessorum.
FJÖLMIÐLALÖG „Það er alltaf
óþægilegt þegar lögfræðingar
eru ekki sammála,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, að lokn-
um þingflokksfundi í gær.
Halldór sagðist ekki sammála
niðurstöðu lagaprófessoranna
Eiríks Tómassonar og Sigurðar
Líndal, sem telja það brot á
stjórnarskrá að leggja fram í
sama frumvarpi ný lög um fjöl-
miðla og ákvæði um brottfall
eldra lagafrumvarps.
„Ég er ekki sammála þeim.
Þeir segja jafnframt að það sé
hægt að setja önnur lög síðar. Ég
sé ekki muninn á því hvort að
það gerist núna eða einhvern
tímann seinna. Jón Sveinsson
lögmaður kom á fundinn til okk-
ar og hann staðfesti þann skiln-
ing sem ég hef haft á málinu
enda hef ég leitað ráða hjá hon-
um í þessu máli og er sammála
því sjónarmiði. Ég hef alltaf lit-
ið svo á að löggjafarvaldið væri
hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði
numið lög úr gildi og sett ný
lög,“ sagði Halldór.
Hann sagði það ekki sérstak-
lega rætt á þingflokksfundinum
að draga ætti frumvarpið til
baka, líkt og Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi formað-
ur flokksins og forsætisráð-
herra, og Alfreð Þorsteinsson,
framsóknarmaður og borgar-
fulltrúi R-listans, hafa lagt til í
fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki
segja að þingflokkurinn væri
einhuga um að halda áfram
óbreyttri stefnu í málinu en beð-
ið væri eftir því að allsherjar-
nefnd ljúki störfum. Aðspurður
sagði hann engan sérstakan
þrýsting innan flokksins á að
draga frumvarpið til baka.
„Það eru hins vegar skiptar
skoðanir um þetta mál í Fram-
sóknarflokknum og þannig hef-
ur það verið. Ég man ekki eftir
neinu stóru umdeildu máli sem
við höfum gengið í gegnum án
þess að það séu skiptar skoðan-
ir,“ sagði Halldór.
„Ég sé ekki að það breyti
miklu að taka þetta frumvarp til
baka og leggja nákvæmlega eins
frumvarp fram á haustþingi. Ég
á eftir að láta sannfærast af
þeim rökum lögfræðinga að það
geti skipt einhverju máli,“ sagði
hann.
Í niðurstöðum skoðanakönn-
unar Fréttablaðsins sem birt var
á sunnudag mældist Framsókn-
arflokkurinn með minnsta fylgi
allra flokka, 7,5 prósent. Að-
spurður um útkomuna segir
Halldór að það séu margir ó-
ákveðnir samkvæmt könnun-
inni.
„Við höfum fyrr séð lélegar
tölur í skoðanakönnun Frétta-
blaðsins. Auðvitað tökum við
mark á skoðanakönnunum en það
má ekki fjalla um þær eins og
um kosningar séu að ræða. Það
er orðið of mikið um það. Það er
afskaplega mikilvægt að stjórn-
málaflokkar taki sjálfstæðar á-
kvarðanir og láti ekki stjórnast
af skoðanakönnunum,“ sagði
Halldór.
„Við höfum oft þurft að ganga
í gegnum erfiðar ákvarðanir í
Framsóknarflokknum. Það var
verið að taka skóflustungu af ál-
veri fyrir nokkrum dögum, það
var svolítið önnur umræða um
það mál fyrir nokkrum árum. Ef
við hefðum látið stjórnast af
skoðanakönnunum þá hefði lík-
lega ekkert orðið neitt úr því
máli,“ sagði hann.
sda@frettabladid.is
flugfelag.is
EGILSSTAÐA
6.500kr.
kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ÍSAFJARÐAR
5.500kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.500 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
14. – 20. júlí
GRÍMSEYJAR
5.800 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum,
greiða 1.833 kr. aðra leiðina.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
53
02
07
/2
00
4
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
6.800
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR
Við ársuppgjör þegar lesið er af mælum
getur myndast inneign hjá viðskiptavinum
veitufyrirtækja. Sviðsstjóri sölusviðs Orku-
veitunnar telur að slíkt gerist í um 15 pró-
sentum tilvika.
Skuld á einum stað, inneign á öðrum:
Skuldajöfnun ekki sjálfvirk
Fyrir skömmu vöruðu sérfræðing-
ar á sviði upplýsingaöryggis við
nýrri óværu á netinu sem stolið
getur aðgangsorðum og reiknings-
upplýsingum fólks sem notast við
heimabanka í tölvum sínum. Not-
endur geta fengið óværuna í tölvur
sínar úr sumum „pop-up“ auglýs-
ingum sem spretta upp frá síðum
sem vafrað er inn á á netinu. Aug-
lýsingarnar hlaða í laumi niður
hugbúnaði sem nemur innslátt á
lyklaborð notandans, þar með talið
leyniorð og reikningsupplýsingar.
Auglýsingar þessar áttu uppruna
sinn á vefsíðum sem sjálfar virtust
hafa verið „hakkaðar“ til að koma
inn óværunni.
Óværan ræðst á Internet Ex-
plorer, netvafra Microsoft. Sér-
fræðingar segja að notendur
geti varist með því að nota aðra
vafra, eða með notkun hugbún-
aðar sem stöðvar „pop-up“ aug-
lýsingar. Þá geta notendur
Internet Explorer gert vafra
sína ónæma fyrir óværunni með
því að hlaða niður nýjustu ör-
yggisviðbótum Microsoft. Not-
endum vafrans hefur jafnframt
verið ráðlagt að setja öryggis-
stillingu hans á „High“ en þann-
ig eru samskipti við vefsíður
torvelduð. ■
Notendur heimabanka vari sig:
Vefsíður sem luma á óværu
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON AÐ LOKNUM ÞINGFLOKKSFUNDI Í GÆR
„Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega
eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga
að það geti skipt einhverju máli.“