Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 4
HLUTABRÉF Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands fór yfir þrjú þúsund stig í gær. Hækkun vísi- tölunnar frá áramótum er komin yfir 40 prósent. Lítil viðskipti voru í gær, enda oft ró yfir hlutabréfamörkuðum á þessum árstíma. Þegar vísitölur rjúfa áfanga sem stendur á þús- undi má jafna því til áramóta. „Al- mennt eru slíkir áfangar fallnir til þess að auka bjartsýni á mark- aði,“ segir Þórður Pálsson, for- stöðumaður greiningardeildar KB banka. Hann segir þó ekkert ör- uggt í þeim efnum. Bjartsýnin ríkir á hlutabréfa- markaði og þótt sérfræðingar telji hlutabréf íslenskra fyrirtæk- ja hátt verðlögð er fátt sem bend- ir til þess að lækkunar sé von. Fjárfestar bíða nú spenntir niður- stöðu hálfsársuppgjöra félaga á markaði, en þau munu fara að líta dagsins ljós undir lok þessa mán- aðar. ■ 1993 371,1 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 ÞRÓUN ÚRVALSVÍSITÖLUNNAR FRÁ 1993 348,39 321,42 408 544,92 883,84 996,98 1090,16 1618,63 1275,09 1148,47 1322,14 2102,90 401 542,71 870 993,7 1077,18 1437,45 1276,88 1087,2 1320,04 2030,09 3008,99 4 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Sharon og Peres hittust þrátt fyrir mikla andstöðu: Hefja viðræður um þjóðstjórn ÍSRAEL Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael hitt- ust í gær og ræddu möguleika á þjóðstjórn þrátt fyrir að mikillar andstöðu gæti við þá hugmynd innan beggja flokka. Búist er við að flokkarnir skipi samninga- nefndir í dag og að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefj- ist á næstu dögum. Ríkisstjórnin hefur misst meirihlutastuðning á þingi og í kjölfar þess að atkvæði féllu jöfn í atkvæðagreiðslu um van- traustsályktun á ríkisstjórnina í síðustu viku sá Ariel Sharon, for- sætisráðherra og leiðtogi Likud, sitt óvænna og óskaði eftir við- ræðum við Símon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins. Hvorugur leiðtoganna segist vera sérlega spenntur fyrir þjóð- stjórn en hvorugur segist eiga mikið val. Sharon segir að sú stað- reynd að stjórnarþingmenn séu margir hverjir hættir að styðja stjórnina þýði að annað hvort verði að fjölga flokkum í stjórn eða efna til kosninga. Peres segir nauðsynlegt að styðja við bakið á áætlun Sharons um brotthvarf frá Gaza-svæðinu og setur sem skil- yrði að því verði flýtt. ■ Vilja heimild til að fresta kosningum Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna vill opna fyrir þann möguleika að fresta kosningum ef hryðjuverkamenn láta til skarar skríða. Forseta- kosningum hefur aldrei verið frestað, ekki einu sinni á stríðstímum. BANDARÍKIN Bandaríska heima- varnaráðuneytið hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það athugi hvernig megi seinka forsetakosningunum í haust ef hryðjuverk verða framin um það leiti sem kosningarnar eiga að fara fram. Óttast menn að hryðju- verkamenn láti til skarar skríða til að hafa áhrif á úrslit kosning- anna. Engar heimildir eru að finna í lögum fyrir því að fresta kosning- um. Nú bregður svo við, í kjölfar viðvarana um hugsanlegar árásir, að Tom Ridge, heimavarnaráð- herra Bandaríkjanna, hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneyt- ið að það úrskurði hvaða lagalegu skilyrði þurfi að uppfylla til að fresta megi kosningum ef til árása kemur. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði vikuritsins Newsweek. Þar segir jafnframt að DeForest B. Soaries yngri, yf- irmaður nefndar sem sér um að- stoð við framkvæmd kosninga, hafi farið þess á leit við Ridge að hann fari fram á það við þingið að það samþykki lög sem veiti heim- ild til að fresta kosningum við ákveðnar aðstæður. Þrátt fyrir mörg stríð hefur það aldrei gerst að forsetakosn- ingum hafi verið frestað í Banda- ríkjunum. Forsetakosningar fóru fram meðan á stríði Breta og Bandaríkjamanna stóð árið 1812 en það sama ár kveiktu Bretar í höfuðborginni Washington. 1864 var forseti kjörinn þrátt fyrir að mannskætt borgarastríð stæði yfir. Forkosningum sem halda átti í New York 11. september 2001 var frestað vegna hryðjuverka- árásanna sama dag. Hugmyndir um að fresta kosn- ingum ef til árása kemur hafa vakið blendin viðbrögð þing- manna. „Ég held ekki að það sé hægt að færa rök fyrir því að fresta kosningum í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði demókratinn Di- anna Feinstein í viðtali við CNN. Í viðtali við sama fjölmiðil sagði repúblikaninn Christopher Cox hins vegar rétt að vera við öllu bú- inn. brynjolfur@frettabladid.is Google leitar að vísitölu: Nasdaq er niðurstaðan VIÐSKIPTI Leitarvélafyrirtækið Google hefur ákveðið að félagið verði skráð á Nasdaq-markaðinn að loknu frumút- boði. Vangaveltur voru um að félagið yrði skráð á NYSE-markaðinn. Google tilkynnti um fyrirhugaða skráningu í apríl en nú eru taldar líkur á því að fé- lagið verði skráð fljótlega, jafnvel fyr- ir lok þessa mánaðar. Félagið vill hafa uppboðsfyrirkomulag á útboðinu, enda töluverð spenna fyrir fyrirtækinu. Venjulega er verð fastsett við slíkt út- boð og eftirmarkaður tekur síðan við. Þrátt fyrir að vitað sé að eftirspurn verði eftir bréfunum hefur fyrirtækið fengið til liðs við sig fjölda sérfræð- inga til að markaðsetja útboðið. ■ INDVERSKIR HERMENN Deilur um Kashmír hafa leitt til vígbúnaðar Indverja og Pakistana. Vígbúnaðarkapphlaup: Meira fé í vopnakaup PAKISTAN, AP Pakistönsk stjórnvöld hafa áhyggjur af auknum útgjöld- um Indverja til varnarmála og ótt- ast að nýtt vígbúnaðarkapphlaup kunni að hefjast á milli þessara nágrannaríkja sem hafa átt í stöð- ugum deilum um áratugaskeið. Indverjar hyggjast verja rúm- lega fjórðungi meira fé til varnar- mála á næsta fjárlagaári en því sem nú stendur yfir. Fyrir skömmu tilkynntu Pakistanar um sjö prósenta útgjaldaaukningu til varnarmála. Undanfarið hafa Indverjar leit- ast við að bæta sambúð sína við bæði Pakistana og Kínverja. ■ Á FLÓTTA UNDAN FLÓÐUNUM Fljót hafa víða flætt yfir bakka sína og hrakið milljónir á flótta. Flóð í Suður-Asíu: Milljónir á flótta ASÍA, AP Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða sem hafa lagt stór landsvæði í Indlandi, Bangladess og Nepal undir vatn. Þrjár milljónir íbúa Bangladess hafa ýmist neyðst til að flýja heim- ili sín eða eru innilokaðir á þeim. Tvær milljónir Indverja hafast við í tjöldum. Flóðin hófust í síðasta mánuði en 40 manns létu lífið af völdum þeirra um helgina. Í Bangladess létust ell- efu einstaklingar, flestir þeirra börn. Nítján manns, hið minnsta, létust í Nepal. ■ FÆKKAR UM 100.000 Opinberum starfsmönnum í Bretlandi fækk- ar um rúmlega 100.000 sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Gordon Brown fjármála- ráðherra kynnti. Opinberum starfsmönnum fækkar um 84.000 á Englandi og 20.000 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. FLÓTTAMENN KOMAST Í LAND 37 súdanskir flóttamenn fengu að ganga á land á Ítalíu þremur vik- um eftir að þeim var bjargað af lekum bát á Miðjarðarhafi. Ítölsk stjórnvöld neituðu lengi vel að taka við flóttamönnunum og sögðu að þeir ættu að fara til Möltu þar sem þeir hefðu farið um eyna á leið sinni. ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA Mun Framsóknarflokkurinn kom- ast upp úr fylgislægðinni? Spurning dagsins í dag: Fylgist þú með Formúlu 1 í Sjónvarp- inu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 77% 23% NEI JÁ KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is UNDIRRITUN SAMNINGA Skrifað undir kaup á vélbúnaði fyrir Hellis- heiðarvirkjun fyrir 2,77 milljarða. Hellisheiðarvirkjun: Klár eftir rúmt ár SAMNINGUR Orkuveita Reykjavík- ur skrifaði undir samning um kaup á tveimur 40 MW hverflum, rafölum, eimsvölum og kæliturn- um ásamt tilheyrandi búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun í gær. Búnaðurinn er keyptur frá japönsku fyrirtækjunum Mitsub- ishi Corporation og Mitsubishi Heavy Industries sem og þýska fyrirtækinu Balcke Dürr fyrir 2,77 milljarða. Fyrri vélasamstæðan á að hef- ja framleiðslu í byrjun september 2006 og sú seinni mánuði síðar. Afköst virkjunarinnar verða 400 MW í varmaafl og 120 MW af raf- magni. Fer tveir þriðji hluti raf- magnsins til Norðuráls. ■ Lögreglan í Búðardal: Árekstur og óhöpp LÖGREGLUMÁL Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Búðardal um helgina. Á laugar- dagsmorgun varð árekstur þegar fólksbíll og jeppi sem óku í gagn- stæða átt á Haukadalsvegi rákust saman og lenti jeppinn á girðing- arstaur. Enginn slasaðist en báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Kind hljóp utan í hjól á bíl skammt frá Saurbæ og fór stýris- búnaður bílsins úr sambandi og varð hann stjórnlaus. Fyrir mildi hélst bíllinn á veginum þangað til hann var stöðvaður og engan sak- aði. Tvær rollur hlupu fyrir bíl á Laxárdalsheiði um miðnætti að- faranótt mánudags og skemmdist bíllinn mjög mikið, en enginn slas- aðist. ■ Nýtt met úrvalsvísitölu: Fór yfir þrjú þúsund stig PERES OG SHARON Hvorugur segist hrifinn af þjóðstjórn en báðir segja aðra valmöguleika verri. MIKIL HÆKKUN Ávöxtun hlutabréfa síðustu tíu árin verður að teljast góð. Vísitalan hefur áttfaldast frá ár- inu 1993. BANDARÍKJAFORSETI Á FERÐALAGI Ótti manna við að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða hefur orðið til þess að þeir íhuga nú að breyta lögum þannig að fresta megi kosningum. KOSNINGAR Í NOKKRUM LÖNDUM Bandaríkin Kjörtímabil eru skýrt afmörkuð og kosningar skulu fara fram á fyrsta þriðjudegi eftir fyrsta mánudag í nóv- ember. Engir möguleikar eru á að breyta lengd kjörtímabils. Hætti kjörinn fulltrúi eða falli frá er annar kjörinn eða skipaður í hans stað til loka kjör- tímabilsins. Bretland Kjörtímabilið er fimm ár en forsætis- ráðherra getur hvenær sem er boðað til kosninga með sex vikna fyrirvara. Boðað hefur verið til þriggja af síðustu fimm kosningum þegar ár hefur verið eftir af kjörtímabilinu. Ísland Kjörtímabilið er fjögur ár en hægt er að boða til kosninga áður en því lýkur. Frá stríðslokum til ársins 1979 var fimm sinnum efnt til kosninga áður en kjörtímabilinu lauk. Síðan þá hefur þing alltaf setið kjörtímabil sitt á enda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.