Fréttablaðið - 13.07.2004, Page 30

Fréttablaðið - 13.07.2004, Page 30
„Það fara að koma stórtíðindi,“ seg- ir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um næsta leikstjórnar- verkefni sitt, Little Trip to Heaven, en Baltasar bíður nú eftir svari frá leikkonu sem hann vonast til að fari með aðalhlutverk í kvikmynd- inni. „Þetta er mjög heitt mál en ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi því það væri óvirðing við leikkonuna,“ segir Baltasar en ját- ar þó að leikkonan sem umræðir sé bandarísk stórstjarna, kona sem allir þekkja.“ Tökur á Little Trip to Heaven eru nú alveg að fara af stað en áætlað er að hefjast handa í kring- um 20. ágúst. Myndin verður tekin upp hér heima á Íslandi og að öllum líkindum einnig í Minnesota í Bandaríkjunum. Stórleikarinn For- est Whitaker hefur, sem kunnugt er, samþykkt að leika í kvikmynd- inni sem fjallar um fólk sem stund- ar tryggingasvindl. Little Trip to Heaven er þriller í anda Film Noir en handritið er eftir Baltasar Kor- mák og Edward Weinman. „Við erum búin að ráða til okkar kvik- myndatökumann sem heitir Óttar Guðnason en hann er sá efnilegasti sem við Íslendingar eigum. Óttar hefur verið að taka upp efni út um allan heim, hefur unnið í stórum auglýsingum og verið aðaltöku- maður kvikmyndaleikstjórans og tökumannsins Jan De Bont,“ segir Baltasar en Jan De Bont leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Speed og sá um myndatöku í Let- hal Weapon og Basic In- stinct svo eitthvað sé nefnt. Það verða aug- ljóslega engir aukvisar á ferð í Little Trip to Heaven. Sá sem sér um á h æ t t u a t - riðin í k v i k - mynd- i n n i kemur til dæmis einnig til með að sjá um áhættuatriðin fyrir Spiel- berg í næstu kvikmynd stórleik- stjórans. Búið er að selja handritið að Little Trip to Heaven á topp prís til dreifingaraðila um alla Skandin- avíu að sögn Baltasars. „Það er kominn mikill sprettur í verk- efnið núna og það tekur yfir allan minn tíma,“ segir Baltasar en fyrir- tæki hans Sögn, framleiðir myndina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. ■ Flottasta fólkið norðan Alpafjalla Baltasar bíður bandarískrar stórstjörnu FOREST WHITAKER Hefur sem kunnugt er samþykkt að leika í Little Trip to Heaven, næstu mynd Baltasars Kormáks, en nú bíður leikstjórinn eftir svari frá bandarískri stórstjörnu til að fara með aðalhlut- verkið í myndinni. 22 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Krýning á fyrstu Face North fyrirsætunum fór fram á Broad- way um helgina en þar voru sam- an komnir fulltrúar erlendra um- boðsskrifstofa og fyrirtækja til að virða fyrir sér þátttakendurna 37. Útsendarar umboðsskrifstofa meðal annars frá Asíu, Bandaríkj- unum og Ítalíu sátu í dómnefnd og völdu ljósmyndafyrirsætur af báðum kynjum; Gosh andlitið, Finnlandia andlitið og göngumód- el auk Face North fyrirsætanna. Föngulegi keppendahópurinn æfði stíft undanfarna tvo mánuði enda mikið í húfi. Á staðnum var til að mynda Jason Moore sem starfar fyrir Untitled Entertain- ment en hann er umboðsmaður of- urfyrirsætunnar Paris Hilton. Moore er á höttunum eftir kynn- ingarstúlku fyrir nýja galla- buxnalínu sem markaðssetja á vestan hafs á næstunni en sex stúlkur úr keppninni koma til greina og endanleg ákvörðun verður tekin bráðlega. Umboðs- manninum fræga líkaði svo vel við land og þjóð að hann fram- lengdi heimsókn sína um fáeina daga. Sjónvarpsstöðin Fashion Tv fylgdist með laugardagskvöldinu á Broadway og í stað þess að gera 7 mínútna kynningu á keppninni, eins og til stóð, var ákveðið að framleiða heilan þátt. Fulltrúar stöðvarinnar fóru í Bláa lónið með nokkra keppendur Face North og voru himinlifandi með Íslands- dvölina. Að sögn gestadómara úr American Top Models, Drew Line- han, voru keppendur allir fram- bærilegir og taldi hann um 90% þeirra eiga möguleika innan tískubransans erlendis. Skjöldur Eyfjörð, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Fannar Leósson og Jónatan Einarsson eru aðstand- endur keppninnar og stefna að því að gera hana að árlegum viðburði. Tinna Bergsdóttir og Elmar Örn Guðmundsson voru valin Face North fyrirsætur ársins. ■ FEGURÐ FACE NORTH ■ fyrirsætukeppnin var haldin á Broad- way um helgina. Nokkrar stúlknanna sem kepptu gætu fengið starf við að kynna nýja gallabuxnalínu í Bandaríkjunum. KVIKMYNDIR BALTASAR KORMÁKUR ■ sest aftur í leikstjórastólinn í lok ágúst til að vinna myndina Little Trip to Heaven. FYRIRSÆTUR Á NORÐURHJARA Tinna Bergsdóttir og Elvar Örn Guðmunds- son voru krýnd Face North andlit ársins á Broadway um helgina. í dag Fyrrum eiginmaður Britney segir hana góða í öllu Enski boltinn á ensku á Skjá einum Vitni í Stórholti sá líkamshluta Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 kr. Nýr hádegismatseðill alla þriðjudaga Matseðlar og verð á www.holt.is • • • • • • Laugavegi 32 sími 561 0075 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Fjöldamorðanna í Srebrenica. Á Sauðárkróki. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson. Lárétt: 1 spaði, 5 kveikur, 6 drykkur, 7 tímamæl- ir, 8 laug, 9 kyrr, 10 tveir eins, 12 hljóma, 13 karlfugl, 14 til, 16 bifreið, 18 sáðland. Lóðrétt: 1 þjarkar um verð, 2 forfeður, 3 öfug röð, 4 eftir hressilega útivist, 6 snæri, 8 átti bú, 11 vissa, 14 maka, 17 keyr. LAUSN: Lárétt: 1páll,5rak,6te,7úr, 8bað,9 kjur, 10tt,12óma,13ara,15að,16 rúta,18akur. Lóðrétt: 1prúttari,2áar, 3lk,4veðrað- ur, 6tauma,8bjó,11trú,14ata,17ak. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Kvikmyndage rða rmaður innBöðvar Bjarki Pétursson sem fer fyrir kvikmyndafyrirtækinu 20 geitur er að leggja lokahönd á leik- na heimildarmynd um ástandsárin á Íslandi. Myndin ku vera býsna djörf og þar sem 20 geitur eru ekki síst þekktar fyrir að framleiða fun- heitar og umdeildar heimildar- myndir á borð við Í skóm drekans og Mótmælandi Íslands er nýju myndarinnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Myndin er sem fyrr segir öll leikin og Böðvar Bjarki fékk þrjá hópa til að túlka þá sem mest koma við sögu. Föngulegar stúlkur, sem eru ófeimnar við að láta skína í bert hold, bregða sér í hlutverk ástandskvenna og fagurlimaðir og vöðvastæltir karlmenn sjá um að túlka hermennina sem heilluðu ísl- enskar stúlkur og urðu þannig drif- kraftur ástandsins svokallaða. Þriðji lykilhópurinn í myndinni eru ráða- menn Íslands, forsætisráðherra, biskup og fleiri sem láta sig málið varða en menn sem hafa ýmsa fjör- una sopið í lífinu voru fengnir til að túlka landsfeðurna. Einn þeirra er Hákon Eydal og það verður varla til að draga úr áhuga fólks á mynd- inni að nafn hans hefur komið mik- ið við sögu í rannsókn lögreglu á dularfullu hvarfi 33 ára konu frá Indónesíu. Hákon var fyrrverandi sambýlismaður konunnar en í ástandsmyndinni fer hann með hlutverk forsætisráðherra Íslands. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.