Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 80%veðsetningarhlutfall Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f- 90 40 44 2 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Að Tauhúsum Heimilisfólkið að Tauhúsum hef-ur það fínt. Tjöld, tjaldvagnar, fellihýsi, húsbílar, hústjöld og bíla- tjöld standa í röðum við grasi vaxna botnlanga á tjaldstæðinu við Egils- staði. Einn grillar, annar stendur í biðröð eftir því að vaska upp plast- stellið, þriðji bónar jeppa, fjórði, fimmti og sjötti eru í fótbolta og sá sjöundi dæsir og þambar bjór í skugganum. Hvað varð um stemn- inguna sem felst í því að pissa fyrir utan tjaldið sitt? tautar einn og ark- ar í röðina við náðhúsin. Á heimsins besta tjaldstæði flögra austfirskar álfadísir um með töfrasprota á lofti. Þær svara sömu spurningunni dag- inn á enda. Hvernig komumst við upp að Kárahnjúkum? ÞÝSKUR eldri borgari stekkur upp af stól við húsbíl og grípur mig glóðvolga við akstur. Hún gefur mér merki að stöðva þegar í stað og ég hlýði. Hví raskar þú ró fólks með akstri? spyr hún og horfir reiðilega á mig. Ég þurfti bara að skreppa í búð, svara ég afsakandi. Bílar þarna, fólk hérna, segir hún ákveðin og bendir. Ég lofa bót og betrun, en legg svo fimm sentimetra frá mínu tauhúsi að hætti landans. Á BAK við þjónustumiðstöðina kúrir flóttamaður frá Eystrasalti undir einangrunarplasti. Það kular að kveldi. Er hann með teppi? spyr einhver. Nei, það held ég ekki, svar- ar annar. Hann bíður eftir ferjunni. Á ekki einhver að sjá um svefnpoka handa svona fólki? Veit, ekki. Hann er með fulla vasa af peningum en virðist ekki hafa áhuga á nota þá. Kann einhver litháísku? MORGUNHIMINNINN speglar sig í Lagarfljóti. Tjaldbúar hreyfa sig hægt í hitanum. Hvar eru allir Ítalirnir og Portúgalirnir? Þeir halda sig á fjöllum, er svarið – koma barasta sjaldan niður. Við buðum þeim í blak í vetur en sára- fáir mættu. Þeir koma helst á sunnudögum. Fiskisagan segir að stöku lítill Kárahnjúkur vaxi hér og þar. Það er lífsins saga. Vélin er lent. Blaðið kemur í grillskálann skömmu síðar og færir tjaldbúanum furðusögur að sunnan. Klækjum er beitt til að svipta kjósendur stjórn- arskrárbundnum rétti. Þjóðin sendir skilaboð. Hagsmunabandalag hug- sjónalausra fær á baukinn en tekur samt við skútunni í haust, þótt það verði komið niður í eitt prósents fylgi. Notaleg vistin að Tauhúsum dregur ögn úr ergelsinu. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.