Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 6
EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greining- ardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. „Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi,“ segir Ingi- mundur Friðriksson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans. „Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðan- ir Seðlabankans.“ Seðlabankinn gerði ráð fyrir því í spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þol- mörkum verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumark- mið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærst- um hluta af liðnum föt og skór. Út- sölur eru hafnar og eru áhrif lið- arins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúða- lánakerfi veldur lækkun húsnæð- isliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í -0,2 pró- sent. Kristinn Árnason, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Lands- bankans, segir að frávik vísitöl- unnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbank- inn bjóst við. „Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum,“ seg- ir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingi- mundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýst- ingur sé heldur minni í augnablik- inu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólgu- horfa breytist fyrir næstu mán- uði. Kristinn á von á því að Seðla- bankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumað- ur Greiningar, segir frávikið frá - spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo mikl- um áhrifum til lækkunar af breyt- ingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. „Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxta- ákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu.“ haflidi@frettabladid.is 6 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mótmælti mannréttindabrotum í Kína: Treysta ekki mann- réttindasamtökum MANNRÉTTINDI Ögmundur Jónas- son, þingflokksfomaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs, mótmælti mannréttinda- brotum í Kína á fundi varaforseta kínverska þingsins, Wang Zha- ouguo, og sendinefndar hans með fulltrúum þingflokkanna í ráð- herrabústaðnum á Þingvöllum á laugardag. Ögmundur afhenti sendinefnd- inni skýrslu mannréttindasamtak- anna Amnesty International og rakti helstu efnisatriði hennar. „Þó að við tökum á móti gest- um frá Kína sem öðrum ríkjum þá má það aldrei fara svo að við lát- um það óátalið ef við teljum mannréttindi brotin á þeirra þegnum. Þess vegna fannst mér eðlilegt að koma þessum mótmæl- um á framfæri með skýrslu sam- takanna,“ segir Ögmundur. „Þeir svöruðu því til að þeir bæru ekki traust til mannréttindasamtak- anna Amnesty International og sögðu að þau væru ekki traustsins verð að sínum dómi og vísuðu þeim ásökunum sem þarna koma fram á bug.“ Ögmundur óskar á næstunni eftir fundi kínverska sendiráðsins til að fara yfir málið: „Sérstaklega mál þeirra sem hafa verið hneppt- ir í varðhald vegna verkalýðsbar- áttu.“ ■ Óbreyttar væntingar þrátt fyrir verðhjöðnun Vísitala neysluverðs lækkaði um hálft prósent í júlí. Útsölur snemma á ferð eins og í fyrra. Breyt- ingar á húsnæðislánum vinna á móti hækkun markaðsverðs húsnæðis. Ánægjulegt en breytir ekki mati sérfræðinga á verðbólguþróun á næstunni. Eldur í heimahúsi: Kviknaði í þvottavél ELDSVOÐI Eldur kom upp í heima- húsi við Bergþórugötu í Reykja- vík í gær þegar kviknaði í þvotta- vél. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað til og slökkti það eldinn fljótlega eftir að það kom á vett- vang. Eldurinn kom upp í sameig- inlegu þvottahúsi í fjölbýlishúsi en fólk var heima í tveimur íbúð- anna. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu dreifði eldurinn sér ekki út en reykur var mikill. Vel gekk að reykræsta en ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir urðu, en þær geta verið talsverðar af völdum sóts. ■ ■ VIÐSKIPTI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,05 0,17% Sterlingspund 132,49 0,88% Dönsk króna 11,87 0,42% Evra 88,29 0,44% Gengisvísitala krónu 122,59 0,30% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 161 Velta 422 milljónir ICEX-15 3.001 0,40% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 83.989 Íslandsbanki hf. 79.341 Össur hf. 58.027 Mesta hækkun Marel hf. 1,61% Jarðboranir hf. 1,53% Samherji hf. 0,93% Mesta lækkun Opin Kerfi Group hf. -0,81% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -0,78% Össur hf. -0,74% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.173,5 -0,4% Nasdaq* 1.923,0 -1,2% FTSE 4.360,0 -0,8% DAX 3.893,2 -0,8% NIKKEI 11.582,3 1,39% S&P* 1.108,4 -0,4% * Bandarískar vísitölur kl. 18.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða atburðar minntust mörg þús-und íbúar Bosníu um helgina? 2Hvar var landsmót UngmennafélagsÍslands haldið? 3Hvaða íslenski knattspyrnumaðurþarf að leggja skóna á hilluna vegna alvarlegra meiðsla? Svörin eru á bls. 22 VERÐBÓLGA NÆSTU TÓLF MÁNUÐI Á UNDAN: 2003 maí 2,20% júní 1,80% júlí 1,60% ágúst 2,00% september 2,20% október 2,20% nóvember 2,50% desember 2,70% 2004 janúar 2,40% febrúar 2,30% mars 1,80% apríl 2,20% maí 3,20% júní 3,90% júlí 3,60% BLESSAÐAR ÚTSÖLURNAR Þeir eru margir sem gera góða ferð á útsölur. Þær fara snemma af stað í ár líkt og í fyrra. Áhrifin eru að verðtryggð lán lækka nú milli mánaða. Útsölur eru ekki varanleg fyrirbæri og verðhjöðnun í júlí er það ekki heldur og líkur á að verðbólguþrýstingur verði í íslensku hagkerfi næstu misserin. Félagsfundur Framsóknarfélag Reykjavíkur – suður- kjördæmi boðar til opins félagsfundar um stöðu mála v/fjölmiðlafrumvarps, þriðjudaginn 13.07.04, kl. 20:00 að Hverfisgötu 33 Gestur fundarins verður Eiríkur Tómasson, lagaprófessor Framsóknarmenn fjölmennið og takið þátt í umræðum Stjórn FR-suður FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR SUÐURKJÖRDÆMI MIKIL HAGNAÐARAUKNING Í hálf fimm fréttum KB banka í gær kom fram að greiningardeild bankans gerir ráð fyrir að hagn- aður fyrirtækja sem félagið spáir um hækki um 240 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Mestu mun- ar um mun betri afkomu fjárfest- ingarfélaga. ÖGMUNDUR JÓNASSON Rakti ofsóknir kínverskra stjórnvalda á hendur forsvarsmönnum úr verkalýðsbar- áttu, trúarhreyfingum og þjóðernisbaráttu á fundi varaforseta kínverska þingsins og sendinefndar hans með fulltrúum þing- flokkanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.