Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2004 CHROM dregur úr sykurlöngun og jafnar blóðsykurinn FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva Óskum eftir sölufólki um land allt Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Á nýafstöðnu Evrópumóti í fót- bolta mátti sjá margan fílefldan karlmanninn hágráta í myndavél- arnar. Þeir þóttu þó ekki minna karlmannlegir fyrir það, en sál- fræðingar í Bretlandi segja að fót- boltinn sé að verða eini vettvang- urinn fyrir vestræna nútímakarl- menn til að fá útrás fyrir tárin sem „sannir karlmenn fella helst ekki og allra síst í fjölmenni“. Bernard Capp, prófessor í sál- fræði við Warwick-háskólann Bretlandi, segir að þrátt fyrir að karlmennskuímyndin hafi breyst á síðustu áratugum eigi karlmenn enn erfitt með að gráta. Þeir byrgi tilfinningar sínar inni, sem sé afar slæmt fyrir heilsu þeirra. Capp segir að í gegnum söguna hafi karlmenn mátt gráta undir ákveðnum kringumstæðum. Aðalsmenn í Bretlandi máttu til dæmis gráta „á réttum augnablikum“ meðan lágstéttin gat ekki leyft sér það undir neinum kringumstæðum. Sálfræðingar velta því fyrir sér hvort fótboltinn sé að verða að nýjum „trúarbrögðum“, og vísar í „járnstakka“ Cromwells, sem þrátt fyrir að vera karlmennskan holdi klæddir leyfðu sér að gráta á bænasamkomum. Því fleiri tækifæri sem karl- menn fái til að gráta því betra fyrir heilsu þeirra. Copp hvetur því karlmenn til að fá útrás fyrir geðshræringu sína í fótboltanum og gráta eins og þeir lifandi geta. ■ Rannsókn á 14.500 þunguðum konum í Bandaríkjunum leiddi í ljós að þær sem voru duglegar að borða fisk á meðgöng- unni þjáðust síður af fæðingarþunglyndi. Börn þeirra voru líka ólíklegri til að þjást af þunglyndi síðar á lífsleiðinni eða eiga við hegðunarvanda og námsörðugleika að stríða. Aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á omega 3-fitusýrum renna stoðum undir þessar niðurstöður. Vísinda- menn í Bretlandi hafa lýst yfir áhyggjum af því hversu inntaka fólks á ómega 3-sýr- um hefur minnkað undanfarin 50 ár. „Fólk þarf að borða meiri fisk til að heil- inn sé heilbrigður,“ segja vísindamenn- irnir. „Tvær fiskmáltíðir á viku eru algjört lágmark.“ Meðalneysla á fiski í Bretlandi er 47 grömm á viku, sem er allt of lítið, og sjö af hverjum tíu borða aldrei fisk. ■ Fiskur ætti að vera reglulegur hluti af mataræði fólks. Geðshræring í boltanum heilsusamleg: Karlmenn gráti eins og þeir lifandi geta Karlmenn mættu að ósekju gráta meira. Það þykir þeim hins vegar ekki karlmannlegt nema þeir séu að vinna eða tapa í boltanum. Eftir samveru mína með Yogi Shanti Desai í mars og maí á þessu ári velti ég því mikið fyrir mér hvort það sé eitthvað til sem heitir hugljómun. Í bókum um andleg fræði er oft rætt um hug- ljómun sem upphafið eða yfir- náttúrulegt ástand. Öll samfélög hafa átt það til að skrifa sögur um andlega rómantík. Ég vil alls ekki draga þær allar í efa en ef hug- ljómun er raunveruleg getur þá verið að hún sé aðeins venjulegri en margir vilja meina? Þarf nokk- ur að svífa um í lausu lofti eða framkvæma kraftaverk til þess að teljast hugljómaður? Ef hug- ljómun er raunverulegt ástand snýst hún þá ekki frekar um að sjá hlutina í skýru ljósi? Sjá hlut- ina eins og þeir eru frekar en að sjá þá eins og við viljum að þeir séu? Búdda fékk nafn sitt vegna þess að það þýðir „sá sem er full- komlega vakandi“. Því spyr ég sjálfan mig: „Myndi ég þekkja mann sem hefur orðið fyrir hug- ljómun ef ég hitti hann úti á götu? Ganga þeir sem hafa fengið hug- ljómun mögulega á meðal okkar án þess að við vitum af því?“ Ég veit að þessar vangaveltur mínar verða mögulega misskildar og ég er kannski ívið háfleygari en venjulega, en ef ég hef fengið ein- hvern til að hugsa um ástand hug- ljómunar og efast eitt augnablik um þær sögur sem okkur eru sagðar (yfirleitt ekki frá fyrstu hendi) þá er markmiði mínu náð. Ég tel að andlegt líf snúist um að standa á eigin fótum. Ramana Maharishi spurði til dæmis: „Til hvers að reyna að þekkja Guð ef við þekkjum ekki einu sinni okk- ur sjálf?“ ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Er eitthvað til sem heitir hugljómun? gbergmann@gbergmann.is. Fiskur er hollur: Dregur úr þunglyndi Rannsókn: Mjólk er góð Fjórtán af átján mikilvægustu steinefnum og vítamínum sem mannslíkaminn þarfnast getum við fengið úr mjólk. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem gerð var fyrir Mjölk- främjandet í Sví- þjóð og getið er um í Bændablað- inu. Steinefnin sem mjólkin er auðugust af eru kalk, fosfór, kalí- um, magnesíum, selen, zink og joð. Hún er rík af hinum ýmsu B vítamínum og einnig A og D. Sumarmjólkin inniheldur meira vítamín en vetrarmjólkin, það gerir græna grasið sem kýrnar nærast á. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.