Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 2
2 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fundað í sjávarútvegsráðuneytinu í dag um Sval- barðadeiluna: Kynna sér sjónarmið útvegsmanna FISKVEIÐIDEILA Sjávarútvegsráð- herra mun í dag funda með for- svarsmönnum Landssambands ís- lenskra útvegsmanna vegna deil- na íslenskra og norskra stjórn- valda um fiskveiðiréttindi kring- um Svalbarða. Tæp vika er síðan annar slíkur fundur átti sér stað vegna sama máls með þátttöku fleiri ráðuneyta en ekki fæst upp- lýst um hvað fundurinn er í þetta sinn. Aðstoðarmenn sjávarútvegs- ráðherra segja að um hefðbund- inn fund sé að ræða til að kynnast sjónarmiðum LÍÚ í málinu. „Ég veit ekkert hvað þeir vilja en sjónarmið okkar hafa legið fyrir í mörg ár,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Hann hefur verið manna harðastur í gagnrýni á Norðmenn vegna þessa máls enda segir hann að um mikið hagsmunamál sé að ræða fyrir íslensku þjóðina. Hef- ur hann fyrir hönd síns félags ítrekað óskað eftir því að stjórn- völd stefni Norðmönnum fyrir al- þjóðlega dómstóla þar sem Norð- menn hafi engan rétt til að tak- marka veiðar við Svalbarða eins og þeir telja þó sjálfir. Telur Friðrik að slík lögsókn verði til þess að þeir bakki með kröfur sín- ar enda séu forsendurnar sem þeir gefa sér afar hæpnar. ■ Helmingur sáttur ef herinn færi Rúmlega helmingur landsmanna yrði ósáttur við að herinn færi úr landi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður Vinstri grænna segir áróður stjórnvalda um nauðsyn landvarna hafa mistekist. VARNARLIÐIÐ Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúm- lega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki af- stöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnar- liðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki af- stöðu. Könnunin var gerð föstu- daginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins mið- að við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 pró- sent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. „Það eru veru- lega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mis- tekist að fá þjóðina með sér.“ Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnar- liðsins hér. Þá telur hann utanrík- isstefnu Bandaríkjanna líka skip- ta máli. „Stríðsrekstur Bandaríkj- anna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hern- aðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli.“ Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skiln- ing á gildi þess að halda uppi öfl- ugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Banda- ríkjamanna, fyrir að hafa sent óskýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prós- ent afstöðu. bergsteinn@frettabladid.is Prestaskóli í Austurríki: Mikið magn af barnaklámi VÍN, AP Mikið magn af barnaklámi fannst í kaþólskum prestaskóla í Aust- urríki. Skólinn er staddur skammt frá höfuðborginni Vín. Einnig fundust myndir af ungum prestum að hafa kynmök. Frammámenn í biskupsdæminu boðuðu til neyðarfundar í gær en margir hafa krafist þess að biskupinn á svæðinu segi af sér. Fyrir ári síðan fundust um 40 þúsund myndir sem margar innihéldu barnaklám í öðrum prestaskóla í Austurríki. Biskuparáðið í Austurríki hefur farið fram á lög- reglurannsókn og segir að hvorki barnaklám né samkynhneigð eigi að finnast í kaþólskum prestaskólum. ■ MIKIL HÆKKUN OLÍUVERÐS Erlendis hefur bensínverð hækkað til muna undanfarið og nú hafa tvö íslensku olíufélaganna hækkað sín verð. Olíuverð hækkað um tugi prósenta erlendis: Hækkun hjá Olís og Esso NEYTENDUR Esso og Olís hækkuðu í gærdag verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur á lítra en aðrir söluaðilar höfðu ekki hækkað sín verð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Ástæða hækkunarinnar eru verðhækkan- ir á olíu á heimsmarkaði. Um tvær vikur eru síðan olíu- verð hækkaði til muna erlendis og hefur á þessum tíma hefur það hækkað um tæp 20 prósent. Félög- in bíða nú eins lengi og hægt er með hækkanir bæði vegna auk- innar samkeppni en einnig vegna þess að hátt bensínverð á slíkum háannatíma eins og raunin er nú getur dregið úr vilja fólks til að ferðast. ■ Banaslysið við Varmá: Nafn hins látna SLYS Maðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni við Varmá á Vesturlandsvegi um helgina hét Davíð Örn Þorsteins- son, til heimilis að Fosshóli í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Davíð Örn var 21 árs gamall. ■ “Það er ekki búið að sameina en það ríkir algjör friður þar á milli.“ Gísli Gunnarsson er sóknarprestur í Glaumbæ og forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar en í sögu Skagafjarðar er að finna mörg dæmi um deilur kirkju og veraldlegra yfirvalda. SPURNING DAGSINS Gísli, er þá búið að sameina hið geistlega og veraldlega vald í Skagafirðinum á ný? Skip á hafsbotni: Olían horfin SKIPSSTRAND Aðeins 86 tonn af tæp- lega 400 tonnum af dísel- og smurol- íu sem voru í skipinu Guðrúnu Gísladóttur voru dæld upp úr skip- inu um h e l g i n a . Talið er að um 300 tonn hafi lekið í sjóinn frá s t r a n d i hennar við Lofoten í Noregi fyrir tveimur árum. Norska stórþingið hefur ákveð- ið að skipið fái að liggja á hafs- botni þar sem það næst ekki upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta kemur fram í Lofot Tidende. Guðrún Gísladóttir sökk í júní 2002 með 365 tonn af díselolíu og 10 tonn af smurolíu. Afli skipsins var 875 tonn af síldarflökum. Skipið var í sinni fyrstu ferð. Það var tryggt hjá TM sem greiddi út um tvo milljarða í tryggingarfé fyrir skipið. ■ Skattaskuldir Yukos: Stjórnvöld íhuga tilboð MOSKVA, AP Rússnesk stjórnvöld eru að íhuga tilboð Yukos um að greiða 568,4 milljarða króna á næstu þrem- ur árum vegna vangoldinna skatta, samkvæmt því sem rússneskir fjöl- miðlar greina frá. Yfirvöld hafa hingað til ekki sýnt nein merki þess að ætla þekkjast tilboð sem Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrum fram- kvæmdastjóri Yukos, hefur sett fram. Réttarhöld yfir honum héldu áfram í dag en hann er ákærður fyrir skattsvik og á tíu ára fangelsis- dóm yfir höfði sér verði hann fund- inn sekur. Greiðslufrestur Yukos vegna vangoldinna skatta frá árinu 2000 rann út á fimmtudaginn. ■ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Þann 19. júní árið 2002 rann skipið afturábak af strandstað og valt á hlið- ina og sökk. Það liggur nú á um 40 metra dýpi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna: Fangelsi og svipting réttinda DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Lárus Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóra Trygg- ingasjóðs lækna, til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir fjárdrátt og bókhalds- svik, auk þess sem hann var sviptur löggildingu til endur- skoðunarstarfa ævilangt. Lárus dró sér alls tæplega 75,9 milljónir króna á árun- um 1992 til 1999 og er í ákæru sagður hafa með skipulögðum hætti rangfært bókhald sjóðsins og árs- reikninga til að leyna fjár- drættinum. Honum var gert að greiða skilanefnd Trygginga- sjóðs lækna rúmar 47,5 milljónir króna, en áður hafði Lárus endur- greitt 27,6 milljónir króna. Þá var honum einnig gert að bera allan sakarkostnað, þar með talin laun skipaðs verjanda síns upp á hálfa milljón króna. Lárus játaði fjárdráttinn og var samvinnufús við rannsókn málsins, að því er fram kemur í dómnum, en hann kallaði sjálfur eftir opinberri rannsókn. Brot hans eru talin stórfelld og brotaviljinn einbeittur. „Með brotunum var vegið að mikilvægum fjárhags- legum hagsmunum sem ákærða hafði verið trúað fyrir sem framkvæmda- stjóra. Ákærði olli með brotum sínum tjóni sem ekki hefur fengist bætt nema að nokkru leyti,“ segir í dómnum. Þegar mál Lárusar kom upp hafði hann sinnt starfi sínu fyrir Trygg- ingasjóð lækna síðan árið 1970. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Lárus Halldórsson var í gær dæmdur til fangelsisvistar og endurgreiðslu tugmillj- óna króna fyrir að hafa dregið sér fé í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna. VARNARLIÐIÐ Á MIÐNESHEIÐI Greinilegur afstöðumunur er milli kynjanna í garð varnarliðsins. ÞEIR SEM TÓKU AFSTÖÐU Til burtfarar hersins. EFTIR KYNJUM Sáttir ef herinn færi. EFTIR KYNJUM Ósáttir ef herinn færi. Ósáttir ef herinn færi Karlar Konur Karlar Konur Sáttir ef herinn færi 52,6% 47,4% 46,2% 59,1% 53,8% 40,9% FISKISKIP VIÐ SVALBARÐA Framkvæmdastjóri segist ítrekað hafa ósk- að eftir því að stjórnvöld stefni Norðmönn- um fyrir alþjóðlega dómstóla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.