Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 14
Finndu nýjar leiðir til að hreyfa þig á hverjum degi. Kveiktu á stuðtónlist heima eftir vinnuna eða skólann og dansaðu eins og það sé þitt síðasta. Hristu þig og hafðu gaman að því. Höfuðverkur ... Orsök og ráð Spennuhöfuðverkur lýsir sér yfirleitt sem daufur sláttur í enninu, gagnaugunum eða aftan á hálsinum. Venjuleg verkjalyf verka ágætlega á þessa tegund höfuðverkjar en einnig er gott að finna ástæðuna sem get- ur verið tilfinninga- legs eða umhverfis- legs eðlis og komast fyrir hana. Mígreni er mjög al- gengur höfuðverkur sem oft fylgir ógleði og sjóntruflanir. Mígreni getur stafað af fæðuofnæmi, svefnleysi, streitu eða hormónasveiflum. Ýmis lyfseðilskyld lyf og slökunaraðferðir verka ágætlega á mígreni en svo læra mígrenisjúklingar oftast fyrirbyggjandi að- gerðir af biturri reynslu. Hormónahöfuðverkur herjar aðeins á konur og þá á einhverju skeiði tíðahrings- ins. Einkennin minna á mígreni og má bregðast við með lyfseðilskyldum verkja- lyfjum eða slökun. Fíknarhöfuðverkur orsakast af fíkn í verkjalyf. Viðkomandi er þá farinn að taka jafnvel einföldustu og saklausustu lyf í óhófi við höfuðverk sem er í raun frá- hvarfseinkenni frá síðustu höfuð- verkjarpillu. Besta ráðið við þessari tegund er að venja sig af lyfinu og ganga í gegn- um fráhvörfin. Ennisholubólgur geta valdið heiftarlegum verkjum og eru algengastir hjá fólki sem er með frjóofnæmi, með viðkvæma slímhúð og næmt fyrir sýkingum. Við þessari tegund höfuðverkja er best að taka kvef- eða of- næmislyf. Ef einhver einkenni eru þrálát eða standa yfir í langan tíma á auðvitað að leita læknis. ■ • Úr hreinum jurtum og jurtaolíum • Engin tilbúin rotvarnar- eða ilmefni • Lífræn ræktun með “demeter” vottun • Hjálpa þér að öðlast heilbrigðari húð Dr.Hauschka Snyrtivörur Kynning í dag í Lyfju, Lágmúla Úr hreinum jurtum og jurtaolíum Engin tilbúin rotvarnar- eða ilmefni Lífræn ræktun með „gæða-vottun“ Hjálpa þér að öðlast heilbrigðari húð              „Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvar- lega höfuðáverka en það er sem bet- ur fer sjaldgæft,“ segir Jón Bald- ursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann seg- ir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar töl- ur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. „Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill mis- brestur á því, einkum meðal ung- linga og fullorðinna,“ segir hann. Jón telur börnin standa sig mun bet- ur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búk- inn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurs- sonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúms- loftið og detta úr þjálfun. „Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni,“ segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. „Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku,“ segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum. gun@frettabladid.is Dagana 16. og 17. september næst- komandi verður haldin ráðstefna um tóbaksvarnir á Hótel Örk í Hveragerði, LOFT 2004. Skráning stendur nú yfir á heimasíðu LOFTS, www.hnlfi.is/loft2004, en þar er einnig að finna dagskrá og aðrar upplýsingar um ráðstefnuna. Að sögn Höllu Guðmundsdótt- ur hjúkrunarfræðings er ráð- stefnan í umsjón Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði og opin heil- brigðisstarfsfólki og öðrum áhugamönnum um tóbaksvarnir. „Fyrsta LOFT-ráðstefnan var haldin á Egilsstöðum árið 1998 að frumkvæði heilsugæslunnar þar og svo var önnur ráðstefnan hald- in á Skútustöðum í Mývatnssveit árið 2003. Báðar þessar ráðstefn- ur tókust svo vel að ákveðið var að gera LOFT að föstum lið í tó- baksvarnarstarfi hér á landi.“ segir Halla. „Á ráðstefnunni í ár eru margir áhugaverðir fyrirles- arar, jafnt íslenskir sem erlendir. Við fáum til dæmis fyrirlestur starfsmanns í norska heilbrigðis- ráðuneytinu um hvernig algjört reykingabann var undirbúið í No- regi og hvernig því var fylgt eftir, sem er mjög áhugavert. Þá verður þarna fyrirlestur um munntó- baksnotkun og meðferðarúrræði fyrir þá sem vilja hætta að reyk- ja, svo fátt eitt sé nefnt.“. Ráðstefnugjald er 16.000 kr. en hækkar í 19.000 kr. ef skráning fer fram eftir 1. ágúst. ■ Jón Baldursson læknir á slysadeild: Hjálmar draga úr slysahættu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Reiðhjól eru holl og góð farartæki ef fyllsta öryggis er gætt,“ segir Jón Bald- ursson yfirlæknir á slysadeild. Þessir hjólreiðamenn sem ljósmyndari rakst á í Eldhrauninu sleppa vonandi slysalausir úr túrnum þótt hjálmalausir séu. Tóbaksvarnaráðstefna á Hótel Örk: Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra Margir þrá að hætta reykingum, sem enginn velkist í vafa um að eru heilsuspillandi. Ráðstefna um tóbaksvarnir verður haldin á Hótel Örk í september.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.