Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.07.2004, Blaðsíða 26
18 13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days. Það er ekkert annað en hrein bókmenntasögufölsun að kenna þetta nýjasta Jackie Chan grín við sígilda og samnefnda sögu Jules Verne og hreint út sagt galið að telja þennan löngu látna franska vísindaskálds- kaparhöfund upp sem einn handrits- höfunda. Þessi mynd á nánast ekkert sameiginlegt með sögu hans annað en yfirskriftina og nöfn helstu persóna. Jú, það má svo vissulega verja það að grunnhugmyndin er tekin frá Verne en hér er sagt frá manni sem veðjar um að hann geti lokið hnatt- ferð á 80 dögum. Afgangurinn er út í hött. Ferðalangurinn vaski Phileas Fogg er orðinn að kengrugluðum upp- finningamanni og sérvitringi sem engum dettur í hug að taka alvarlega og hægri hönd hans og helsta hjálpar- hella, Passepartout, er orðinn að Kín- verja. Það má svo líta fram hjá því þar sem þetta er Jackie Chan mynd og hann er óneitanlega Kínverji. Þessi frávik eru líka alls ekki banabiti myndarinnar og eru í raun aukaatriði. Stóri bömmerinn er ein- faldlega sá að handritið er stefnu- laust rekald og það hefur verið höf- undum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa söguna á filmu. Við sitjum því uppi með samhengislausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slagsmálaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu. Nú er Jackie Chan oftast nær býsna skemmtilegur og aldrei betri en þegar hann hefur frábæra grín- leikara til að styðja við bakið á sér (Shanghai Noon, Rush Hour). Þessi formúla klikkar algerlega að þessu sinni þar sem hinn kostulegi Steve Coogan (24 Hour Party People) leikur Fogg. Þeir félagar ná bara engri teng- ingu og samband þeirra er steingelt og húmorslaust. Ljósi punkturinn í þessu öllu sam- an eru kunnugleg andlit og góðkunn- ingjar Chans sem dúkka upp í fríkuð- um smáhlutverkum. Owen Wilson ber auðvitað af þar og þá er óneitanlega fróðlegt að sjá Arnold Schwarzenegg- er í pilsi með mjög svo vafasama hár- greiðslu. Þórarinn Þórarinsson Siglt undir fölsku flaggi AROUND THE WORLD IN 80 DAYS Leikstjóri: Frank Coraci Aðalhlutverk: Jackie Chan, Steve Coogan EUROTRIP kl. 3.45 B.I. 12PÉTUR PAN kl. 3.50 DAY AFTER TOMORROW kl. 3 PUNISHER kl. 10.15 B.I. 16 SUDDENLY 30 kl. 5.50 og 8 SÝND kl. 5.30, 8, og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.30, 8 og 10.30 MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 HARRY POTTER 3 kl. 5.45 THE LADYKILLERS kl. 5.45, 8 og 10.15B.I. 12 METALLICA: SOME KIND... kl. 10.30 MORS ELLING kl. 6 SÝND kl. 8.15 SÝND kl. 8 og 10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur HHH H.J. Mbl. HHH H.J. Mbl. SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 Sigurvegari CANNES og EVRÓPSKU KVIKMYNDA- VERÐLAUNANNA. SÝND kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8.30 og 11.30 HHHHH SV MBL „Afþreyingarmyndir gerast ekki betri.“ HHHHH ÞÞ FBL „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant.“ HHHH ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumar-myndin.“ HHHh kvikmyndir.com „Ekki síðri en fyrri myndin.“ i i i i. i . l llí illj . í l l i . i i . i í i i i . TROY kl. 10 B.I. 14 HARRY POTTER 3 kl. 4 og 7 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 M/ENSKU TALI Frá leikstjóra Pretty Woman Í GAMAN- MYNDINNI 16 þúsund gest i r á 4 dögum FRÉTTIR AF FÓLKI www.gitarskoli.com Strákabuxur 40% afsláttur verð frá 990.- ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN ■ ■ ÚTIVIST  17.30 Náttúrulækningafélag Reykjavíkur stendur fyrir grasa- ferð í nágrenni Hafnarfjarðar.  19.30 Maraþonganga í Viðey, þar sem genginn verður hringurinn um eyjuna og sagan og helstu kennileiti rakin. Gangan tekur þrjá til fjóra klukkutíma. Leiðsögumað- ur verður Örvar B. Eiríksson sagn- fræðingur. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.00 Götuherinn stendur fyrir Hressifest 2004 í Hinu Húsinu. Fram koma meðal annars DYS, I Adapt, Andrúm, Innvortis, Dáða- drengir, Hermigervill, Lokbrá og Jón Hallur. Frítt inn og ekkert ald- urstakmark.  20.00 Góðgerðatónleikar verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Aðgangseyrir rennur til söfn- unarátaksins Gefum öllum tæki- færi, til styrktar AMS.  20.30 Ragnheiður Árnadóttir sópran og Peter Nilsson píanó- leikari flytja sönglög eftir Purcell, Mozart, Argento og fleiri á sumar- tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. ■ ■ SÝNINGAR  11.00 Heidi Strand hefur opnað sýningu sína Ís, land og líf III í sýningarsal Saltfisksetursins í Grindavík. Sýningin stendur til 2. ágústs og er opin alla daga frá kl. 11-18. Þrátt fyrir sögusagnir um að MarlonBrando væri nánast gjaldþrota skildi hann eftir sig um 21,6 milljón dollara sem skiptast á milli fjölskyldu hans og vina. Brando viðurkennir að vera faðir tíu barna, sem eru á aldrinum 46 niður í 10 ára. Þrjú yngstu á hann með fyrrum þjónustu- stúlku sinni. Brando dó þann 1. júlí eftir að lungun gáfu sig. Hann var 80 ára gamall. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Þriðjudagur JÚLÍ Fim. 15. júlí kl. 19.30 UPPS Fös. 16. júlí kl. 19.30 fá sæti Fim. 22. júlí kl. 19.30 laus sæti Fös. 23. júlí kl. 19.30 laus sæti ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Þúsundir áhorfenda um allt land eru á sama máli: „FAME er frábær skemmtun.“ Yfir 10.000 miðar seldir Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is 1. flokki 1991 – 50. útdráttur 3. flokki 1991 – 47. útdráttur 1. flokki 1992 – 46. útdráttur 2. flokki 1992 – 45. útdráttur 1. flokki 1993 – 41. útdráttur 3. flokki 1993 – 39. útdráttur 1. flokki 1994 – 38. útdráttur 1. flokki 1995 – 35. útdráttur 1. flokki 1996 – 32. útdráttur 2. flokki 1996 – 32. útdráttur 3. flokki 1996 – 32. útdráttur Frá og með 15. júlí 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. júlí. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf Læra að nýta náttúruna Náttúrulækningafélag Reykjavík- ur stendur fyrir árlegri grasaferð í dag í nágrenni Hafnarfjarðar, undir leiðsögn Ásthildar Einars- dóttur grasalæknis og fegrunar- sérfræðings. „Við förum aldrei á sama staðinn,“ segir Ásthildur og vill ekki gefa upp hvert verður farið núna, til að fjöldinn verði ekki of mikill og því er nauðsyn- legt að skrá sig á skrifstofu NLFR fyrir hádegi ef fólk hefur áhuga á grasaferðinni. „Við eigum skemmtilega stund saman, tölum um jurtir og fræðumst svolítið líka. Ég kem til með að tala um jurtir, hvað má tína til að nota og hvernig á að þurrka jurtir í te og krydd. Jafnvel mun ég tala svolít- ið um jurtir sem eru að vaxa í garðinum hjá fólki og sýni þeim jurtirnar, þannig að ekki sé hægt að taka feil. Það er svo notalegt að fara upp í sveit eða út hjá sumar- bústaðnum og nota það sem er við fæturna á manni.“ Í lok ferðarinn- ar verður boðið upp á te úr jurtum sem Ásthildur hefur þurrkað og meðlæti úr lífrænt vottuðu hrá- efni. Farið verður klukkan 17:30 og áætlað er að ferðin taki tvo klukkutíma. ■ ÁSTHILDUR EINARSDÓTTIR Móðir hennar, Ásta Erlingsdóttir, var áður leiðbeinandi í grasaferðum NLFR en hefur nú látið merkið ganga til Ásthildar Einarsdóttur, grasalæknis og fegrunarsérfræðings. ■ ÚTIVIST [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.