Fréttablaðið - 14.07.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 14.07.2004, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2004 Sími 562-3811 ÚTSALAN hefst í dag kl. 09:00 Arnar Gunnlaugson er ekki að mæta Shelbourne í fyrsta sinn: Eru miklu sterkari núna FÓTBOLTI Shelbourne hefur áður komið til Íslands vegna þátttöku í Evrópu- keppni, það var árið 1995 þegar liðið mætti gullaldarliði Skagamanna í for- keppni UEFA-bikarsins þáverandi. Það var hinsvegar engin frægðarför því firnasterkt Skagalið sigraði bæði heima og að heiman með sömu markatölu, 3-0. Arnar Gunnlaugsson, núverandi sóknarmaður KR, var þá í eldlínunni með ÍA og skoraði meðal annars eitt marka liðsins. „Ég man vel eftir þessum leikjum. Við vorum á rosalegri siglingu hér heima þá, með mjög vel mannað lið og Shelbourne átti aldrei séns gegn okk- ur. En mér skilst að þeir séu orðnir miklu sterkari núna. Leikmenn liðs- ins 1995 voru áhugamenn rétt eins og við en nú er þetta orðið miklu meira alvöru hjá þeim,“ segir Arnar, sem hefur jafnað sig af smávægilegum ökklameiðslum og verður væntanlega í byrjunarliði KR í kvöld. „Ég náði að setja mark á þá í leiknum ytra á sín- um tíma og vonast auðvitað til að end- urtaka leikinn núna. Skrokkurinn var þó í nokkuð betra standi þá. Aðalmál- ið hjá okkur er að fá ekki á okkur mark og sjá hvert það fleytir okkur. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig leikurinn þróast. Við erum mjög bjartsýnir, teljum okkur hafa verið heppnir með andstæðinga og þekkjum þennan breska fótbolta ágætlega. Þetta er allavega mun skárra en að mæta liði frá Aserbaíds- jan eða eitthvað slíkt,“ segir Arnar. ■ Í FULLU FJÖRI Á ÆFINGU Pat Fenlon, framkvæmdastjóri Shelbourne, tók virkan þátt í æfingu liðsins á KR-vellinum í fyrradag, enda ekki nema 35 ára gamall og fyrrverandi leikmaður með félaginu. Spilum til sigurs Pat Fenlon, stjóri írsku meistaranna í Shelbourne, ætlar ekki að spila varnarleik gegn KR-ingum í kvöld. FÓTBOLTI KR-ingar mæta írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í for- keppni meistaradeildar Evrópu í kvöld. Shelbourne hefur verið yfir- burðalið á Írlandi undanfarin ár og er sem stendur með örugga forystu í írsku úrvalsdeildinni þegar vel er liðið á tímabilið. Liðið kemur því hingað til lands með mikið sjálfs- traust og í mjög góðu formi – algjör- lega öfugt við það sem oft er í fyrstu leikjum íslenskra liða í Evr- ópukeppninni. Oftast eru þau að þá að mæta liðum sem nýkomin eru úr sumarfríi, enda ekki algengt að leikið sé í knattspyrnudeild í Evr- ópu yfir sumartímann líkt og hér á Íslandi. Shelbourne er í dag skipað eintómum atvinnumönnum og hefur liðið fengið til sín marga frambæri- lega knattspyrnumenn á síðustu árum, flesta frá heimalandinu Ír- landi. Það er því ljóst að KR-ingar mega eiga von á tveimur hörku- leikjum. “Við erum með góða blöndu af ungum leikmönnum og þeim sem eru eldri og reyndari. Meðalaldur- inn í liðinu er í kringum 29 ár og í Evrópukeppni skiptir reynslan alltaf miklu máli,“ sagði Pat Fenlon, framkvæmdastjóri Shelbourne, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki eðli míns liðs að spila varnarleik og við förum í leik- inn til að vinna hann. Við horfum til leiksins eins og um venjulegan deildarleik sé að ræða og við munum spila okkar bolta. Við erum miklu meira sóknarlið en varnarlið og ætlum að reyna að skora mark á útivelli,“ segir Fenlon. Leikurinn hefst kl. 20 í kvöld og fer fram á Laugardalsvelli. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.