Fréttablaðið - 14.07.2004, Side 30
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
9,1 milljarðar króna.
Austurríki.
Raymond Domenech
Árekstur á tónleika-
sumrinu mikla
Reykjavíkurnætur er heitið á
nýrri sjónvarpsþáttaseríu sem
verður tekin til sýningar á Stöð 2 í
vetur. Systkinin Ari og Systa og
vinir þeirra Halli og Dóra eru aðal-
persónurnar í þáttunum en serían
fjallar í stuttu máli um samrýndan
vinahóp og leit þeirra að ástinni í
næturlífi Reykjavíkurborgar.
Þegar ljósmyndara Fréttablaðs-
ins bar að garði voru leikarar og
aðstandendur Reykjavíkurnótta
stödd í Naustkjallaranum við sjón-
varpsupptökur en aðalhlutverkin í
Reykjavíkurnóttum eru í höndum
leikaranna Víkings Kristjánssonar
(Halli), Þórunnar Ernu Clausen
(Dóra), Björn Hlyns Haraldssonar
(Ari) og Ingu Maríu Valdimars-
dóttur (Systa).
Rabbabarinn er heitið á aðal-
skemmtistað vinahópsins í Reykja-
víkurnóttum. Rabbabarinn er stað-
settur í hjarta borgarinnar og þar
eyða þau Ari, Systa, Halli og Dóra
löngum stundum við að skemmta
sér.
Það er leikarinn og höfundurinn
Agnar Jón Egilsson sem býr til
handritið og leikstýrir þáttunum.
Jón Karl Helgason hefur yfirum-
sjón með kvikmyndatöku og Viðar
Víkingsson hefur hafist handa við
að klippa þættina. Reykjavíkur-
nætur eru framleiddar af Sögn
kvikmyndagerð og sjónvarpsupp-
tökum lýkur í þessari viku. ■
Tökum að ljúka á Reykjavíkurnóttum
14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR
Miðað við stöðugt streymi er-
lendra listamanna hingað til
lands, hlaut það að gerast að tveir
stórir tónleikar myndu lenda á
sama degi. Nú, þegar Pink hefur
tilkynnt um aukatónleika í Laug-
ardalshöll, er ljóst að hún og 50
Cent verða með tónleika á sama
degi, 11. ágúst, í Egilshöll.
„Þeir vissu vel af þessum sein-
ni Pink-tónleikum þegar þeir
ákváðu að vera með 50 Cent,“ seg-
ir Gústaf PS hjá L Promotions
sem flytur inn Pink. Þetta fullyrð-
ir hann þrátt fyrir að það hafi ekki
verið opinberlega tilkynnt um
seinni tónleikana fyrr en fyrir
rúmri viku síðan.
Uppselt er á fyrri tónleika Pink
og Gústaf segist ekki finna fyrir
því að tónleikar rappstjörnunnar
trufli sölu á seinni tónleikana. Nú
þegar er búið að selja um 2.000
miða á þá. „Þetta hefur ekki hrjáð
okkur ennþá. Salan gengur mjög
vel og við höfum engar áhyggjur
af því að það verði ekki uppselt á
seinni tónleikana líka.“
Umsjónarmenn tónleika 50
Cent og G-Unit segjast hreinlega
ekki hafa reiknað með því að það
kæmi til aukatónleika á Pink. Búið
er að selja 4.000 miða í Egilshöll
og því augljóslega nóg eftir af
miðum. Valdi Hansen, annar tón-
leikahaldaranna, virtist þó ekkert
sérlega áhyggjufullur. „Þetta er
ekki mikið áhyggjuefni, en það
hefði verið fínt að komast hjá
þessu,“ viðurkennir hann.
Breytingar hafa verið gerðar á
skipulagi 50 Cent tónleikana
þannig að nú er aðeins selt inn á
eitt svæði. Sviðið verður fært
framar í Höllinni og því verður
aðeins pláss fyrir 9.000 gesti.
Það er því augljóst að barist
verður um athygli unglinganna
þennan dag enda hefur það aldrei
komið fyrir áður í Íslandssögunni
að jafn stórar stjörnur keppi sín á
milli á íslenskri grundu.
Starfsmaður Skífunnar, sem
selur miða á báða tónleika, spáir
því að það verði hálftómt á báðum
stöðum miðað við þann áhuga sem
starfsfólk hefur fundið fyrir.
Miðaverð á tónleika 50 Cent og
G-Unit er 6.500 kr.
Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í
stæði en 5.900 kr. í stúku. ■
50 CENT
Einn stærsti rappari heims í dag heldur
tónleika hér á landi 11. ágúst...
PINK
...það gerir Pink líka!
NÝTT
frá Jóa Fel
basil & hvitlauks sósa
rósapipar sósa
dijon hunangs sósa
Fim. 15. júlí kl. 19.30 UPPS
Fös. 16. júlí kl. 19.30 fá sæti
Fim. 22. júlí kl. 19.30 laus sæti
Fös. 23. júlí kl. 19.30 laus sæti
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Þúsundir áhorfenda um allt land eru á sama máli:
„FAME er frábær skemmtun.“
Yfir 10.000 miðar seldir
1
5 6
8 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
Lárétt: 1 tarfur, 5 trjátegund, 6 stór, 7
íþróttafélag, 8 poka, 9 sjávargróður, 10
skóli, 12 gerast, 13 heiti á fljóti, 15 frá, 16
nagg, 18 sjúkdómur.
Lóðrétt: 1 skyldmenni, 2 fæða, 3 varðandi,
4 ræðin, 6 ná tökum á, 8 tal, 11 skel, 14
útlim, 17 drykkur.
Lausn.
Lárétt:
Lárétt: 1naut,5álm,6há,7ka,8mal,9
þang,10ma,12ske, 13 iða, 15 af, 16 nart,
18 mein.
Lóðrétt: 1nákominn,2ala,3um,4málgef-
in,6hanka,8mas,11aða,14arm,17te.
REYKJAVÍKURBÖRN
Halli, Dóra og systkinin Ari og Systa
slappa af í sófanum á Rabbabarnum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
R
EY
N
IS
SO
N
SJÓNVARP
REYKJAVÍKURNÆTUR
■ er heitið á nýrri leikinni sjónvarpsser-
íu sem Stöð 2 tekur til sýningar í vetur.
TÓNLIST
50 CENT OG PINK
■ Tónleikar 50 Cent í Egilshöll eru
á sama degi og aukatónleikar Pink í
Laugardalshöll.
Hópur fólks sem stundar það aðsleikja sólina á Kanaríeyjum og kall-
ar sig einfaldlega Kanaríeyjaflakkara
ætlar að halda árlega samkomu sína í
Árnesi um helgina.
Fjörið byrjar klukkan
16 á föstudaginn
þegar svæðið opnar
og síðan tekur við
þéttskipuð dagskrá
þar sem meðal ann-
ars er fyrirhuguð
hópferð á Drauga-
safnið og síðan verð-
ur dregið í veglegu happadrætti. Kanarí-
eyjaflakkararnir sjá sjálfir um öll
skemmtiatriði og er ekkert að vanbún-
aði í þeim efnum þar sem fjöldi stuðk-
arla- og kerlinga er meðlimur í félagss-
kapnum og þannig mun sjálfur Árni
Johnsen hefja kvöldskemmtun laugar-
dagsins klukkan 20 þegar hann mætir,
vopnaður kassagítarnum, og stýrir
fjöldasöng af sinni alkunnu snilld. Það
þarf svo enginn að óttast að botninn
detti úr stuðinu þegar þingmaðurinn
fyrrverandi leggur frá sér gítarinn þar
sem þá tekur Geirmundur Valtýsson,
sólbrúnn og sællegur, við
keflinu og ætlar að
trylla lýðinn með
hljómsveit sinni.
Þeir sem þekkja
stuðið á Kanarí og
afrekaskrá Geir-
mundar efast ekki
um það eitt augnablik
að dansinn muni
duna langt
fram eftir
nóttu.
FRÉTTIR AF FÓLKI