Fréttablaðið - 29.07.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 29.07.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR VIÐ ORGELIÐ Vert er að fara á tónleika í Hallgrímskirkju sem hefjast klukkan 12. Þar spilar Magnús Ragnarsson sérvalda sumardagskrá á 72 radda Klais-orgelið. Magnús er nýkominn úr námi frá Svíþjóð. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING EN HLÝTT Þurrt að mestu á Norðurlandi. Talsverð rigning með Suður- og Vesturlandinu. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6 29. júlí 2004 – 205. tölublað – 4. árgangur ● heimili ● tíska ● ferðir Sækir orku í eldhúsið Soffía Karlsdóttir: ● pink með eina tónleika Fer í Höllina 50 Cent: ▲ SÍÐA 34 184% HÆKKUN Ákvörðun forráða- manna Reykjavíkur- hafnar um 184% hækkun vörugjalda á tiltekna flokka neysluvara kom sam- gönguráðherra í opna skjöldu. Hann kveðst vonast til að forráðamenn hafna í landinu gæti hófs í slíkum gjaldtökum. Sjá síðu 2 STÆRSTA ÚTBOÐIÐ Yfir 36 þúsund hluthafar KB banka munu að öllum líkindum kaupa hlut í KB banka fyrir 40 milljarða króna. Bankinn hefur heimild til þess að gefa út hlutafé fyrir annað eins til að fjár- magna frekari vöxt. Sjá síðu 4 VON HJÁ GEÐSJÚKUM Eftir þriggja mánaða óvissutíma lítur út fyrir að komin sé hreyfing á menntamál geðsjúkra. Vel á ann- að hundrað manns hafa sótt um nám á haustönn, en fjárveitingu hefur skort. Öllum kennurum var því sagt upp, en nemendur lifa í voninni. Sjá síðu 8 BLÓÐBAÐ Í ÍRAK Ein mannskæðasta sprengjuárás frá innrás Bandaríkjamanna í Írak kostaði 68 óbreytta borgara lífið í borg- inni Baqouba í gær. Hryðjuverkaógn vofir yfir fulltrúafundi um næstu helgi sem leggja á grunn að þjóðþingi Íraka. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 MORÐRANNSÓKN Hákon Eydal játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni, Sri Rahmawati, að bana sunnudaginn 4. júlí. Hann hafði set- ið þögull í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur og var það fyrst í fyrradag sem hann greindi lögreglu frá því hvar hann hefði komið líkinu fyrir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins barði hann Sri til bana með þungu barefli. Hákon varð Sri að bana á heim- ili sínu í Stórholti. Í framhaldinu flutti hann líkið í jeppabifreið sinni í Hólsvík á Kjalarnesi þar sem fjöl- skylda hans á sumarbústað. Á mánudag vísaði Hákon lögreglu á Presthúsaskaga og sagðist hafa varpað líkinu í sjóinn fram af klett- um. Hákon var handtekinn þriðju- daginn 6. júlí eftir að lögregla fann blóð og merki þess að glæpur hefði verið framinn í íbúðinni. Daginn eftir var hann úrskurðaður í gæslu- varðhald í tvær vikur, sem síðar var framlengt um þrjár vikur. Fyrir um viku síðan var ljóst að blóð sem fannst í íbúð hans var allt úr Sri. Beðið hafði verið í nokkurn tíma eftir að niðurstöður úr DNA rannsóknum bærust frá Noregi. Eftir þá staðfestingu var hvarf Sri formlega rannsakað sem morðmál eins og lögregla hafði grunsemdir um í fyrstu. Hákon hefur lýst lögreglu í smáatriðum frá verknaðinum en þær upplýsingar fást ekki hjá lög- reglu að svo stöddu. Þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gær var lík Sri ófundið þrátt fyrir umfangs- mikla leit. Níu kafarar hafa leitað hennar auk þess sem fjörur hafa verið gengnar. Í gær var leitað að Sri í sjónum við Hólsvík auk þess sem fjörur, sker og eyjar í sundunum voru gengnar. Sjá nánar um leitina á bls. 4 hrs@frettabladid.is Barði Sri með þungu barefli Hákon Eydal hefur játað að hafa banað barnsmóður sinni, Sri Rah- mawati, sunnudaginn 4. júlí. Hann hafði setið þögull í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. Samkvæmt heimildum barði hann Sri með þungu barefli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SRI RAHMAWATI LEITAÐ Á SJÓ OG LANDI Umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveita fór fram í gær. Níu kafarar leituðu í sjónum við erfiðar aðstæður þar sem Hákon Eydal segist hafa varpað líki fyrrum sambýliskonu sinnar í sjóinn. Hákon hafði setið þögull í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur þegar hann loks greindi lögreglu frá því hvar hann hefði losað sig við líkið. Opið til 21.00 í kvöld KAFARI VIÐ LEITINA Aðstæður til leitar voru erfiðar. Við klettana á Kjalarnesi börðust kafarar við strauma í takmörkuðu skyggni. Verðkönnun: Verðmunur allt að 270% VERÐKÖNNUN Matarkarfan er ódýr- ust í Bónus en dýrust í 10-11. Þetta er niðurstaða verðkönnunar Frétta- blaðsins sem gerð var í 10 verslun- um í gær. Í Bónus kostar matark- arfan 3.038 kr. en 4.436 kr. í 10-11 sem er 46% hærra verð. Europris var með næstódýrustu matarkörf- una og Nettó fylgir fast þar á eftir. Mikill verðmunur er á einstaka vörutegunum milli búðanna og gætir þess einkum í grænmeti. Mesti munur milli hæsta og lægsta verðs var á jöklasalati eða 270% og um 100% munur var milli hæsta verðs á tómötum og því lægsta. Í báðum tilfellum var Bón- us með lægsta verð en jöklasalatið var dýrast í 10-11 og tómatarnir í Hagkaupum. Sjá nánar á síðu 16. John Edwards: Lofaði Kerry BOSTON, AP John Edwards, varafor- setaefni demókrata, réðst harka- lega á andstæðinga sína í Repúblikanaflokknum í ræðu á flokksþingi demókrata í Boston í gærkvöldi. Sakaði hann repúblik- ana um að draga baráttuna um forsetaembættið niður í svaðið. Skoraði Edwards á bandaríska kjósendur „að hafna úr sér geng- inni, hatursfullri og neikvæðri kosningabaráttu“ repúblikana. Hann fór hins vegar lofsamleg- um orðum um John Kerry, for- setaefni demókrata, og vitnaði óspart til hetjudáða Kerrys í Víetnamstríðinu. ■ Nýjasta mynd Baltasars: Stiles í aðal- hlutverki KVIKMYNDIR Bandaríska leikkonan Julia Stiles leikur eitt aðalhlutverk- anna í nýrri mynd Baltasars Kor- máks sem heitir A Little Trip to Heaven. Stiles, sem er 23 ára, hefur risið hratt í metorðastiganum í Hollywood og er meðal skærustu ungstirnanna í dag. Nýjasta mynd hennar, The Bour- ne Supremacy, þar sem hún leikur á móti Matt Damon, er í efsta sæti yfir a ð s ó k n a r m e s t u kvikmyndirnar í Bandaríkjunum þessa vikuna. Mótleikari Stiles er Forest Whitaker sem margir kannast við úr Phone Booth og fleiri myndum. A Little Trip to Heaven er lýst sem sálfræðilegum trylli en hún verður mynduð bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. ■ JULIA STILES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.