Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 2
2 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Sýslumaðurinn í Reykjavík fyrirskipaði útburð úr kattahúsinu: Kattahúsið á Kjalarnesi afhent eiganda DÝRA Innbú fjölskyldunnar sem vanrækti 26 ketti sína var fjarlægt úr leiguhúsnæði hennar á Kjalar- nesi í gær að beiðni Sýslumannsins í Reykjavík. Hreiðar Aðalsteinsson, annar eigenda hússins, segir það hafa ver- ið nauðsynlegt að óska eftir útburði fólksins þar sem uppsögn leigu- samningsins hafi ekki verið sinnt. „Það er búið að leigja í þrjú ár hjá mér og hefur staðið ágætlega í skil- um varðandi húsaleigu en um- gengnin hefur verið hræðileg. Það er ekki hægt að lýsa henni,“ segir Hreiðar. Hann segir húsið í ágætu standi en skipta þurfi um gólfefni. Hann búist ekki við að fá skemmd- irnar bættar. „Ég hef ekki nokkra trú á því að ég reyni það einu sinni. Það er yfirleitt þannig að þegar fólk leigir út eignir þá lendir svona yfir- leitt á eigendunum.“ Ekkert hefur spurst til fjöl- skyldunnar frá því hún yfirgaf hús- ið að sögn lögreglu sem vaktaði húsið á meðan á flutningnum stóð. Þá eru þrettán kattanna, sem for- ráðamenn Kattholts fengu afhenta þann 4. júlí og var gert að skila til eigenda, enn ófundir. Tíu þeirra eru nú aftur í vörslu Kattholts og þrír látnir eftir að þeir fundust lokaðir inni í jappabifreið við húsið. Innbú fjölskyldunnar var flutt í búslóðageymslu. ■ Gjaldhækkun kemur ráðherra í opna skjöldu Ákvörðun forráðamanna Reykjavíkurhafnar um 184% hækkun vörugjalda á tiltekna flokka neysluvara kom samgönguráðherra í opna skjöldu. Hann kveðst vonast til að forráðamenn hafna í landinu gæti hófs í slíkum gjaldtökum. NEYTENDAMÁL „Þetta kemur mjög mikið á óvart,“ sagði Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra um þá ákvörðun forráðamanna Reykja- víkurhafnar að hækka vörugjöld á ákveðnum flokkum neysluvara frá og með 1. júlí síðastliðnum um 184%. Með breytingunni hækkar gjaldið sem höfnin tekur úr 346 krónum á tonnið í 983 krónur. Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnarsambands sveitarfélaga, sagði að í raun væri um leiðrétt- ingu á umræddum gjaldflokki að ræða. Samkvæmt nýjum hafnar- lögum sem tóku gildi 1. júlí 2003 hefði samgönguráðherra átt að setja ákveðna viðmiðunargjald- skrá sem hefði átt að gilda í 12 mánuði þaðan í frá. Eftir 1. júlí á þessu ári hefði gjaldskráin átt að vera frjáls. „Það sem hann gerði þegar hann gaf út þessa bráðabirgða- gjaldskrá var að fella niður svo- kallaðan 4. flokk vörugjalda, sem var á allar almennar vörur sem voru fluttar til landsins“ sagði Árni Þór. „Þetta þýddi gríðarlegan tekjumissi fyrir Reykjavíkur- höfn. Við endurvöktum þennan gjaldflokk eftir 1. júlí síðastliðinn og settum hann á þær vörur, sem hann hafði verið á áður. Þar með hækkar vörugjaldið á allar al- mennar vörur, sem undir þennan flokk féllu.“ Bergur Þorleifsson, hafnar- stjóri Reykjavíkurhafnar, sagði að samgönguráðherra hefði flutt þær vörutegundir sem heyrt hefðu und- ir 4. gjaldflokkinn undir 3. gjald- flokk, sem hefði kveðið á um miklu lægra vörugjald. Tekjumissir hafn- arinnar frá 1. júlí 2003 til 1. júlí 2004 hefði numið 60 milljónum króna vegna þessara aðgerða, auk þess sem hún hefði verið rekin með halla allt frá árinu 2000. „Í kjölfar lagabreytingarinnar voru hafnargjöldin hækkuð,“ sagði Sturla Böðvarsson. „Við töldum að miðað við þær aðstæð- ur væri eðlilegt að fella niður 4. gjaldskrárflokk vörugjaldanna. Það kemur því mjög á óvart að þeir skuli gera þessa gjaldskrár- breytingu. En hafnirnar hafa sjálfdæmi um ákvarðanir á gjald- tökum sínum, því ábyrgðin á rekstrinum er þeirra. Með breyt- ingu á lögunum erum við að gera hafnirnar sjálfstæðari og ábyrg- ari, en drögum jafnframt úr ríkis- framlögum til þeirra. En þessi ákvörðun hafnarstjórnar Reykja- víkur er ný tíðindi fyrir mig. Ég hélt að enginn vissi betur en þeir, að það var ekki tilgangurinn með því að gefa gjaldtökur frjálsar, að þeir gengju fram með ótæpileg- um hætti með hækkunum. Ég vona svo sannarlega að þeir gæti hófs.“ jss@frettabladid.is „Já. Ég hef einfaldan smekk og vel aðeins það besta.“ Bryndís Ásmundsdóttir, leikkona og söngkona, sagði frá því í Fréttablaðinu að verstu kaup hennar hefðu verið þegar hún fór í verslun Sævars Karls skömmu eftir að hún eignaðist barn. Þar keypti hún hitt og þetta sem hún hefur lítið notað síðan. SPURNING DAGSINS Bryndís, hefur þú einfaldan smekk? LÖGREGLAN AÐ STÖRFUM Umfangsmikið eftirlit verður með umferð á Vesturlandi um verslunarmannahelgina. Löggæsla um helgina: Samvinna á Vesturlandi LÖGGÆSLA Lögregluumdæmin á Vesturlandi koma til með að starfa saman að umferðaröryggismálum um verslunarmannahelgina. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að fleiri lögreglubílar en venjulega og tvö mótorhjól verði á ferðinni yfir helgina. Áhersla verður lögð á sýnilega löggæslu en einnig verða ómerkt- ir bílar notaðir til hraðamælinga. Áhersla verður einnig lögð á að fylgjast með ljósabúnaði, öryggis- búnaði og frágangi tengivagna. Auk lögreglunnar í Borgarnesi og á Akranesi tekur lögreglan á Snæfellsnesi, í Dölum, Reykjavík þátt í starfinu ásamt umferðar- deild Ríkislögreglustjóra. ■ Frábær tvenna frá OSRAM Tjaldlukt með fjarstýringu Sparpera með birtuskynjara BYKO, ELKO, Fjarðarkaup, Rekstrarvörur, OSRAM perubúðir: Byggt & Búið, Árvirkinn Selfossi, Geisli Vestmannaeyjum, Lónið Höfn, S.G Egilsstöðum, Ljósgjafinn Akureyri, Straumur Ísafirði, Glitnir Borgarnesi, Rafbúð R.Ó Keflavík, Rafbúðin Hafnarfirði, Jóhann Ólafsson & Co FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ ÍRAK DRÁP Á MÚSLIMUM RÉTTLÆTT Hljóðupptaka sem talin er kom- in frá íraska hryðjuverkamann- inum Abu Musab al-Zarqawi réttlætir dráp á múslimum þegar nærvera þeirra verndi heiðingja auk þess sem hótað er að sjíamúslimum verði hegnt í hefndarskyni. UPPÞOT Í RAMADI Tveir starfs- menn innrásarliðsins í Írak létust í gær eftir uppþot í borginni Ramadi í héraðinu Anbar vestur af Bagdad í gær. Þá neyddu skotárásir frá óvinaherjum tvær bandarískar herflugvélar til neyðarlendingar skammt frá borginni. STÓRAUKIN GJALDTAKA Hafnarstjórn Reykjavíkurhafnar hefur tekið upp aflagðan flokk vörugjalda á almennum neysluvarningi, sem veldur því að gjöldin hækka um 184%. Hækkunin kom Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra í opna skjöldu. UPPGJÖR Hagnaður KB banka verð- ur á bilinu 4,5 til 7,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, ef marka má spár greiningar- deilda. Uppgjör bankans verður birt í dag. Hagnaður KB banka fyrstu þrjá mánuði ársins var 2,6 milljarðar króna. Landsbankinn spáir 7,3 milljarða hagnaði á tímabilinu apríl til júní og gangi sú spá eftir verður hagnaður bankans á fyrri helmingi ársins tæpir tíu milljarðar króna. KB banki keypti nýverið danska bankann FIH fyrir 84 milljarða króna. Við það tvöfaldast stærð bankans. FIH bankinn er ekki hluti af samstæðureikningi KB banka nú. Í næsta uppgjöri í október mun stækkunarinnar gæta í reikningum bankans. KB banki er eigandi breytan- legs skuldabréfs í Bakkavör og er gert ráð fyrir að gengishagnaður á öðrum ársfjórðungi af því skulda- bréfi sé á þriðja milljarð króna. Núverandi markaðsvirði KB banka er yfir 230 milljarðar króna og heildareignir bankans yfir 600 milljarðar. Heildar eignir og eigið fé mun nánast tvöfaldast þegar danski bankinn kemur inn í reikn- inga félagsins. ■ Spár um uppgjör KB banka: Búist við allt að tíu milljörðum Í ÖRUM VEXTI Ef spá greiningardeildar Landsbankans gengur eftir, þá verður hagnaður KB banka á fyrri hluta ársins um tíu milljarðar króna. SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ KB BANKA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI Landsbankinn 7.348 milljónir Íslandsbanki 4.441 milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LÖGRELGUVERND VIÐ HÚSIÐ Eigandi kattahússins á Kjalarnesi fékk það afhent í gær eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði gefið leyfi til að húsið yrði tæmt. Fjölskyldan sem bjó í húsinu hefur ekki gist þar frá því að kastljósið beindist að þeimvegna vanræslu á 26 heimilisköttum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.