Fréttablaðið - 29.07.2004, Side 6

Fréttablaðið - 29.07.2004, Side 6
6 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Atlantshafsbandalagið: Togstreita vegna Íraks BRUSSEL, AP Togstreita hefur myndast innan Atlantshafs- bandalagsins vegna aðkomu þess að uppbyggingarstarfi í Írak. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, fundaði í gær með nokkrum aðilum til að leysa málið og hefur auk þess af- lýst árlegu hléi á störfum banda- lagsins í ágúst. Hann vonast til að málið verði leitt til lykta ekki seinna en á mánudaginn næst- komandi. Fyrr í sumar samþykkti bandalagið að taka að sér þjálfun íraskra hermanna. Frakkar leggjast hins vegar algjörlega gegn því að þjálfunin fari fram innan landamæra Íraks og segja það myndi draga úr trúverðug- leika og fullveldi írösku stjórnar- innar. Jacques Chirac hefur lagt til að annaðhvort fari þjálfunin fram í öðru landi eða að aðildar- ríki NATO taki að sér þjálfunina í eigin nafni en ekki undir for- merkjum NATO. George Bush Bandaríkjaforseta er hins vegar mikið í mun að sýna fram á víð- tækan alþjóðlegan stuðning við Íraksmálið og vill því að NATO taki að sér þjálfun hermanna í Írak undir eigin formerkjum. ■ Stærsta hlutafjárútboð Íslands hefst í dag Yfir 36 þúsund hluthafar KB banka munu að öllum líkindum kaupa hlut í KB banka fyrir 40 milljarða króna. Bankinn hefur heimild til þess að gefa út hlutafé fyrir annað eins til að fjármagna frekari vöxt. VIÐSKIPTI Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjár- útboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bank- ans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tutt- ugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti mið- að við mat markaðarins og hlut- hafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að telj- ast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. „Við erum tiltölulega bjartsýn á út- boðið,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH- bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá ligg- ur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfir- taka sé í farvatninu. Á markaðn- um er hún talinn markmið bank- ans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun já- kvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tæki- færi kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðn- um. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. „Viðhorfið til bank- ans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að um- fjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum.“ Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag. haflidi@frettabladid.is Verslunarmannahelgin: Suðlægar áttir VEÐRIÐ Veðurstofan heldur sig við fyrri spá um veðrið yfir verslun- armannahelgina. Veðrið verður best á norðan- og austanverðu landinu. Gert er ráð fyrir suðlægri átt á föstudag, með rigningu eða súld sunnan- og vestanlands, en annars staðar skýjuðu með köfl- um og þurrviðri. Á laugardag og sunnudag verður svipað veður um land allt, rigning eða súld fyrir sunnan en þurrt að kalla fyrir norðan. Á mánudag verða suðlægar áttir enn ríkjandi, milt og víða rigning eða súld með köflum. ■ ,,Við erum tiltölulega bjarstýn á útboðið. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,93 1,11% Sterlingspund 130,75 -0,22% Dönsk króna 11,64 -0,12% Evra 86,51 -0,13% Gengisvísitala krónu 121,10 0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS -HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 249 Velta 1.641 milljónir ICEX-15 3.097 1,02% MESTU VIÐSKIPTIN Landsbanki Íslands hf. 775.153 Össur hf. 277.328 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 264.871 MESTA HÆKKUN Össur hf. 3,45% Íslandsbanki hf. 3,33% Landsbanki Íslands hf. 2,86% MESTA LÆKKUN Hlutabréfsj. Búnaðarbankans -1,40% Bakkavör Group hf. -0,78% Actavis Group hf. -0,69% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.027,8 -0,6% Nasdaq* 1.837,8 -1,7% FTSE 4.356,2 0,7% DAX 3.807,2 -0,2% NIKKEI 11.204,4 1.57% S&P* 1.085,0 -0,9% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Vart hefur orðið við froðu meðframElliðaánum. Hvað er þar á ferð? 2Fyrir hvað standa samtökin semnefna sig V-daginn? 3Hvað heitir næsthæsta fjall heims? Svörin eru á bls. 34 MUN SELJAST UPP Miðað við ráðgjöf sérfræðinga er nær öruggt að forkaupsrétthafar í útboði KB banka kaupi upp allt hlutafé sem er í boði í stærsta hluta- fjárútboði á íslenskum markaði. Stjórnendur KB banka, þeir Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, munu nýta féð til kaupa á danska bankanum FIH. Fleiri landvinningar eru í farvatninu. JAAP DE HOOP SCHEFFER Framkvæmdastjóri NATO vonast til að botn verði sleginn í málið á mánudag. ■ VIÐSKIPTI SMÁRALIND TAPAR Tap Smáralind- ar ehf. fyrstu sex mánuði þessa árs nam 188 milljónum króna, en tap fyrir sama tíma í fyrra nam 71 milljón króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 292 milljónum samanborið við 245 milljón krónur fyrir sama tímabil í fyrra. Gert er ráð fyrir að tekjur muni aukast á síðari hluta ársins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR STÖÐVAÐUR Á 183 Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann á 183 kíómetra hraða á Austur- landsvegi í Kollafirði um stund- arfjórðungi fyrir klukkan 10 í gærmorgun. Ökumaður bílsins var karlmaður á fertugsaldri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.