Fréttablaðið - 29.07.2004, Page 16

Fréttablaðið - 29.07.2004, Page 16
Samkvæmt verðkönnun Frétta- blaðsins í 10 verslunum gær er matvöruverðið lægst í Bónus. Þar kostaði matarkarfan 3.038 kr. og er það 20,1% lægra en meðalverð sem var 3.803 kr. Munar þar mestu um lágt verð á grænmeti og ávöxtum. Næst- lægsta verðið var í Europris þar sem karfan kostaði 3.450 kr. eða 9,3% undir meðalverði. Nettó fylgir fast á eftir, þar kostaði karfan 3.458 kr. sem er 9,1% undir meðalverði. Dýrasta matarkarfan í þess- ari könnun reyndist vera í 10-11, kostaði 4.436 kr. sem er 16,7% yfir meðalverði. Næstdýrust var hún í 11-11. Þar kostaði hún 4.386 kr. sem er 15,3% yfir með- alverði. Verðmunur á dýrustu og ódýrustu matarkörfunni er því 46%. Meðalverð grænmetis og ávaxta í könnuninni voru 604 kr. en þessi flokkur kostaði 387 kr. í Bónus sem eru 35,9% undir með- alverði. Dýrasta grænmetið og ávextirnir voru í 10-11, eða 827 kr. Munar þarna 114%. Mun minni verðmunur var á mjólkur- og kjötvörum sem kost- uðu samtals að meðaltali 1.841 krónur í matarkörfunni. Þar var Bónus með lægsta verðið eða 1.565 kr. en 11-11 voru með dýr- ustu körfuna eða á 2.030 kr. Munar þarna tæpum 30%. Verð- munur á nýlenduvörunum í könnuninni voru 53,5%. Þar voru vörurnar í Europris ódýrastar eða á 1.068 kr. en dýrastar í 11-11 eða 1.639 kr. Mikill verðmunur kemur fram milli verslana á einstökum vörutegundum. Þannig munar 269,7% á hæsta og lægsta verði á jöklasalati. Dýrast er það í 10- 11 eða 329 kr. kílóið en ódýrast í Bónus, 89 kr. Á samlokubrauð- um munar 191% á hæsta og lægsta verði. Þau eru dýrust 259 kr. í þremur búðum, 10-11, 11-11 og Nóatúni en ódýrust í Bónus, 89 kr. Kjúkling- ur er 114,7% dýrari í 11-11 þar sem hæsta verðið er en í Bónus sem er með lægsta verðið, 279 kr. Bónus er með lægsta verðið á öllum vörum í körfunni, nema þremur. Europris var með ódýr- ari appelsínusafa, klósettpappír- inn er líka ódýrastur þar og Ali skinkan er á sama verði og í Bónus. Nettó býður Pringles á lægsta verðinu, 138 kr. og er það miðað við 200 g stauk. gun@frettabladid.is 16 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ■ EVRÓPA HALDIÐ FYRIR AUGUN Miðalaust fólk heldur fyrir augun meðan því er refsað fyrir að svindla sér í lestina í suðvesturhluta Kína. Opinberar refsingar eru algengar í Kína og þykir mikil niður- læging að standa fyrir framan hóp fólks í þessum sporum. M YN D /A P Olíufyrirtækið Yukos: Óstarfhæft innan tíðar MOSKVA, AP Forsvarsmenn rússneska olíufyrirtækisins Yukos eiga von á að starfsemi þess verði í lamasessi innan örfárra daga. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu enn meira í gær þegar tilkynningin frá stjórn- endum Yukos barst og olíuverð hækkaði lítillega, en Yukos fram- leiðir um tvö prósent af olíu heims. Fyrirtækið er að sligast undan ofurháum skattaskuldum sínum við rússneska ríkið. Lögmaður Yukos fullyrðir að ef fyrirtækið verður gjaldþrota muni mesta kreppa í samtímasögu Rússlands fylgja í kjölfarið en hundruð þúsunda manna vinna hjá Yukos. ■ AMMAN, AP Útgefendur metsölu- bókarinnar Forbidden love, eða Forboðin ást, sem fjallar um ærumorð í Jórdaníu og var sögð sannsöguleg, hafa fjarlægt hana úr hillum bókabúða þar sem bókin er hugsanlega fölsuð. Jórdönsk yfirvöld ákváðu að rannsaka áreiðanleika bókarinn- ar og komust að þeirri niður- stöðu að höfundurinn hafi falsað hluta bókarinnar. Kvenréttinda- samtök í Jórdaníu hafa gagn- rýnt Khouri harðlega. Árlega eru um tuttugu konur myrtar í Jórdaníu fyrir að kasta rýrð á heiður fjölskyldu sinnar. Stjórnvöldum finnst hins vegar ómaklegt að sögur sem ekki eru byggð- ar á sönnum atburð- um séu kynntar sem slíkar. Til stóð að gefa bókina út hér á landi en eftir þvi sem næst verður komist hefur fallið verið frá því. ■ Flóð í Suður-Asíu: 1.200 látnir SUÐUR-ASÍA, AP 1.200 eru látnir af völdum mikilla flóða í Suður-Asíu og útbreiðsla smitsjúkdóma á flóðasvæðum er hröð. Flestir hinna látnu voru Indverjar eða Bengalar en þau hafa einnig kost- að nokkra Pakistana og um hund- rað Nepala lífið. Hin árlegu monsúnflóð, sem eru vegna snjóbráðnunar í fjöllum og úrhellisrigninga, hafa einnig orðið til þess að milljónir hafa misst heimili sín og gert annan eins fjölda að strandaglópum. ■ Íraskir fangar: Látnir dansa LONDON, AP Breskir hermenn börðu íraska fanga og heimtuðu að þeir dönsuðu eins og Michael Jackson að því er lögfræðingar fjölskyldna sex látinna Íraka halda fram. Fjölskyldur mannanna hafa farið fram á að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig dauða þeirra bar að og fullyrða að bresk- ir hermenn hafi átt þar hlut að máli. Varnarmálaráðuneyti Bret- lands lýsti því yfir að herinn rann- saki allar grunsemdir um mis- þyrmingar og dauða af völdum breskra hermanna. ■ FUNDU MIKIÐ MAGN FÍKNIEFNA Skoska leyniþjónustan fann nærri 170 kíló af kókaíni í stærsta fundi á fíkniefninu í landinu í áratug. Götuverðmæti efnisins er áætlað um tíu milljónir punda, rúmur einn milljarður íslenskra króna. LÍKAMSLEIFUM SKILAÐ Serbnesk stjórnvöld afhentu í gær líkams- leifar 22 Albana sem voru drepn- ir meðan á Kosovo-stríðinu stóð í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1998- 1999. Líkin voru grafin í fjölda- gröfum í Serbíu þaðan sem þau voru grafin upp og flutt í líkhús. ÓÁNÆGÐIR MEÐ STJÓRNMÁLA- MENN Ástæða áhugaleysis Evrópubúa fyrir kosningum til Evrópuþingsins í lok síðasta mán- aðar var mun fremur óánægja með stjórnmálamenn en vantrú á Evrópusambandið sjálft að því er nýleg skoðanakönnun hefur leitt í ljós. Einungis þrjú prósent þeirra sem spurðir voru sögðust á móti sambandinu. Verðkönnun Fréttablaðsins 28. júlí 2004 Lægsta Vörur Bónus Europris Nettó Krónan Fjarðarkaup Sparkaup Hagkaup Nóatún 11–11 10–11 Meðalverð v/hæsta Kjúklingur 279 369 349 399 398 489 499 499 599 – 431 114,7 % Skinka 405 405 – 450 449 475 500 500 450 500 459 23,5 % Léttmjólk 73 81 79 75 76 78 88 89 90 91 82 24,7 % Smjörvi 147 159 149 159 163 165 168 169 169 199 165 35,4 % Skyr 188 198 189 198 198 215 222 224 224 225 208 19,7 % Brauðostur 474 495 499 474 499 499 499 499 499 499 495 5,3 % Bananar 149 179 169 179 159 175 209 209 229 239 190 60,4 % Jöklasalat 89 298 189 199 98 156 198 199 229 329 198 269,7 % Tómatar 149 199 199 159 198 199 299 239 259 259 216 100,7 % Appelsínusafi 89 79 99 109 118 132 109 99 145 149 113 67,4 % Samlokubrauð 89 129 129 99 129 206 254 259 259 259 181 191 % Cheerios 305 329 309 319 338 363 327 329 369 419 341 37,4 % Pringles 139 187 138 185 149 189 189 199 239 183 180 71,9 % Coca Cola 185 195 189 199 189 205 219 219 229 235 206 27 % WC pappír 279 149 349 299 365 498 319 399 398 349 340 78,5 % Verð körfu 3.038 3.450 3.458* 3.501 3.525 4.043 4.098 4.130 4.386 4.436* 3.803 Frá meðalverði -20.1% -9.3% -9.1% -7.9% -7.3% 6.1% 7.8% 8,6% 15.3% 16.7% 0.0% Í krónum -765 -353 -345 -302 -278 240 295 295 583 633 *Hjá Nettó og 10-11 vantar eina vöru í körfuna. Heildarverð körfunnar var í þeim tilfellum fengið með að reikna út hvað viðkomandi vörur væru líklegar til að kosta út frá fráviki þessara verslana frá meðalverði annarra vara í könnuninni. = Lægsta verð = Hæsta verð BÓKIN UMDEILDA Þó bókin sé sögð sann- söguleg virðist höfundur- inn hafa litla þekkingu á staðháttum í Jórdaníu. Bandarískur rithöfundur: Falsaði bók um ærumorð MISÞYRMINGAR Ættingjar sex látinna Íraka vilja að fram fari óháð rannsókn á því hvernig dauða þeirra bar að. Fullyrða þær að breskir hermenn hafi átt þar hlut að máli. 46 prósenta verðmunur á matarkörfunni Matarkarfan er ódýrust í Bónus en dýrust í 10-11. Verðmunur er mestur á grænmeti og ávöxtum en minnstur á mjólkurvörum. GUNNÞÓRA GUNNARSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR VERÐKÖNNUN VERÐ Á MATARKÖRFU VAR KANNAÐ Í 10 VERSLUNUM Í GÆR MIKILL MUNUR Mikill verðmunur kemur fram milli verslana á einstökum vörutegunum. Þannig munar 269,7% á hæsta og lægsta verði á jöklasalati.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.