Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 22
Nú er útsala í versluninni H&M í Húsi verslunar- innar. Þar er hægt að gera góð kaup og einnig kynna sér haust- og vetrarlistann fyrir þetta ár. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. ALLT Á HÁLFVIRÐI SÉRTILBOÐ PHONCHO Nýtt í Skarthúsinu – til í mörgum litum NÝ TÖSKUSENDING SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Út með hold: Inn með klæðnað „Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum,“ segir Kristín Þórhalla Þóris- dóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljóm- sveitinni Rokkslæðan. „Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítar- inn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri,“ segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. „Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna.“ Kidda er ekki aðeins frábær tón- listarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. „Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakt- er því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum,“ segir Kidda og bætir við að stígvél- in séu líka frekar þægileg. „Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg.“ Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. „Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit.“ lilja@frettabladid.is Nú geta konur alls staðar fagnað því bikiní eru úti í sumar. Hönnuð- ir hafa loksins ákveðið að sýna gæsku sína með því að hafa tísku- sundföt í heilu lagi. Baráttan við aukakílóin er því ekki eins sýnileg og í pínulitlu bikiníi. Frægustu hönnuðir heims eins og Donna Karan, Missoni, Calvin Klein og Diane Von Furstenberg skapa allir þessa nýju tísku. En þessi baðföt munu þó ekki verða venjuleg og leiðinleg. Hönnuðir gera nú tilraunir með forvitnileg munstur og liti eins og sítrónugul- an, appelsínugulan og mintugræn- an. Einnig er lögð áhersla á efri hluta líkamans með gegnsæjum hlýrum. Fallegar slaufur, belti og pífur munu einnig prýða sundföt- in sem poppa þau enn meira upp. Þessi nýja tíska er því eins konar afturhvarf til fortíðar og vilja hönnuðir meina að sundföt séu meira en bara klæðnaður fyrir ströndina. Sumarfataskáp- urinn byggist að miklu leiti á bað- fötunum og sumar konur kaupa meira að segja mörg sundföt fyrir hvert sumar. Því þarf fjölbreytni ekki aðeins í sundfötum heldur líka í fylgihlutum og þær þarfir ætla hönnuðir að uppfylla með slæðum, skóm og töskum. ■ Nýja bikinítískan er eins konar aftur- hvarf til fortíðar og er mikið fagnaðar- efni fyrir konur sem vilja ekki láta sjást í of mikið af beru holdi. Rokkuð kúrekastígvél: Fann nýtt element í rokkinu Kiddu Rokk finnst mjög þægilegt að spila í kúrekastígvélunum sínum og sér aldeilis ekki eftir því að hafa keypt þau. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Blómaskór m/glimmer Verð: 1 par 1.290 2 pör 2.000 Sendum í póstkröfu Fiðrildaskór m/glimmer NÝJIR SUMARSKÓR Margir litir. Stærðir 34–41. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.