Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2004, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 29.07.2004, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 27 Benedikt Reynisson, konungur undirdjúpanna og umsjónarmaður Karate, X-ið 977 „Maður er búinn að vera í miklu aftur- hvarfsstuði upp á síðkastið og búinn að vera að hlusta á nokkrar bráðskemmti- legar sjötommu vínyl- plötur sem ég hef keypt nýverið í safn- arabúðum og annars staðar. Þ.á m. White Lines með Grandmaster Flash, sjötomm- urnar tvær sem Þeyr gáfu út og Delta 5 sem var bresk síðpönksveit á níunda ára- tugnum. Einnig var ég að endurnýja kynni mín við fyrstu plötu Sofandi, Anguma, sem er ein af mínum uppáhalds íslensku plöt- um. Einnig skellti ég annarri breiðskífu ZZ Top, Rio Grande Mud, á fóninn um daginn og er hún að mínu mati þeirra langbesta og stórlega vanmetin.“ Róbert Aron Magnússon, dokt- or í rappfræðum „Var að fá nýja Roots diskinn The Tipping Point í hendur. Hljóm- ar vel við fyrstu hlust- un. Er svolítið frá- brugðin gamla dótinu þeirra, kannski að- eins nær því sem þeir voru að gera á síð- ustu plötu. Er ekki búinn að hlusta á hann nógu oft til að geta dæmt hann sem slíkan en hann lofar góðu.“ Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Rokklands á Rás 2 „Það er nú ekkert sem ég hef náð að liggja yfir þessa vikuna, en ég hlustaði dálítið á tvær nýjar íslenskar plötur. Annars vegar Mannakorna plötuna nýju „Betra En Best“ sem kom á óvart, og hin platan sem er með Hilmari Garðarssyni, ungum manni frá Stöðvarfirði kom líka á óvart. Hún heitir „Pleased To Leave You“. Því miður er það fylgifiskur útvarps- mennskunnar að maður er aðallega að hlusta á einstök lög, (singles) hugs- anlega framtíð- arsmelli!, og ég hef aðallega verið í því þessa vikuna.“ Anna Katrín, söngkona af guðs náð og umsjónarmaður á PoppTívi „Ég ákvað að taka fyrir hljómsveitina Jet og plötuna þeirra Get Born, þar sem ég hef ekki séð neina umfjöllun á þessari ágætu plötu. Platan kom út núna í vor. Mér finnst þessi plata algjör snilld og kom mér þetta vel á óvart þar sem þeir eru frekar nýir í bransanum. Við fyrstu hlustun hljómaði platan vel. Lögin eru grípandi og fjörug. Flest lögin á plötunni eru frekar pönkuð og skemmtileg og gaman að skella henni í tækið þegar mann langar að heyra eitthvað upp- lífgandi. Einnig eru nokkur róleg lög plötunni. Þau eru mjög falleg. Þessi plata hreyfir mig í alla staði, mjög góð og skemmtileg.“ Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD The Hives: Tyrannousaurus Hives „The Hives hljóma á nýju plötunni eins og þeir hljómuðu á fyrri plötunni. Þegar ég tók viðtal við þá á Hróarskeldu sögðu þeir mér að þeir hefðu þróað hljóm sinn heilmikið á þessari plötu, en það er bara ekki satt. The Hives hljóma enn eins og hópur ofvirkra kaffidrekkandi kórdrengja frá smábæ í Sviðþjóð sem trúa því að þeir séu The Ramones endurfæddir.“ BÖS Brúðarbandið: Meira! „Tónlistin er pönk út í gegn með einföldum hljóm- um og einfaldri úrvinnslu. Enginn snilldar hljóð- færaleikur, söngur eða eitthvað slíkt heldur meira reynt að gera hlutina nægilega góða til að þeir komist til skila og að skilaboðin komist á framfæri. Þetta er nokkuð skemmtileg plata og augljóst að Brúðarbandið hefur líka skemmt sér vel.“ FB Jesse Malin: The Heat „Vegna þess hversu einsleit platan er, mun hún líklegast vera skilin eftir í þoku gleymskunnar. En við áttum rólegar og notalegar stundir saman, ég og Jesse Malin. Veit samt ekki hvort við munum halda sambandi.“ BÖS Badly Drawn Boy: One Plus One is One „Á One Plus One is One sýnir kappinn á sér nokkrar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlaga- hefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna.“ BÖS The Fiery Furnaces: Gallows- bird’s bark „Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af.“ BÖS The Flavors: Go Your Own Way „Go Your Own Way er áreynslulaus poppplata með sína kosti en hefur því miður ekkert nýtt fram að færa. Bragðdauft er kannski besta orðið yfir hana. Kaldhæðnislegt en engu að síður staðreynd.“ FB !!!: Louden Up Now „Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum ársins, !!! er bylting.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Velvet Revolver: Contraband „Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokkara til að ná sér í smá aur enda hefur útkom- an af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frumraun frá Velvet Revolver sem er vonandi kom- in til að vera.“ SJ Fear Factory: Archetype „Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar.“ SJ The Cure: The Cure „Þetta er reiða hliðin á The Cure sem hefur fengið að fljóta með í nokkrum lögum áður, en sem hef- ur aldrei verið splæst á heila plötu. Þetta er hug- rökk plata og tilraunir Ross Robinson ganga upp. Besta og heilsteyptasta plata The Cure frá því að Disintigration kom út árið 1989.“ BÖS Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild en dauðþreytt formúlan að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson PLATA VIKUNNAR Frumburður Brúðar- bandsins, Meira!, er eigulegur gripur sem ætti að glæða hvaða gleðskap sem er lífi. PLATA VIKUNNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.