Fréttablaðið - 03.08.2004, Side 48

Fréttablaðið - 03.08.2004, Side 48
28 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR WHITNEY Í KÍNA Söngkonan Whitney Houston söng af mik- illi innlifun á tónleikum í Peking, höfuð- borg Kína, fyrir skömmu. Tuttugu þúsund manns hlýddu á Houston sem hefur verið á tónleikaferð um landið upp á síðkastið. FRÉTTIR AF FÓLKI Halle Berry sem nú er önnum kaf-in við að kynna nýjustu mynd sína, Catwoman, átti ekki mjög fögur orð um lýtaaðgerðir um helgina. Þá sagði hún að það að leggjast undir hnífinn til að virka yngri væri bilun, þjóðfélagið væri heltekið af fegurð og ungleik og hún væri afar sorg- mædd vegna þeirra kvenna sem um- breyta andliti sínu í leit að því. Eric Clapton hefur keypt helmings-hlut í versluninni Cordings á Piccadilly í London. Verslunin, sem var stofnsett 1839, sér- hæfir sig í útivistar- fötum fyrir heldri karlmenn, en vegna breytinga á nú einnig að fara að snúa sér að kvenmannsfötum. Áhugi Claptons á versluninni hefur staðið frá því hann var 16 ára og heillaðist af glugga- skreytingum verslunarinnar. Bandaríski dansarinn og kennarinn Dan Hogan, sem hefur meðal ann- ars starfað með leikkonunni Jane Fonda, er mættur hingað til lands til að njóta Hinsegin daga á Íslandi. Starfsmenn Baðhússins ákváðu að nýta sér komu kappans og fá hann til að kenna eightees dans. „Við höf- um verið að fá til okkar ýmiss kon- ar gestakennara til að brydda upp á skemmtilegum nýjungum og fannst tilvalið að fá Dan Hogan til að hrista aðeins upp í stemningunni,“ segir Sólrún Birgisdóttir framkvæmda- stjóri íþróttasviðs í Baðhúsinu. Jane Fonda sá Dan Hogan dansa í Studio 54 er hann var að hefja fer- il sinn og réði hann sem kennara til sín er hún hóf að markaðssetja sín- ar margrómuðu leikfimisæfingar fyrir almenning. „Dan Hogan byrj- aði í algjöru gríni að endurvekja eighties stemninguna í leikfimisæf- ingunum og kennir nú gömlu, góðu sporin sem Jane Fonda var upphafs- maður að,“ segir Sólrún en Dan Hogan hefur það nú að hliðarstarfi að kenna ekta flash dans víða um heim. Hann kemur hingað til lands frá Svíþjóð og heldur til Frakklands að Íslandsdvölinni lokinni. Dan mætir með eighties spólurnar sínar í leikfimitímana sem verða í Sporthúsinu á morgun klukkan 18.25 og í Baðhúsinu á sama tíma á fimmtu- daginn. „Dan Hogan þykir ákaflega skemmtilegur og að fara í tíma til hans er nánast eins og að verða vitni að uppistandi. Það er öllum velkomið að taka þátt í tímunum en hann hvet- ur alla eindregið til að mæta með legghlífar og svitabönd á svæðið og fara þannig alla leið í húmornum.“ ■ Íslandsvinurinn Ian Brown kom aðdáendum sínum á óvart á sunnudagskvöldið þegar hann kom fram á tónleikum í Claremont Lanscape Garden í suðausturhluta Englands. Þar spilaði kappinn nefnilega nánast einungis lög eftir fyrrum hljóm- sveit sína Stone Roses. Ian Brown er nú við tökur á fjórðu sólóplötu sinni sem kemur út í lok ársins. Til þess að ná lög- unum sem best ákvað Brown að ráða til sín tökulagasveitina Fools Gold, sem sérhæfir sig í því að spila lög eftir Stone Roses á tón- leikum. Brown spilaði lög Stone Roses í heilan klukkutíma og á dag- skránni voru m.a. I Wanna Be Adored, Fools Gold, Waterfall og Made of Stone. Brown hefur ekki leikið mörg laganna síðan sveitin missti buxurnar á hæl- ana á Reading tónleikahátíðinni árið 1996. Þeir aðdáendur Stone Roses sem ekki höfðu aldur til þess að sjá sveitina áður en hún hætti urðu sérstaklega ánægðir með uppátæki Brown. Sem uppklapp tók Brown svo slagara af sóló- ferli sínum, eins og My Star og F.E.A.R. ■ DAN HOGAN Hóf feril sinn með leikkonunni Jane Fonda en hún kom auga á dansarann í Studio 54. ■ DANS STONE ROSES Er greinilega byrjaður að líta aðeins um öxl, annað slagið. ■ TÓNLIST Ian Brown rifjar upp Stone Roses Jane Fonda kennari í Baðhúsinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.